Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Fyrir helgi kynntu stjórnvöld í samráðsgátt frumvarp sem er ætlað að takmarka umsvif í skammtímaleigu og koma fleiri íbúðum á almennan íbúðamarkað. Við ræddum um þessi áform og áhrif þeirra við Jónas Atla Gunnarsson, hagfræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Á morgun hyggjast Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti ræða saman um möguleikann á vopnahléi í Úkraínu. Rússar setja ýmis skilyrði fyrir því. Björn Malmquist fréttamaður er í Kyiv í Úkraínu og ræddi við okkur.
Við heyrðum svo þriðja pistilinn frá Sigyn Blöndal, sem er búsett í Manila, höfuðborg Fillipseyja. Sigyn sagði meðal annars frá þjóðareinkennum Filippseyinga.
Tónlist:
Egill Ólafsson - Bara rólegan æsing.
Egill Ólafsson - Lífið er undur.
Moses Hightower - Alltígóðulagi.
Tómas R. Einarsson - Lag 1 [Án titils].
Smokey Mountain - Better world.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Farið er aftur í tímann og nokkur vinsæl lög frá árunum 1979 og 1980 spiluð. Lögin sem hljóma í þættinum eru Sara með Fleetwood Mac, Video Killed The Radio Star í tveimur útgáfum, annarsvegar með Buggles og hinsvegar með Bruce Wolley & Camera Club, On The Radio með Donnu Summer, Coward of the County með Kenny Rogers, Que Sera Mi Vida með Gibson Brothers, Hurt So Bad með Lindu Ronstadt, og tvö lög með George Benson, annarsvegar This Masquarade frá árinu 1976 og hinsvegar Give Me The Night frá 1980.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Listakonan Inga Elín hefur frá unga aldri tileinkað líf sitt listinni. Ástríða Ingu á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Í byrjun árs 2020 enduropnaði Inga Elín verslun sína við Skólavörðustíg eftir 25 ára fjarveru og í þetta skiptið með syni sínum Kristni Ísaki, sem sér um skipulags- og markaðsmál fyrirtækisins. Við heimsóttum Ingu Elínu og Kristinn á vinnustofuna út á Granda.
Það er mánudagur og þá eru fjármálin á mannamáli á dagskrá í þættinum og Georg Lúðvíksson sérfræðingur í heimilisbókhaldi kom til okkar og hélt áfram að fræða okkur. Í sinn talaði Georg um utanaðkomandi áhrif sem hafa áhrif á okkur og okkar fjármálahegðun, eins og til dæmis verðbólgu, hrun og svo framvegis.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi og prestur í Egilsstaðaprestakalli. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfunda hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigríður talaði um eftirfarandi bækur og höfundar:
Játning e. Ólaf Jóhann Ólafsson
Þessir djöfulsins karlmenn e. Andrev Walden
Guð hins smáa e. Arundhati Roy
Veisla undir grjótvegg, smásögur e. Svövu Jakobsdóttur
og svo var það bók bókanna, Biblían.
Tónlist í þættinum í dag:
Bíttu í það súra / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Jackie Smith, Derry Lindsay, texti Jóhanna G. Erlingsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
mánuði í geiminum hillir loks undir heimferð tveggja geimfara sem setið hafa fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni. Áætlað er að þeir snúi aftur til jarðar á morgun.
Það er sannkölluð körfuboltaveisla í vikunni. Keppt verður í undanúrslitum og úrslitum í bikarkeppni karla og kvenna. Konurnar ríða á vaðið á morgun.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fjallað um bók heimspekiprófessors við bandaríska háskólann Cornell um fitufordóma. Hún heitir Kate Manne og er frá Ástralíu.
Bók hennar var tilnefnd til bandarísku bókmenntaverðlaunanna National Book Awards í fyrra. Af því tilefni var talsvert fjallað um bók hennar í bandarískum fjölmiðlum í lok síðasta árs og í byrjun þessa.
