12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 16. maí 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Flugfélagið Play er komið með flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu og von er á fyrstu vél félagsins til landsins á næstunni. Búið er að semja um leigu á tveimur flugvélum til viðbótar.

Fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit og voru allir í sóttkví. Búist er við að 600 manns verði í sóttvarnahúsum í kvöld. Þar fór fæðing af stað um helgina en hægt var að senda móðurina á spítala áður en barnið fæddist.

Dauðsföllum fjölgar hratt á Gaza, 52 hafa verið drepnir í árásum síðan á mánudag. Forsætisráðherra Ísraels segir að hörku verði beitt þar til öryggi Ísraela sé tryggt.

Stefnt er að því að hækka austari varnargarðinn á gosstöðvunum úr tveimur upp í fjóra metra í dag og á morgun. Verkstjóri segir að framkvæmdin muni ekki kosta meira en tíu milljónir standist áætlanir.

Full ástæða er til að hafa áhyggjur af takmarkaðri leitar- og björgunargetu innan landhelginnar og víðar á hafsvæði norðurslóða og þörf á að bæta þar úr, samkvæmt skýrslu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði. Mikill harmleikur yrði ef skemmtiferðaskip lendi í vandræðum á þessum slóðum.

Haukar tryggðu sér í gær sinn tólfta deildarmeistaratitil í úrvalsdeild karla í handbolta. Þór Akureyri féll úr úrvalsdeildinni eftir tap gegn Gróttu.

Var aðgengilegt til 14. ágúst 2021.
Lengd: 20 mín.
,