Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Fátt stendur í stjórnarskrá og lögum um hvernig standa beri að veitingu stjórnarmyndunarumboðs og stjórnarmyndunarviðræður. Sama er að segja um starfsstjórnir. Þetta byggir að miklu leyti á hefðum. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, spjallaði um efnið.
Þórhildur Ólafsdóttir í Úganda fjallaði um öryggisgæslu í höfuðborginni Kampala. Vopnaðir verðir eru víða um borgina, t.d. við verslanamiðstöðvar og skóla. Hún sagði líka frá tómataþjófnaði apa úr garðinum hennar.
Á dögum var belgíska ríkið dæmt til greiðslu skaðabóta fyrir glæpi gegn mannúð á nýlendutímanum í Kongó. Fimm konur, sem á unga aldri, voru teknar af mæðrum sínum og vistaðar á munaðarleysingjaheimili sóttu málið. Belgar eru skammt á veg komnir í uppgjöri á framgöngu sinni gagnvart fólki í nýlendum.
Tónlist:
Answer me, my love - Nat King Cole,
That's amore - Dean Martin,
Changing partners - Patti Page,
É d'oxum/lá aguibá oxum aurá olu adupé - Gal Costa,
A united earth 1 - Youssou - N´Dour.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
„Stöðug pressa um að gera allt hraðar hefur þau áhrif að við flýtum okkur í gegnum lífið í stað þess að lifa því í raun og veru. Ef þú gírar þig niður, stígur á bremsuna, nærðu yfirsýn og allt raðast á sinn stað. Þú tengir betur, skapar meira, einbeitir þér betur og afkastar meiru. Þú einfaldlega lifir meira og betur.“ þetta eru orð Carls Honoré, en Hæglætishreyfingin á Íslandi fær hann á næstunni til landsins til að flytja fyrirlestur um hugmyndafræði Hæglætishreyfingarinnar. Þóra Jónsdóttir, formaður hreyfingarinnar á Íslandi kom til okkar og sagði okkur meira frá hreyfingunni og þessum fyrirlestri Carl Honoré.
Jónatan Garðarsson kom svo til okkar í dag og hélt áfram að fræða okkur um sögu íslensks tónlistarfólks. Í þetta sinn fræddi hann okkur um Öddu Örnólfs, en hún söng inn á fjölmargar plötur á sjötta áratugnum, til dæmis lagið um Bellu símamær sem hefur fyrir löngu orðið sígilt. Hún fæddist árið 1935 á Suðureyri við Súgandafjörð en fluttist ung til Reykjavíkur og var uppgötvuð átján ára. Jónatan sagði okkur meira frá hennar söngferli og ævi í þættinum.
Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkortið berst frá Þýskalandi að þessu sinni. Í því segir frá jólamörkuðum sem eru forn þýsk hefð allt frá fjórtándu öld. Jólamarkaðurinn þykir ómissandi hluti af aðventunni og þar hafa myndast margar skemmtilegar hefðir i gegnum aldirnar og hefur hver borg sinn sérstaka stíl. En það sem er sameginlegt með þeim öllum er hefðbundin matur og drykkur, kökur, sætabrauð og jólaglögg, eða Gluhwein eins og þjóðverjar kalla það. Einnig er fjallað um jólatónlist sem hefur breyst mikið í áranna rás.
Tónlist í þættinum:
Senn koma jólin / Sigríður Beinteinsdóttir (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, texti Kristlaug María Sigurðardóttir)
Hátíðarfiðringur/Pálmi Sigurhjartarsson og Unnur Birna Bassadóttir(Pálmi Sigurhjartarsson -Herdís Anna Þorvaldsdóttir )
Kom þú til mín / Adda Örnólfs og Hljómsveit Carls Bilich (Kristinn Magnússon, texti Jón Ingiberg Bjarnason)
Bella símamær / Adda Örnólfs (lagahöfundur ókunnur, texti Guðmundur Guðmundarson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Íslands hittir í dag formenn flokkanna sex sem náðu kjöri á Alþingi. Formennirnir mæta til Bessastaða í röð eftir kjörfylgi. Formaður Viðreisnar lagði til að formaður Samfylkingarinnar fengi umboð til stjórnarmyndunar og vonar að hægt verði að taka fyrstu skref í átt að stjórnarmyndun í dag.
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna telur að vinstri flokkarnir sem ekki náðu brautargengi í nýafstöðnum kosningum ættu að íhuga að sameinast og ná þannig sex manna þingflokki.
Það er full ástæða til að skoða hvort lækka eigi þröskuld fyrir jöfnunarþingsæti að mati stjórnmálafræðings. Ekki er útlit fyrir að margir kjósendur hafi kosið taktískt á laugardag.
