07:03
Morgunvaktin
Skammtímaleiga, Úkraína og Filippseyjar
MorgunvaktinMorgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Fyrir helgi kynntu stjórnvöld í samráðsgátt frumvarp sem er ætlað að takmarka umsvif í skammtímaleigu og koma fleiri íbúðum á almennan íbúðamarkað. Við ræddum um þessi áform og áhrif þeirra við Jónas Atla Gunnarsson, hagfræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Á morgun hyggjast Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti ræða saman um möguleikann á vopnahléi í Úkraínu. Rússar setja ýmis skilyrði fyrir því. Björn Malmquist fréttamaður er í Kyiv í Úkraínu og ræddi við okkur.

Við heyrðum svo þriðja pistilinn frá Sigyn Blöndal, sem er búsett í Manila, höfuðborg Fillipseyja. Sigyn sagði meðal annars frá þjóðareinkennum Filippseyinga.

Tónlist:

Egill Ólafsson - Bara rólegan æsing.

Egill Ólafsson - Lífið er undur.

Moses Hightower - Alltígóðulagi.

Tómas R. Einarsson - Lag 1 [Án titils].

Smokey Mountain - Better world.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,