Manne er á leiðinni til Íslands í maí til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu um Metoo-byltinguna og feminíska heimspeki sem haldin verður í Háskóla Íslands í maí.
Rætt er við hana um bókina og af hverju fitufordómar eru slæmir.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Eru umhverfismálin horfin úr umræðunni? Hvað varð um þau? Um helgina komu hundrað manns saman á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík til þess að ræða stöðu umhverfismála og horfa til framtíðar. Þetta var fólk úr grasrótinni en líka úr atvinnulífinu og pólitíkinni. Skipuleggjendur fundarins, þær Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Valgerður Árnadóttir og Kamma Thordarson, segja okkur frá fundinum og afrakstri hans, sem verður kynntur stjórnvöldum.
Sífellt bætist við fjölda veforðabóka með íslenskum grunni. Pólsk-íslensk veforðabók fer í loftið í vikunni, og innan skamms verður loksins birt ensk-íslensk veforðabók, sem hefur verið lengi í vinnslu. Halldóra Jónsdóttir, orðabókarritstjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, ræðir við okkur um þessi tímamót og fyrirbærið veforðabók - sem er á ýmsan hátt ólíkt hefðbundnum orðabókum.
Við fræðumst um kjör vinnuhjúa á öldum áður - ræðum við Kolbein Sturlu G. Heiðuson, skjalavörð á Þjóðskjalasafni Íslands. Þetta er endurflutt viðtal frá 3. júní 2024.
Tónlist:
Doobie Brothers - Listen to the music.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Anne-Sophie Mutter leikur á fiðlu og Lambert Orkis á píanó, þau flytja 3. þátt, (Passacaglia) Allegro moderato ma energico úr Sónötu fyrir fiðlu og píanó í h-moll eftir Ottorino Respighi.
Delgani strengjakvartettinn flytur Strengjakvatett nr. 6 W.399 eftir Heitor Villa-Lobos.
Þættirnir eru: I. Poco animato, II. Allegretto, III. Andante, quasi adagio, IV. Allegro vivace.
Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur Clockworking for orchestra eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað í Eldborg, Hörpu, 9.-12. maí 2022.
Azima Ensemble flytur Næturferð (2022) fyrir sópran, píanó og básúnu eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur. Meðlimir Azima Ensemble sem flytja: Margrét Hrafnsdóttir sópran, Hrönn Þráinsdóttir á píanó og Ingibjörg Azima á básúnu. Textahöfurndur: Kristín Jónsdóttir ljóðskáld.
Hafliði Hallgrímsson leikur á selló og stjórnar félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem leika með. Þau flytja fyrsta þátt, Allegro molto ma maestoso úr Konserti í c-moll fyrir selló og strengjasveit eftir Henri Casadesus.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Fyrir fáeinum vikum var tilkynnt hvaða bækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fjórtán bækur frá níu löndum og málsvæðum voru tilnefndar í flokki fagurbókmennta, þessum rótgrónu norrænu bókmenntaverðlaunum. Grænland tilnefnir skáldsöguna Qaamar n gup taar tullu akisu gunneri („Leiftur ljóss og myrkurs“) eftir Lisathe Møller.
Grænland hefur einu sinni unnið þessi mikilsvirtu verðlaun, árið 2021 - 36 árum eftir að landið fór að tilnefnda bækur til verðlaunanna. Það var bókin Blómadalurinn eftir Nivaq Korneliussen, sem er stjarna grænlenskra bókmennta síðustu ára. Hún var líka tilnefnd til verðlaunanna 2015 fyrir Homo Sapína og báðar bækur hafa komið út í íslenskri þýðingu.
Billy Budd hefur oft verið talin upp á meðal bestu stutta skáldsagna sem skrifaðar hafa verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta. Hún er þó líklegast ekki fullkláruð og var ekki gefin út á meðan höfundurinn, Herman Melville lifði heldur rúmum 30 árum eftir dauða hans árið 1924. Þýðandi Billy Budd er Baldur Gunnarsson sem skrifar ítarlegan inngang að sögunni, og í textanum eru einnig neðanmálsgreinar sem Baldur notar til að skýra gamalt orðfæri og vísanir höfundar.