Aukin harka færist í mótmæli gegn ríkisstjórn Georgíu. Ástandið í landinu minnir um margt á aðdraganda rósabyltingarinnar árið 2003.
Bandaríkjaforseti hefur náðað son sinn, sem átti yfir höfði sér refsingu fyrir sakamál tengd skattsvikum og skotvopnakaupum.
Varasöm klakastífla hefur myndast í Ölfusá nærri Selfossi. Fólk í nágrenni við ána er beðið um að vera á varðbergi og lögreglan fylgist grannt með þróuninni.
Íslenska kvennalandsliðið vann sögulegan sigur í gær á EM í handbolta.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Enginn á að vera hryggur um jólin, segir í auglýsingaherferð Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Fulltrúar samtakanna segja velferð svína lúti í lægra haldi fyrir hagkvæmnissjónarmiðum ræktenda. Við ræðum við Rósu Líf Darradóttur hjá samtökunum, Þóru Jóhönnu Jónasdóttur yfirdýralækni Mast og svínaræktandann Ingva Stefánsson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Hláturinn lengir lífið. Þorsteinn Bachmann, leikari og leikstjóri ætlar að ræða við okkur um húmor og hlátur - sem er eitt hans skærasta leiðarljós í lífinu.
Vísindamenn undirbúa nú leit að flutningaskipinu Höfðaskipi sem sökk árið 1682 með miðaldahandrit og merka muni innbyrðis. Neðansjávarrannsóknum hefur fleygt fram á undanförnum árum - og því er ekki talið ólíklegt að skipið finnist, við Langanes. Við ræðum við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor við deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands, hún stýrir rannsókn um Höfðaskip sem unnin er í samstarfi við Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum.
Í desember 1924, fyrir hundrað árum síðan, var Rauði krossinn á Íslandi stofnaður. Þessu stórafmæli verður fagnað, meðal annars með útgáfu bókar um 100 ára sögu rauða krossins. Við fáum við til okkar Guðjón Friðriksson, höfund bókarinnar, og Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóra hjá Rauða krossinum og ræðum aðeins þessi tímamót.
Tónlist:
LUIZ GONZAGA - O Fole Rancou.
pale moon - Dopamine.
Bon Iver - S P E Y S I DE.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Varðveisla báta og bátasmíðaiðnarinnar er eitt af aðalsmerkjum Byggðasafns Vestfjarða. Safnið á nokkra báta og allt upp í eikarskipið Maríu Júlíu sem var fyrsta björgunarskip Vestfirðinga og þjónaði líka sem varðskip, meðal annars í fyrsta þorskastríðinu við Breta. María Júlía bíður þess nú að verða gerð upp í sem næst upprunalegri mynd svo hún megi þjóna sem skemmtiferðaskip við Vestfirði og fljótandi safngripur í leiðinni. Og fleiri bátar eru á ýmsum stigum viðgerðar og endursmíði hjá safninu, meðal annars trillan Jóhanna sem var rómað sjóskip og þykir einstaklega falleg. Við heyrum í Magnúsi Alfreðssyni sem vinnur við að endursmíða Jóhönnu en fyrst segja þeir Jón Sigurpálsson safnstjóri og Björn Baldursson safnvörður frá húsum Byggðasafnsins í Neðstakaupstað, bátunum sem safnið á, slippnum og varðveislu hans en einnig er farið um borð í Maríu Júlíu til að heyra um sögu hennar og áform safnsins með hana.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari kom í heiminn árið 1966 í Keflavík. Hann fékk sína fyrstu almennilegu myndavél í fermingargjöf og var farinn að skrifa fréttir fyrir Morgunblaðið 15 ára gamall. Stuttu síðar hófst ferill Einars Fals við blaðið sem átti eftir að spanna 40 ár, sem blaðamaður, ljósmyndari og síðar myndstjóri.
Meðfram störfum sínum á Morgunblaðinu hefur Einar Falur gefið út ljósmyndabækur og haldið sýningar hér heima og erlendis. Hann segir þó oft hafa verið snúið að reyna að vinna í frumsköpun meðfram dagvinnu, en að listamannalaun hafi gert honum kleift að fara úr dagvinnu um tíma og hella sér af krafti í sköpunina. Hann segir hraðann í fjölmiðlum hafa ýtt sér út í hæg verkefni, þar sem hann nær að dvelja um stund og vinna mikla grunnvinnu og skapa einskonar handrit utan um viðfangsefnið. Meira um það í Svipmynd dagsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við hittum veðurfræðing úti í góða veðrinu, eða ágæta veðrinu. Hún heitir Katrín Agla og hún leikur sér að því að finna plötur sem passa við veðrið þegar hún er á vakt á Veðurstofunni.
