Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Borgþór Arngrímsson fór yfir dönsku málin eftir Morgunfréttir. Við sögu kom kartöflumaðurinn, vörubílstjóri sem sturtaði 40 tonnum af kartöflum á Stórabeltisbrúna, og einnig var fjallað um breytt vöruval Dana; þeir kaupa nú minna af bandarískum vörum en áður.
Og svo er það kjör rektors Háskóla Íslands sem hófst í gær; kjörfundur stendur til fimm í dag. Sjö eru í kjöri; fimm íslenskir prófessorar og tveir erlendir.
Rúnar Vilhjálmsson prófessor og fyrrverandi formaður Félags prófessora talaði um kjörið og málefni háskólans.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Unnur Elísabet hefur verið skíthrædd í 40, hrædd við myrkirð, vindkviður og stundum eplabita. En nú er komið gott. Hún segir frá sýningunni Skíthrædd í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem hún fer yfir það sem hefur hamlað henni mest í lífinu.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í hverri viku bætast að meðaltali um 50-60 nýir bílar í umferðina á höfuðborgarsvæðinu og við ákváðum að forvitnast um Borgarlínuna í þættinum í dag. Framkvæmd Borgarlínunnar er skipt í 6 lotur og fyrsta lota nær frá Hamraborg í Kópavogi að Krossmýrartorgi í Reykjavík og áætlað er að hún verði fullbúin árið 2031. Atli Björn Levy tók við starfi forstöðumanns Verkefnastofu Borgarlínunnar fyrir nokkrum mánuðum. Hann er samgönguverkfræðingur og leiðir Borgarlínuverkefnið og hann kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir stöðuna.
Nú stendur yfir Tannverndarvikan og til okkar í dag kom Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir tannlæknir og fyrrverandi formaður Tannlæknafélagsins. Lögð er áhersla á rétta tannhirðu, tengsl munnheilsu og andlegrar vellíðunar, forvarnir gegn verkjum og sýkingum og fleira sem Jóhanna fræddi okkur um tannheilsu í þættinum.
Svo heyrðum við um verkefni á Suðurnesjum, þar sem er til dæmis kortlögð íþróttaiðkun barna með fötlun og aðgerðaráætlun með það fyrir augum að auka þáttöku þeirra og barna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þáttaka meðal einstaklinga með fötlun í skipulögðu íþróttastarfi er ekki nema 4% og sú prósenta er jafnvel enn lægri á Suðurnesjum. Sigurður Friðrik Gunnarsson og Petra Ruth Rúnarsdóttir, svæðisfulltrúar ÍSÍ og UMFÍ á Suðurnesjum, komu í þáttinn og sögðu okkur meira frá þessu.
Tónlist í þættinum í dag:
Kata rokkar / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Theódór Einarsson)
Waterloo Sunset / The Kinks (Ray Davies)
Líttu sérhvert sólarlag / Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson (Bragi Valdimar Skúlason)
Ástarsæla / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Hlið vítis opnast og Hamas fær að finna fyrir fullum mætti Ísraelshers verði öllum gíslum ekki sleppt tafarlaust, segir varnarmálaráðherra Ísraels. Hamas segist ekki standa í vegi fyrir áframhaldandi vopnahlésviðræðum.
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Það er þolinmæðisvinna að ná niður verðbólgu segir Seðlabankastjóri en það er að hafast.
Rússar réðust á orkuinnviði í Úkraínu í nótt, þrátt fyrir skipanir Rússlandsforseta um að hætta árásum. Forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna ræða vopnahlé í dag.
Það gengur ekkert betur að útrýma kynbundnu ofbeldi hér en annars staðar þótt konur séu í helstu valdastöðum sagði forseti Íslands á kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.
Meira en helmingur Grindvíkinga segir andlega heilsu sína verri en fyrir jarðhræringarnar við Grindavík sem hófust fyrir einu og hálfu ári. Samkvæmt nýrri könnun ætlar fjórðungur ekki að flytja til baka.
Norðurálslína eitt á Grundartanga er enn úti. Rafmagn fór af víða um land í gærkvöld eftir að eldur kviknaði í rafmagnsinntaki í álverinu. Álframleiðsla er hafin á ný.