Tónlist: Ammaassissut - Nuka Alice, Jakob - The Eskimos og Salut d'Amour op. 12 - Edward Elgar, Billy Budd - Morrissey.
Viðmælendur: Baldur Gunnarsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Innkaupapokinn eftir leikhópinn Kriðpleir og Elísabetu Jökulsdóttur, sem nú er í sýningu í Borgarleikhúsinu, byggir á 30 ára gömlu verki Elísabetar, Mundu töfrana. Verkið hefur fylgt Elísabetu í meira en þrjá áratugi og líka skotið rótum í öðrum verkum hennar. Hún reyndi að koma verkinu á fjalirnar en fékk oftast þau svör að það væri of ljóðrænt og vantaði allan strúktúr. En nú hefur leikhópnum Kriðpleir tekist að móta um það strúktúr og afraksturinn er Innkaupapokinn. Við ræðum við tvo meðlimi Kriðpleirs í þætti dagsins, þau Ragnar Ísleif Bragason og Ragnheiði Maísól Sturludóttur.
Við fáum líka til okkar í hljóðstofu þjóðfræðinginn Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, sem hefur rannsakað birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í íslenskum þjóðsögum og
Birnir Jón Sigurðsson flytur sinn þriðja pistil sinn í örvæntingarpistlaröðinni Hvað varð um gæskuna? Pistill dagsins er tileinkaður stjórn, glundroða og mönnum sem reyna bókstaflega að sigrast á dauðanum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Ferðasagan er að minnsta kosti 2500 ára gömul bókmenntagrein sem hefur þróast umtalsvert í gegnum tíðina. En hver er staða ferðasögunnar á 21. öldinni, á tímum Tiktok og Tripadvisor, áhrifavalda og eftir-nýlendustefnunnar? Er ferðasagan kannski bara úrelt form? Huldar Breiðfjörð, rithöfundur og handritshöfundur, spjallar um ferðabækur í nútíð og fortíð.
Á handritasýningunni Heimur í orðum, sem opnuð var í Eddu í nóvember á síðasta ári, gefst fólki kostur á að sjá íslensku handritin. Þarna eru helstu gersemar úr safni Árna Magnússonar en einnig nokkur handrit sem alla jafna eru varðveitt í Danmörku. Þar á meðal eitt elsta handrit konungasagna, Morkinskinna, sem er frá seinni hluta þrettándu aldar. Anna Gyða Sigurgísladóttir ræðir við Ármann Jakobsson, prófessor, um Morkinskinnu, sem er nú tímabundið á Íslandi i fyrsta sinn í 360 ár.
Fréttir
Fréttir
Lögregla hefur fengið margar ábendingar frá almenningi sem tengjast rannsókn á manndrápi í síðustu viku. Sex eru í gæsluvarðhaldi.
Stuðningur ríkisins við Grindvíkinga breytist um mánaðamótin. Áfram er búist við að gosið geti á Sundhnúksgígaröðinni með litlum fyrirvara og hættumat er óbreytt. Truflun á mæli benti til þess að skjálftavirkni hefði færst austar en áður, en hún er áfram á sömu slóðum.
Dómsmálaráðherra segir enn stefnt á að byggja nýtt fangelsi á Litla Hrauni. Málið hafi tafist vegna tíðra ráðherraskipta og áherslu síðustu stjórnar á útlendingamál.
Samdráttur Bandaríkjastjórnar í þróunaraðstoð gæti dregið milljónir til dauða að mati framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Kosningar í rektorskjöri Háskóla Íslands hefjast í fyrramálið. Sjö eru í framboði og tæplega fimmtán þúsund á kjörskrá.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar andlát manns sem var saknað í Þorlákshöfn fyrir viku og fannst þungt haldinn í Reykjavík morguninn eftir. Grunur eru um manndráp, fjárkúgun og frelsissviptingu. Sex eru í gæsluvarðhaldi. Prófessor í afbrotafræði segir málið um margt óvenjulegt ekki síst sá miklu fjöldi sem tengist því.
