23:10
Frjálsar hendur
Ingibjörg Lárusdóttir
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Ingibjörg Lárusdóttir (1861-1949) sinnti barnauppeldi og óteljandi störfum á stóru heimili, saumaði líkklæði af list fyrir nágranna sína í Húnavatnssýslunni og fékkst örlítið við verslun. En milli línanna í svolitlu sagnakveri sem hún gaf út seint á ævinni, Úr djúpi þagnarinnar, er auðvelt að sjá að ef hún hefði verið uppi hundrað árum seinna hefði hún líklega orðið býnsa góður rithöfundur. Sumar setningarnar eru þannig, og skynbragðið. Hún segir hún meðal annars frá afa sínum Bólu-Hjálmari í þessu kveri.

Umsjón: Illugi Jökulsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,