Vegagerðin býst við að geta hafið viðgerðir á Þjóðvegi eitt um Austfirði á næstu dögum. Vegurinn er víða enn einbreiður og skemmdur eftir að ræsi skoluðust burt í vatnsveðri í byrjun febrúar.
Fjölnir varð í gærkvöld Íslandsmeistari í íshokkí kvenna. Fyrirliði Fjölnis sótti titilinn á heimaslóðir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Síðastliðna viku hefur allt logað í deilum innan Sósíalistaflokks Íslands. Deilurnar hverfast um stofnanda flokksins og formann framkvæmdastjórnar hans, Gunnar Smára Egilsson.
Nokkrir yngri meðlimir flokksins hafa stigið fram og gagnrýnt Gunnar Smára fyrir stjórnendastíl hans. Gunnar Smári boðaði til fundar í síðustu vegna þessarar gagnrýni og hefur gengið á með linnulausanum skeytasendingum í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum á milli deiluaðila síðan þá.
Gunnar Smári hefur vísað gagnrýninni á bug.
Fjallað er um þessar deilur í flokknum og tekin nokkur söguleg fordæmi um aðrar þekktar skærur í íslenskum stjórnmálaflokkum.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Atli Þór Kristinsson, sagnfræðinemi, var í vinnu, námi og stundaði félagslífið af krafti en eftir að hafa smitast af COVID-19 er hann óvinnufær. Sjúkdómur Atla Þórs heitir Long Covid og hann líkir honum við spennitreyju. Atli Þór segir okkur frá upplifun sinni af sjúkdómnum. Hann hefur í rannsóknum sínum kafað ofan í veruleika ungs fólks sem dvaldi á elliheimilum á síðustu öld, og segja má að hann hafi sjálfur fengið smjörþefinn af veruleika rannsóknarviðfanga sinna þegar hann innritaði sig á heilsustofnunina í Hveragerði, langtum yngri en aðrir sjúklingar.
Við fjöllum nánar um þennan sjúkdóm, Long Covid, sem hrjáir hátt í 3000 manns hér á landi. Hrönn Stefánsdóttir situr í stjórn ME-félagsins og er fulltrúi þess í vinnuhópi um Long Covid hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Evrópu. Samtökin stóðu um síðustu helgi fyrir herferð til að auka meðvitund um sjúkdóminn og þá sérstaklega á veruleika barna sem glíma við hann hér á landi.
Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Við ræðum plastmengun í lungum fugla.
Tónlist:
DIRE STRAITS - Walk Of Life.
VALDIMAR - Stimpla mig út.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Sigmar Þór Matthíasson, Lýra String Quartet, - Agitation.
Skúli Sverrisson - Instants.
Enrico Rava Quartet - La dolce vita = The sweet life.
O'Day, Anita - I've got the world on a string.
Armstrong, Louis and his Orchestra - If we never meet again.
Sigurður Flosason - Gengið á hljóðið.
Mikael Máni Ásmundsson - Birthday.
Karl Olgeirsson, Rakel Sif Sigurðardóttir - Hann gat ekki setið kyrr.
Halvorson, Mary - Ultramarine.
Salamon, Guy - Free hugs.
Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.
Leikin er tónlist eftir Jón Björnsson, frá Hafsteinsstöðum í Skagfirði, einnig tónlist sem hann stjórnar í flutningi Karlakórsins Heimis. Jón Björnsson fæddist 23. febrúar í Glaumbæ í Skagafirði en var bóndi á Hafsteinsstöðum frá 1939. Jón var söngstjóri Karlakórsins Heimis frá 1929, samdi töluvert af lögum sem hljóðrituð hafa verið í útvarpinu og var formaður skólanefndar í sínum hreppi, svo fátt eitt sé nefnt.