Krafa Bandaríkjaforseta um aðgengi að auðlindum Úkraínu í skiptum fyrir hernaðaraðstoð hefur verið gagnrýnd víða um heim, en Bandaríkjunum hefur verið boðið að fjárfesta í ríkulegum auðlindum Lýðstjórnarlýðveldisins Kongós í skiptum fyrir aðstoð.
Umboðsmðaur Alþings gerði í fyrra athugasemdir við notkun og gerð lögreglustjörnunnar og minnti á að stjórnsýslan væri bundin af lögum - líka um lögreglustjörnur.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Sigrún Eldjárn segir frá bókunum Sigrún í safninu og Fjársjóður í mýrinni. Hún lýsir því hvernig var að búa á Þjóðminjasafninu og af hverju hún teiknar persónur gjarnan í strigaskóm. Bókaormurinn Kristján Breki rýnir í þriðju bókina um krakkana í Mýrarsveit, Fjársjóður í mýrinni.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari, Anna Elísabet Sigurðardóttir víóluleikari, Harnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanoleikari skipa píanókvartettinn Neglu, sem hélt tónleika undir fyrirsögninni Tímans kviða í Salnum í Kópavogi 23. febrúar sl.
Elísabet Indra Ragnarsdóttir átti tónleikaspjall við listakonurnar.
Birgir Jón Birgisson hljóðritaði.
Efnisskrá:
Frank Bridge (1879-1941): Fantasía fyrir píanókvartett í fís-moll, H. 94 (12')
Lee Hoiby (1926-2011): Dark Rosaleen fyrir píanókvartett, Op. 67 (20)'
Antonín Dvořák (1841-1904): Píanókvartett nr. 1 í D-dúr, Op. 23 (33')
Umsjón: Pétur Grétarsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Eru umhverfismálin horfin úr umræðunni? Hvað varð um þau? Um helgina komu hundrað manns saman á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík til þess að ræða stöðu umhverfismála og horfa til framtíðar. Þetta var fólk úr grasrótinni en líka úr atvinnulífinu og pólitíkinni. Skipuleggjendur fundarins, þær Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Valgerður Árnadóttir og Kamma Thordarson, segja okkur frá fundinum og afrakstri hans, sem verður kynntur stjórnvöldum.
Sífellt bætist við fjölda veforðabóka með íslenskum grunni. Pólsk-íslensk veforðabók fer í loftið í vikunni, og innan skamms verður loksins birt ensk-íslensk veforðabók, sem hefur verið lengi í vinnslu. Halldóra Jónsdóttir, orðabókarritstjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, ræðir við okkur um þessi tímamót og fyrirbærið veforðabók - sem er á ýmsan hátt ólíkt hefðbundnum orðabókum.
Við fræðumst um kjör vinnuhjúa á öldum áður - ræðum við Kolbein Sturlu G. Heiðuson, skjalavörð á Þjóðskjalasafni Íslands. Þetta er endurflutt viðtal frá 3. júní 2024.
Tónlist:
Doobie Brothers - Listen to the music.

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Þrettándi lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Listakonan Inga Elín hefur frá unga aldri tileinkað líf sitt listinni. Ástríða Ingu á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Í byrjun árs 2020 enduropnaði Inga Elín verslun sína við Skólavörðustíg eftir 25 ára fjarveru og í þetta skiptið með syni sínum Kristni Ísaki, sem sér um skipulags- og markaðsmál fyrirtækisins. Við heimsóttum Ingu Elínu og Kristinn á vinnustofuna út á Granda.
