08:05
Á tónsviðinu
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Árið 1854 skrifaði skáldið Benedikt Gröndal bréf til Árna Helgasonar stiftprófasts í Görðum. Árni hafði falast eftir bókinni „Hermann og Dóróthea“ eftir Goethe, og Gröndal sendi honum bókina með bréfinu. Sagðist Gröndal vera mjög hrifinn af þessu skáldverki, en þó fann hann á bókinni þann galla að Dóróthea talaði of mikið og það væri óviðkunnanlegt að stúlkur töluðu svo mikið og fullorðinslega. Í þættinum verður leikinn konsertforleikurinn „Hermann og Dóróthea“ sem Robert Schumann samdi út frá verki Goethes og fluttar verða tónsmíðar sem tengjast tveimur öðrum skáldverkum Goethes, ballaðan „Brúðurin frá Korintu“ eftir Carl Loewe og dúett Werthers og Karlottu úr óperunni „Werther“ eftir Jules Massenet. Lesarar eru Leifur Hauksson og Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Var aðgengilegt til 14. ágúst 2021.
Lengd: 51 mín.
,