Lárus Pálsson, leikari, flytur ljóðið "Tíu barna móðir", eftir Oskar Hansen í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Píanóleikarinn Ólína Ákadóttir segist vera bæði forvitin og hvatvís. Þeir dýrmætu eiginleikar urðu til þess að hún ákvað að fara til Georgíu í skiptinám og dvelja þar í eitt ár, en hún stundar annars framhaldsnám í píanóleik við tónlistarháskólann í Osló. Georgía er um margt ólík Noregi, og Íslandi, og áherslurnar í tónlistarnáminu sömuleiðis. Víðsjá skoraði á Ólínu að mæta í stúdíó 12 og segja hlustendum ferðasöguna í tali og tónum. Hún rúllaði því verkefni upp með glans og afraksturinn er þáttur dagsins; svipmynd af tónlistarnema í Georgíu.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Fréttir
Fréttir
Ríkið tekur á þessu ári við málaflokki barna með fjölþættan vanda og hraðar byggingu hjúkrunarheimila með stuðningi við sveitarfélögin. Samkomulag um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var undirritað í dag.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, spurði á Alþingi í dag hvort ekki væri nauðsynlegt að rannsaka stjórnsýslu í tengslum við meðferðarúrræði barna.
Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti bindur vonir við að varanlegur friður komist á í landinu á þessu ári. Hann ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.
Og Bandaríkjamaður sem fannst kaldur og hrakinn í Loðmundarfirði í síðustu viku þakkar þykkri úlpu að hann náði að halda á sér hita í fjórar nætur undir berum himni.
Umsjón: Alexander Kristjánsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn fjallaði í gær ítarlega um meðferðarheimili fyrir börn sem til stóð að reisa í Garðabæ. Þar kom meðal annars fram að Barna- og fjölskyldustofa hefði gefist upp á biðinni og viljað að húsið yrði reist í Mosfellsbæ. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sem hefur mikla reynslu af þessum málum, segir umfjöllunina í gær hafa eiginlega staðfest tilfinningu sem hún hafi haft lengi. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana.
„Stríðið 'um frið fyrir Netanyahu' er byrjað,“ sagði Tamir Pardo, fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad á fjölmennum mótmælafundi í Tel Aviv í gær. Með þessu vísar Pardo í útbreidda skoðun pólitískra andstæðinga forsætisráðherrans Benjamíns Netanyahus, sem saka hann um að skeyta í engu um líf þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas, heldur hugsa bara um eigin pólitísku framtíð með því að rjúfa vopnahléið og hefja aftur mannskæðar loftárásir á Gaza. Pardo er ekki einn um þessa skoðun, eins og Ævar Örn Jósepsson fjallar um.
Í upphafi árs var gefinn út grásleppukvóti í fyrsta sinn. Lögin sem samþykkt voru í fyrra áttu að auka hagræði í greininni og tryggja öryggi sjómanna, en líka að koma í veg fyrir samþjöppun aflaheimilda á fárra hendur. Sjávarútvegurinn hefur enn ýmsar spurningar um framkvæmdina og hver hagnast á nýja kvótanum. Gréta Sigríður Einarsdóttir kannaði málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Sinfóníuhljómsveit vestur þýska útvarpsins flytur Píanókonsert númer 2 eftir Sergei Rachmaninov ásamt píanóleikaranuum Yunchan Lim.
Einnig frumflytur sama hljómsveit konsert fyrir hljómsveit eftir Wynton Marsalis.
Stjórnandi er Cristian Măcelaru.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Atli Þór Kristinsson, sagnfræðinemi, var í vinnu, námi og stundaði félagslífið af krafti en eftir að hafa smitast af COVID-19 er hann óvinnufær. Sjúkdómur Atla Þórs heitir Long Covid og hann líkir honum við spennitreyju. Atli Þór segir okkur frá upplifun sinni af sjúkdómnum. Hann hefur í rannsóknum sínum kafað ofan í veruleika ungs fólks sem dvaldi á elliheimilum á síðustu öld, og segja má að hann hafi sjálfur fengið smjörþefinn af veruleika rannsóknarviðfanga sinna þegar hann innritaði sig á heilsustofnunina í Hveragerði, langtum yngri en aðrir sjúklingar.
Við fjöllum nánar um þennan sjúkdóm, Long Covid, sem hrjáir hátt í 3000 manns hér á landi. Hrönn Stefánsdóttir situr í stjórn ME-félagsins og er fulltrúi þess í vinnuhópi um Long Covid hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Evrópu. Samtökin stóðu um síðustu helgi fyrir herferð til að auka meðvitund um sjúkdóminn og þá sérstaklega á veruleika barna sem glíma við hann hér á landi.
Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Við ræðum plastmengun í lungum fugla.
Tónlist:
DIRE STRAITS - Walk Of Life.
VALDIMAR - Stimpla mig út.

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Fimmtándi lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í hverri viku bætast að meðaltali um 50-60 nýir bílar í umferðina á höfuðborgarsvæðinu og við ákváðum að forvitnast um Borgarlínuna í þættinum í dag. Framkvæmd Borgarlínunnar er skipt í 6 lotur og fyrsta lota nær frá Hamraborg í Kópavogi að Krossmýrartorgi í Reykjavík og áætlað er að hún verði fullbúin árið 2031. Atli Björn Levy tók við starfi forstöðumanns Verkefnastofu Borgarlínunnar fyrir nokkrum mánuðum. Hann er samgönguverkfræðingur og leiðir Borgarlínuverkefnið og hann kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir stöðuna.
Nú stendur yfir Tannverndarvikan og til okkar í dag kom Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir tannlæknir og fyrrverandi formaður Tannlæknafélagsins. Lögð er áhersla á rétta tannhirðu, tengsl munnheilsu og andlegrar vellíðunar, forvarnir gegn verkjum og sýkingum og fleira sem Jóhanna fræddi okkur um tannheilsu í þættinum.
Svo heyrðum við um verkefni á Suðurnesjum, þar sem er til dæmis kortlögð íþróttaiðkun barna með fötlun og aðgerðaráætlun með það fyrir augum að auka þáttöku þeirra og barna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þáttaka meðal einstaklinga með fötlun í skipulögðu íþróttastarfi er ekki nema 4% og sú prósenta er jafnvel enn lægri á Suðurnesjum. Sigurður Friðrik Gunnarsson og Petra Ruth Rúnarsdóttir, svæðisfulltrúar ÍSÍ og UMFÍ á Suðurnesjum, komu í þáttinn og sögðu okkur meira frá þessu.
Tónlist í þættinum í dag:
Kata rokkar / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Theódór Einarsson)
Waterloo Sunset / The Kinks (Ray Davies)
Líttu sérhvert sólarlag / Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson (Bragi Valdimar Skúlason)
Ástarsæla / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Snjólaug Árnadóttir, dósent við lagadeild HR og sérfræðingur í þjóða- og hafrétti, ræðir við okkur í upphafi þáttar um nýsamþykktan viðurkenndan rétt Íslands að landgrunni og auðlindum Reykjaneshryggjar.
Tvær kjarnakonur segja okkur betur frá sínum störfum. Þetta eru þær Arndís Vilhjálmsdóttir og Þorbjörg Valgeirsdóttir sem sinna þjónustu við heimilislaust fólk í Reykjavík. Þær hafa báðar það hlutverk að sinna þjónustu „á vettvangi“.
Björn Berg Gunnarsson um fjármál heimilisins.
Erika Nótt Einarsdóttir 18 ára, bikarmeistari, Íslandsmeistari og Norðurlandameistari í hnefaleikum kíkir til okkar. Hún var að koma heim eftir þriggja mánaða æfingabúðir og Norðurlandamót þar sem hún hreppti silfur.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir stýrivaxtaákvörðun í dag. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, verður hjá okkur þegar tilkynningin berst og rýnir í ákvörðunina.
Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum stöðu Tesla, en í umfjöllun Financial Times í gær kom fram að skortsalar hefðu hagnast um 16,2 milljarða dala á undanförnum þremur mánuðum með því að veðja á lækkun hlutabréfaverðs Tesla, en markaðsvirði fyrirtækisins hefur hrunið um rúmlega 700 milljarða dala á sama tíma.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Nordarinn hans Hrafns, L-in tvö, Lenny Kravitz og Led Zeppelin, Bruce Willis 70ára, að fá lög á heilann, Adolescence og plata vikunnar!
Lagalisti þáttarins:
LAND OG SYNIR - Freistingar.
THE CRANBERRIES - Linger.
LENNY KRAVITZ - Again.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
LED ZEPPELIN - Stairway To Heaven.
Mumford and Sons - Rushmere.
Warren, Alex - Ordinary.
SINEAD O CONNOR - Mandinka.
THE BLACK KEYS - Tighten up.
HAFDIS HULD - Kónguló.
