16:05
Síðdegisútvarpið
Guðmundur Felix í Frakklandi, sjoppan og staða ferðaþjónustunnar vegna tollastríðs
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Hann Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra er mætt á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­una í Bost­on í Banda­ríkj­un­um, Sea­food Expo North America 2025, sem hófst í gær. Við heyrðum í henni hljóðið og ræddum m.a. hvaða mögulegt tollastríð getur haft á útflutning á fiski til Bandaríkjanna. Einnig spurðum við hana hvort hún hefði áhggjur af stöðu ferðaþjónustunnar í ljósi aðstæðna vestanhafs.

Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sagt að viðvörunarbjöllur séu farnar að hringja í ferðaþjónustinni vegna tollastríðs Bandaríkjastjórnar. Jóhannes Þór kom til okkar.

Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur á árinu 2022 en þá hafði hann beðið lengi eftir að sú stund rynni upp. Eftir aðgerðina fengum við að fylgjast með bataferlinu, ýmsar aukaverkanir komu í ljós, á tímabili var hætta á að líkaminn myndi hafna nýju höndunum, sterk lyfjameðferð hafði mikil áhrif á daglegt líf Guðmundar en allt hafðist þetta að lokum. Við í Síðdegisútvarpinu ákváðum að heyra í Guðmundi sjálfum og spyrja hvað sé að frétta?

St. Patriks day er í dag og við hringdum til Írlands og heyrðum í Herdísi Reynisdóttur og spurðum hana út í stemninguna þar á bæ.

Við lásum um það í Morgunblaðinu í dag að Kart­öflu­upp­skera síðasta árs nam rúmum 5.500 tonn­um og hef­ur ekki verið minni í rúma þrjá ára­tugi, eða frá ár­inu 1993. VIð ákváðum því að slá á þráðinn til Hjalta Egilssonar kartöflubónda á Seljavöllum.

Siggi kíkti í Sjoppuna Vöruhús á Akureyri.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,