18:10
Orðin sem við skiljum ekki
Samtal um framtíðina
Orðin sem við skiljum ekki

Orð geta verið stór og orð geta verið smá. Þau geta verið nógu kraftmikil til að skapa heilan heim og þau geta verið svo hversdagsleg að við tökum ekki einu sinni eftir þeim. Orð geta líka verið svo umfangsmikil að það tekur heilu kynslóðirnar að skilja þau til hlítar. Þetta eru orðin sem við skiljum ekki.

Í bókinni Um tímann og vatnið fjallar Andri Snær Magnason um þær grundvallarbreytingar sem munu verða á mannlífi og jarðlífi á næstu hundrað árum vegna hnattrænnar hlýnunar. Þessar breytingar eru „flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið.“ Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Þorvaldur S. Helgason fjallar um tímann og vatnið, kafar dýpra í helstu umfjöllunarefni bókarinnar og ræðir við vísindamennina, heimspekingana og aðgerðasinnana sem hafa helgað líf sitt því að rannsaka málefni sem eru stærri og flóknari en orð fá lýst.

Umsjón: Þorvaldur S. Helgason

Tónlist: Högni Egilsson.

Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason

Með tilkomu kórónuveirunnar fyrir rúmu ári breyttust allir okkar lífshættir til muna; tilefnislausar utanlandsferðir heyra nú sögunni til, hagvöxtur er ekki lengur eini mælikvarðinn á velsæld þjóða og í fyrsta sinn í áraraðir hafa heilsufarsleg sjónarmið verið tekin fram yfir efnahagsleg. Nú þegar sigið er á seinni hlutann í þessu langhlaupi vaknar spurningin, hvað tekur við að því loknu? Ætlum við að fara aftur í sama gamla farið eða ætlum við að nýta reynsluna sem við höfum öðlast til að skapa nýjan heim?

Í sjötta og síðasta þætti seríunnar Orðin sem við skiljum ekki, byggð á bók Andra Snæs Magnasonar Um tímann og vatnið, fjallar Þorvaldur S. Helgason um hvernig nýta má reynsluna af heimsfaraldri Covid-19 til að takast á við yfirvofandi heimsfaraldur loftslagsbreytinga. Viðmælendur þáttarins eru Andri Snær Magnason, rithöfundur, og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, aðgerðasinni.

Umsjón: Þorvaldur S. Helgason.

Tónlist: Högni Egilsson.

Upplestur: Mars Proppé.

Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason.

Var aðgengilegt til 16. maí 2022.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,