THE STROKES - 12:51.
HIPSUMHAPS - Á hnjánum.
Bjartmar og Bergrisarnir, Bjartmar Guðlaugsson - Ég svæli hann út.
ED SHEERAN - Thinking Out Loud.
Adele - Rolling In The Deep.
Nýdönsk - Raunheimar.
UGLY KID JOE - Cats In The Cradle.
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
Bill Withers - Who Is He (And What Is He to You)?.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Hermann Gunnarsson - Einn dans við mig.
Lumineers, The - Same Old Song.
BILLIE EILISH - Lunch.
FLEETWOOD MAC - Everywhere.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
THE SPECIALS - Ghost Town.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
JET BLACK JOE - My Time For You.
RADIOHEAD - No Surprises.
Geirfuglarnir - Tæknimál.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
Sunna Margrét - Come With Me.
SUEDE - Trash.
Retro Stefson - She Said.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Annalísa - Hvern andardrátt.
TODMOBILE - Eldlagið.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Faith No More - Evidence

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Hlið vítis opnast og Hamas fær að finna fyrir fullum mætti Ísraelshers verði öllum gíslum ekki sleppt tafarlaust, segir varnarmálaráðherra Ísraels. Hamas segist ekki standa í vegi fyrir áframhaldandi vopnahlésviðræðum.
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Það er þolinmæðisvinna að ná niður verðbólgu segir Seðlabankastjóri en það er að hafast.
Rússar réðust á orkuinnviði í Úkraínu í nótt, þrátt fyrir skipanir Rússlandsforseta um að hætta árásum. Forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna ræða vopnahlé í dag.
Það gengur ekkert betur að útrýma kynbundnu ofbeldi hér en annars staðar þótt konur séu í helstu valdastöðum sagði forseti Íslands á kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.
Meira en helmingur Grindvíkinga segir andlega heilsu sína verri en fyrir jarðhræringarnar við Grindavík sem hófust fyrir einu og hálfu ári. Samkvæmt nýrri könnun ætlar fjórðungur ekki að flytja til baka.
Norðurálslína eitt á Grundartanga er enn úti. Rafmagn fór af víða um land í gærkvöld eftir að eldur kviknaði í rafmagnsinntaki í álverinu. Álframleiðsla er hafin á ný.
Vegagerðin býst við að geta hafið viðgerðir á Þjóðvegi eitt um Austfirði á næstu dögum. Vegurinn er víða enn einbreiður og skemmdur eftir að ræsi skoluðust burt í vatnsveðri í byrjun febrúar.
Fjölnir varð í gærkvöld Íslandsmeistari í íshokkí kvenna. Fyrirliði Fjölnis sótti titilinn á heimaslóðir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Matti og Lovísa voru Popplandsverðir í þætti dagsins, allskonar tónlist að vanda, plata vikunnar á sínum stað, Finger on Tongue með Sunnu Margréti, póstkort og nýtt lag frá Ágústi og Blossa, þessar helstu tónlistarfréttir og almennt stuð.
JEFF WHO? - Barfly.
Foster The People - Pumped up kicks.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
Harvey Danger - Flagpole sitta.
Tinna Óðinsdóttir - Þrá.
GORILLAZ - Feel Good Inc..
Bryan Ferry - Slave To Love.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
Young, Lola - Messy.
Flobots - Handlebars.
Sunna Margrét - I, Here In Distance.
AL GREEN - Let's stay together.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
HOOBASTANK - The reason.
Baio - Sister of pearl.
Dacus, Lucy - Ankles.
Dasha - Austin.
FKA twigs - Childlike Things.
Beloved, The - Sweet harmony.
Fender, Sam - Arm's Length.
EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Don't bring me down.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
Teddy Swims - Lose Control.
Spacestation - Loftið.
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst.
VÆB - Róa.
KT TUNSTALL - Black Horses & The Cherry Tree.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
Ágúst Þór Brynjarsson - Bara ef þú vissir (Radio edit).
Katrín Myrra Þrastardóttir, Klara Einarsdóttir - VBMM?.
Klara Einarsdóttir - Bara ef þú vissir (Radio edit).
BLUR - The Narcissist.
Dare, The - Girls (Clean).
