13:00
Sögur af landi
Sunnefa Jónsdóttir: Ofbeldi fyrr á öldum. Bryggjuspjall á Árskógssandi
Sögur af landi

Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.

Umsjón: Dagur Gunnarsson

Í fyrri hluta þáttarins er farið í heimsókn til Kristínar Amalíu Atladóttur, en Kristín hefur safnað heimildum um Sunnefu Jónsdóttur og aðrar konur sem dæmdar voru til dauða fyrir meint kynferðisbrot fyrr á öldum. Sögu Sunnefu þekkja margir en hún var var í tvígang dæmd til dauða fyrir meinta blóðskömm. Í seinni hluta þáttar er haldið á bryggjuna á Árskógssandi þar sem rætt er við Pétur Sigurðsson, framkvæmdarstjóra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Sólrúnar ehf. Fyrirtækið var stofnað fyrir sextíu árum þegar feðgar létu smíða fyrir sig bát á Akureyri og enn er útgerðin í eigu sömu fjölskyldu.

Efni í þáttinn unnu: Rúnar Snær Reynisson og Ágúst Ólafsson.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,