20:35
Samfélagið
Hvað varð um umhverfismálin? Nýjar veforðabækur og staða vinnuhjúa.
SamfélagiðSamfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Eru umhverfismálin horfin úr umræðunni? Hvað varð um þau? Um helgina komu hundrað manns saman á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík til þess að ræða stöðu umhverfismála og horfa til framtíðar. Þetta var fólk úr grasrótinni en líka úr atvinnulífinu og pólitíkinni. Skipuleggjendur fundarins, þær Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Valgerður Árnadóttir og Kamma Thordarson, segja okkur frá fundinum og afrakstri hans, sem verður kynntur stjórnvöldum.

Sífellt bætist við fjölda veforðabóka með íslenskum grunni. Pólsk-íslensk veforðabók fer í loftið í vikunni, og innan skamms verður loksins birt ensk-íslensk veforðabók, sem hefur verið lengi í vinnslu. Halldóra Jónsdóttir, orðabókarritstjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, ræðir við okkur um þessi tímamót og fyrirbærið veforðabók - sem er á ýmsan hátt ólíkt hefðbundnum orðabókum.

Við fræðumst um kjör vinnuhjúa á öldum áður - ræðum við Kolbein Sturlu G. Heiðuson, skjalavörð á Þjóðskjalasafni Íslands. Þetta er endurflutt viðtal frá 3. júní 2024.

Tónlist:

Doobie Brothers - Listen to the music.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,