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Dean, Olivia - It Isn't Perfect But It Might Be.
Bridges, Leon - Laredo.
K.óla - Vinátta okkar er blóm.
RIHANNA and KANYE WESTand PAUL McCARTNEY - Four five seconds.
BJÖRK - Army Of Me.
Portishead - Glory Box.
Sunna Margrét - Figure.
THE WEEKND - Wake Me Up.
BLOSSI - Milli stjarnanna.
GDRN - Háspenna.
SOFT CELL - Tainted Love.
FONTAINES DC - It’s Amazing To be Young.
LED ZEPPELIN - Good Times Bad Times.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Bann við skipulagningu og þátttöku í gleðigöngu var samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í dag. Þingmenn Momentum-flokksins mótmæltu banninu með reyksprengjum. Við ræddum við Snærós Sindradóttur fjölmiðlakonu sem búsett er í Budapest og Helgu Haraldsdóttur formann Hinsegin daga.
Rússar gerðu atlögu að miðborg Kænugarðs með árásardrónum í gær. Friðrik Jónsson sendiherra Íslands í Póllandi og sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu er staddur í Kænugarði og hann var á línunni hjá okkur.
Virka nuddstútar í heitum pottum og hversu sniðugt er að beita þeim á krankleika ? Jóhann Pétur Jóhannsson, sjúkranuddari og varaformaður Sjúkranuddarafélags Íslands ræddi nuddstúta við okkur.
Síðdegisútvarpið kíkti á Kaffistofuna - Handverkskaffi á Akureyri og ræddi þar við Ármann Atla Eiríksson.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson stofnandi Niceair ræddi við okkur um flugsamgöngur á Akureyri og árlega fjárveitingu til Sóknaráætlunar landshluta en hann er ósáttur við að fjárveitingin sé aðeins 140 milljónir og segir hana þurfa að vera 100 sinnum hærri.
Fréttir
Fréttir
Ríkið tekur á þessu ári við málaflokki barna með fjölþættan vanda og hraðar byggingu hjúkrunarheimila með stuðningi við sveitarfélögin. Samkomulag um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var undirritað í dag.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, spurði á Alþingi í dag hvort ekki væri nauðsynlegt að rannsaka stjórnsýslu í tengslum við meðferðarúrræði barna.
Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti bindur vonir við að varanlegur friður komist á í landinu á þessu ári. Hann ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.
Og Bandaríkjamaður sem fannst kaldur og hrakinn í Loðmundarfirði í síðustu viku þakkar þykkri úlpu að hann náði að halda á sér hita í fjórar nætur undir berum himni.
Umsjón: Alexander Kristjánsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn fjallaði í gær ítarlega um meðferðarheimili fyrir börn sem til stóð að reisa í Garðabæ. Þar kom meðal annars fram að Barna- og fjölskyldustofa hefði gefist upp á biðinni og viljað að húsið yrði reist í Mosfellsbæ. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sem hefur mikla reynslu af þessum málum, segir umfjöllunina í gær hafa eiginlega staðfest tilfinningu sem hún hafi haft lengi. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana.
„Stríðið 'um frið fyrir Netanyahu' er byrjað,“ sagði Tamir Pardo, fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad á fjölmennum mótmælafundi í Tel Aviv í gær. Með þessu vísar Pardo í útbreidda skoðun pólitískra andstæðinga forsætisráðherrans Benjamíns Netanyahus, sem saka hann um að skeyta í engu um líf þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas, heldur hugsa bara um eigin pólitísku framtíð með því að rjúfa vopnahléið og hefja aftur mannskæðar loftárásir á Gaza. Pardo er ekki einn um þessa skoðun, eins og Ævar Örn Jósepsson fjallar um.
Í upphafi árs var gefinn út grásleppukvóti í fyrsta sinn. Lögin sem samþykkt voru í fyrra áttu að auka hagræði í greininni og tryggja öryggi sjómanna, en líka að koma í veg fyrir samþjöppun aflaheimilda á fárra hendur. Sjávarútvegurinn hefur enn ýmsar spurningar um framkvæmdina og hver hagnast á nýja kvótanum. Gréta Sigríður Einarsdóttir kannaði málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn


Umsjón: Andrea Jónsdóttir.