Það er mánudagur og þá eru fjármálin á mannamáli á dagskrá í þættinum og Georg Lúðvíksson sérfræðingur í heimilisbókhaldi kom til okkar og hélt áfram að fræða okkur. Í sinn talaði Georg um utanaðkomandi áhrif sem hafa áhrif á okkur og okkar fjármálahegðun, eins og til dæmis verðbólgu, hrun og svo framvegis.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi og prestur í Egilsstaðaprestakalli. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfunda hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigríður talaði um eftirfarandi bækur og höfundar:
Játning e. Ólaf Jóhann Ólafsson
Þessir djöfulsins karlmenn e. Andrev Walden
Guð hins smáa e. Arundhati Roy
Veisla undir grjótvegg, smásögur e. Svövu Jakobsdóttur
og svo var það bók bókanna, Biblían.
Tónlist í þættinum í dag:
Bíttu í það súra / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Jackie Smith, Derry Lindsay, texti Jóhanna G. Erlingsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Ferðasagan er að minnsta kosti 2500 ára gömul bókmenntagrein sem hefur þróast umtalsvert í gegnum tíðina. En hver er staða ferðasögunnar á 21. öldinni, á tímum Tiktok og Tripadvisor, áhrifavalda og eftir-nýlendustefnunnar? Er ferðasagan kannski bara úrelt form? Huldar Breiðfjörð, rithöfundur og handritshöfundur, spjallar um ferðabækur í nútíð og fortíð.
Á handritasýningunni Heimur í orðum, sem opnuð var í Eddu í nóvember á síðasta ári, gefst fólki kostur á að sjá íslensku handritin. Þarna eru helstu gersemar úr safni Árna Magnússonar en einnig nokkur handrit sem alla jafna eru varðveitt í Danmörku. Þar á meðal eitt elsta handrit konungasagna, Morkinskinna, sem er frá seinni hluta þrettándu aldar. Anna Gyða Sigurgísladóttir ræðir við Ármann Jakobsson, prófessor, um Morkinskinnu, sem er nú tímabundið á Íslandi i fyrsta sinn í 360 ár.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Jovana Pavlovic, mannfræðingur, verður á línunni í upphafi þáttar þegar við beinum sjónum okkar að ástandinu í Serbíu en hundruð þúsunda mótmæltu í höfuðborginni þar í landi á laugardag þegar mánaðalöng mótmælaalda náði nýjum hæðum.
Margir bjuggust við eldgosi um helgina en allt kom fyrir ekki og enn er allt með kyrrum kjörum. Við tökum stöðuna með Freysteini Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi.
Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir við okkur um bandarískar loftárásir á yfirráðasvæði Húta í Jemen um helgina, áhrif þeirra og framhaldið.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum ríkisreksturinn en á þingi í dag verður lagt fram frumvarp um margumrædda stöðugleikareglu.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar með íþróttadeildinni, venju samkvæmt á mánudegi.
Logi Guðmundsson 18 ára nemandi í Balletskolanum i SanFran hefur verið boðin atvinnumannasamningur frá San Francisco balletflokknum næsta vetur. Logi var aðeins 16 ára gamall þegar hann fór einn út til þess að eltast við risastóra drauma. Við spjöllum við mömmu hans, Helenu Björk Jónasdóttur og dansþjálfarinn hans Nönnu Ólafsdóttur um ævintýrið.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Farið var yfir afrek margaflds meistara í kappáti, rætt var um Iron Maiden, Lizzo, Jack White og Stevie Wonder. Plötu vikunnar á Sunna Margrét.
Lagalisti þáttarins:
BRIMKLÓ - Skólaball.
THE WAR ON DRUGS - Under The Pressure.
Baggalútur - Grenjað á gresjunni.
The Smiths - Bigmouth Strikes Again.
NEIL YOUNG - Cinnamon Girl.
THE CURE - Mint Car.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
CARPENTERS - (They long to be) close to you.
Dacus, Lucy - Ankles.
WEEZER - Buddy Holly.
Thee Sacred Souls - Live for You.
RADIOHEAD - Street Spirit.
Helgi Björnsson - Kókos og engifer.
Pharcyde - Runnin'.
TRÚBROT - My Friend And I.
Young, Lola - Messy.
HOZIER - Take Me To Church.
THE DARKNESS - Love Is Only A Feeling.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
ROSE ROYCE - Car Wash.
EELS - Novacaine For The Soul.
MAMAS & THE PAPAS - Monday, monday.
SUPERSERIOUS - Bye Bye Honey.
Lizzo - Good As Hell.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
NÝDÖNSK - Frelsið.
JD MCPHERSON - North Side Gal.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Lítill Drengur.
PORTUGAL THE MAN - Feel It Still.
THE WHITE STRIPES - My doorbell.
PEARL JAM - Elderly woman behind the counter in a small town.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Before Today.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
IRON MAIDEN - Running Free.
Mumford and Sons - Rushmere.
Tinna Óðinsdóttir - Þrá.
MANNAKORN - Gamli Skólinn.
STEVIE WONDER - Isn't She Lovely.
Sunna Margrét - Chocolate.
DAVID GRAY - Babylon.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
Una Torfadóttir og Sigurður Guðmundsson - Þetta líf er allt í læ.
Gossip - Standing In The Way Of Control.
ROSA LINN - Snap

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
mánuði í geiminum hillir loks undir heimferð tveggja geimfara sem setið hafa fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni. Áætlað er að þeir snúi aftur til jarðar á morgun.
Það er sannkölluð körfuboltaveisla í vikunni. Keppt verður í undanúrslitum og úrslitum í bikarkeppni karla og kvenna. Konurnar ríða á vaðið á morgun.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Matti og Lovísa voru Popplandsverðir í þætti dagsins. Ólafur Arnalds kíkti við og sagði frá nýju verkefni sem hann er að vinna að með sænsku söngkonunni Loreen. Plata vikunnar kynnt til leiks, Finger on Tongue með Sunnu Margréti, póstkort frá Kára Egils og Dóru og Döðlunum, nýtt lag með Chappell Roan, Doechii og fleirum.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
RICHARD ASHCROFT - A Song For The Lovers.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Árný Margrét - Greyhound Station.
Coldplay - Feelslikeimfallinginlove.
BIG COUNTRY - Look Away.
JÚNÍUS MEYVANT - Gold laces.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
Sunna Margrét - Chocolate.
EARTH WIND AND FIRE - Let's Groove.
Weeknd, The, Justice - Wake Me Up.
QUARASHI - Stars.
MAHMOOD - Soldi (Eurovisíon 2019 - Ítalía).
Boko Yout - Ignored.
THE TALLEST MAN ON EARTH - 1904.
EMILÍANA TORRINI - Heartstopper.
The Stranglers - Peaches.
Fender, Sam - Arm's Length.
Marcagi, Michael - Scared To Start.
Chappell Roan - The Giver.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
Abrams, Gracie - That's So True.
Doechii - Anxiety.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
Kneecap - H.O.O.D.
SIXPENCE NONE THE RICHER - Don?t Dream It?s Over.
Kári Egilsson - Midnight Sky.
Teddy Swims - Guilty.
Bubbi Morthens - Lög og regla.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
JÓNAS SIG - Vígin falla.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Nýdönsk - Raunheimar.
Hasar - Gera sitt besta.
Snorri Helgason - Ingileif.
Sunna Margrét - Come With Me.
Sunna Margrét - 4 Year Itch.
Katrín Myrra Þrastardóttir, Klara Einarsdóttir - VBMM?.
STEVIE WONDER - Isn't She Lovely.
DAVID BOWIE - Moonage Daydream.
DÓRA & DÖÐLURNAR - Leyndarmál.
HJALTALÍN - Love from 99.
NOAH AND THE WHALE - 5 Years Time.
HOZIER - Someone New.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Hann Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er mætt á sjávarútvegssýninguna í Boston í Bandaríkjunum, Seafood Expo North America 2025, sem hófst í gær. Við heyrðum í henni hljóðið og ræddum m.a. hvaða mögulegt tollastríð getur haft á útflutning á fiski til Bandaríkjanna. Einnig spurðum við hana hvort hún hefði áhggjur af stöðu ferðaþjónustunnar í ljósi aðstæðna vestanhafs.
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sagt að viðvörunarbjöllur séu farnar að hringja í ferðaþjónustinni vegna tollastríðs Bandaríkjastjórnar. Jóhannes Þór kom til okkar.
Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur á árinu 2022 en þá hafði hann beðið lengi eftir að sú stund rynni upp. Eftir aðgerðina fengum við að fylgjast með bataferlinu, ýmsar aukaverkanir komu í ljós, á tímabili var hætta á að líkaminn myndi hafna nýju höndunum, sterk lyfjameðferð hafði mikil áhrif á daglegt líf Guðmundar en allt hafðist þetta að lokum. Við í Síðdegisútvarpinu ákváðum að heyra í Guðmundi sjálfum og spyrja hvað sé að frétta?
St. Patriks day er í dag og við hringdum til Írlands og heyrðum í Herdísi Reynisdóttur og spurðum hana út í stemninguna þar á bæ.
Við lásum um það í Morgunblaðinu í dag að Kartöfluuppskera síðasta árs nam rúmum 5.500 tonnum og hefur ekki verið minni í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1993. VIð ákváðum því að slá á þráðinn til Hjalta Egilssonar kartöflubónda á Seljavöllum.
Siggi kíkti í Sjoppuna Vöruhús á Akureyri.
Fréttir
Fréttir
Lögregla hefur fengið margar ábendingar frá almenningi sem tengjast rannsókn á manndrápi í síðustu viku. Sex eru í gæsluvarðhaldi.
Stuðningur ríkisins við Grindvíkinga breytist um mánaðamótin. Áfram er búist við að gosið geti á Sundhnúksgígaröðinni með litlum fyrirvara og hættumat er óbreytt. Truflun á mæli benti til þess að skjálftavirkni hefði færst austar en áður, en hún er áfram á sömu slóðum.
Dómsmálaráðherra segir enn stefnt á að byggja nýtt fangelsi á Litla Hrauni. Málið hafi tafist vegna tíðra ráðherraskipta og áherslu síðustu stjórnar á útlendingamál.
Samdráttur Bandaríkjastjórnar í þróunaraðstoð gæti dregið milljónir til dauða að mati framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Kosningar í rektorskjöri Háskóla Íslands hefjast í fyrramálið. Sjö eru í framboði og tæplega fimmtán þúsund á kjörskrá.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar andlát manns sem var saknað í Þorlákshöfn fyrir viku og fannst þungt haldinn í Reykjavík morguninn eftir. Grunur eru um manndráp, fjárkúgun og frelsissviptingu. Sex eru í gæsluvarðhaldi. Prófessor í afbrotafræði segir málið um margt óvenjulegt ekki síst sá miklu fjöldi sem tengist því.
Krafa Bandaríkjaforseta um aðgengi að auðlindum Úkraínu í skiptum fyrir hernaðaraðstoð hefur verið gagnrýnd víða um heim, en Bandaríkjunum hefur verið boðið að fjárfesta í ríkulegum auðlindum Lýðstjórnarlýðveldisins Kongós í skiptum fyrir aðstoð.
Umboðsmðaur Alþings gerði í fyrra athugasemdir við notkun og gerð lögreglustjörnunnar og minnti á að stjórnsýslan væri bundin af lögum - líka um lögreglustjörnur.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Að þessu sinni er það tónlistarkonan Sunna Margrét, sem hefur skapað sér einstakt rými á íslenskri og alþjóðlegri tónlistarsenu. Nýja platan hennar, Finger on Tongue, er hrífandi blanda af tilraunakenndu poppi og rafrænum áhrifum. Við ræðum plötuna, sköpunarferlið og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér í tónlistinni.