Ókei, okay, ok, O.K. ókídókí, allt í kei. Ókei hefur verið hluti af íslenskri tungu í einhver 90 ár. Þetta slangur úr ensku á sér dularfullan og óljósan uppruna. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, hefur í hálfa öld grafið upp ótal kenningar um uppruna þessa þekktasta orðatiltækis í heimi. Við heyrum í Sigurði og veltum fyrir okkur hvaðan ókei kemur.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Kristrún Frostadóttir segir að fyrsti dagur stjórnarmyndunarviðræðna hafi gengið vel. Hún fundaði í dag með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Meðal þess sem var rætt voru Evrópumál og efnahagsmál. Vegfarendum í Austurveri líst vel á að þrjár konur leiði stjórnarmyndun þó einhverjir séu í vafa um að þeim takist að mynda stjórn.
Tvær vikur eru frá því eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni, land er ekki tekið að rísa við Svartsengi.
Framkvæmdastjóri bandarísks tryggingafyrirtækis var myrtur fyrir utan hótel í New York í Bandaríkjunum í morgun. Árásarmannsins er leitað um alla borgina.
Konfektið gæti orðið dýrt þessi jólin. Verð á sælgæti frá Nóa Síríus hefur hækkað um yfir tuttugu prósent á milli ára.
ÁTVR er ekki heimilt að velja og hafna vörum eftir því hversu mikið fyrirtækið hagnast á sölu þeirra, samkvæmt dómi hæstaréttar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásta Hlín Magnúsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þrjár þingkonur stjórnarandstöðunnar segja það ekki hafa komið á óvart að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins skyldu hefja samtal um myndun ríkisstjórnar. Þingkona Framsóknarflokksins vonar að þeim takist ætlunarverkið en þingkonur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks telja aðra möguleika í stöðunni. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Ingibjörgu Isaksen, Diljá Mist Einarsdóttur og Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur.
Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, lýsti yfir herlögum í landinu seint á þriðjudagskvöld - en neyddist til að afnema þau sex klukkustundum síðar, þegar í ljós kom að hann hafði lítinn sem engan stuðning á þinginu, ekki einu sinni í sínum eigin flokki. Þúsundir kalla nú eftir afsögn forsetans og stjórnarandstaðan hyggst kæra hann og fleiri til embættismissis - og fyrir tilraun til uppreisnar. Ævar Örn Jósepsson kannaði málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Mangússon
Skemmtilegir þættir fyrir börn og fullorðna um barnamenningu af ýmsum toga. Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Í þættinum í dag kynnumst við skemmtilega rithöfundnum Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, en hún hefur skrifað fjöldan allan af bókum fyrir börn á öllum aldri. Meðal bóka eru: Kennarinn sem hvarf sporlaust, Lang- elstur að eilífu, Hauslausi húsvörðurinn og Vinur minn, vindurinn. En Bergrún Íris er ekki bara rithöfundur, hún er líka myndhöfundur og hefur myndlýst fjölda bóka, bæði sínum eigin og eftir aðra. Við fáum Bergrúnu til okkar í spjall í dag, en hún hefur nóg á sinni könnu um þessar mundir, hún er að skrifa nýja bók og svo er verið að sýna leiksýningu í Gaflaraleikhúsinu eftir bókunum hennar Lang- elstur að eilífu. Með Bergrúnu kemur sonur hennar, hann Hrannar, sem er sérlegur ráðgjafi Bergrúnar og hefur lesið allar bækurnar hennar.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Vilhjálmur Tell eftir Gioacchino Rossini, fyrri hluti.
Hljóðritun frá sýningu Ríkisóperunnar í Vín, 16. mars. sl.
Í aðalhlutverkum:
Vilhjálmur Tell: Roberto Frontali.
Arnold: John Osborn.
Matthildur: Lisette Oropesa.
Kór, barnakór og hljómsveit Ríkisóperunnar í Vín;
Bertrand de Billy stjórnar.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Seinni hluti óperunnar verður á dagskrá annað kvöld.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Hláturinn lengir lífið. Þorsteinn Bachmann, leikari og leikstjóri ætlar að ræða við okkur um húmor og hlátur - sem er eitt hans skærasta leiðarljós í lífinu.
Vísindamenn undirbúa nú leit að flutningaskipinu Höfðaskipi sem sökk árið 1682 með miðaldahandrit og merka muni innbyrðis. Neðansjávarrannsóknum hefur fleygt fram á undanförnum árum - og því er ekki talið ólíklegt að skipið finnist, við Langanes. Við ræðum við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor við deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands, hún stýrir rannsókn um Höfðaskip sem unnin er í samstarfi við Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum.
Í desember 1924, fyrir hundrað árum síðan, var Rauði krossinn á Íslandi stofnaður. Þessu stórafmæli verður fagnað, meðal annars með útgáfu bókar um 100 ára sögu rauða krossins. Við fáum við til okkar Guðjón Friðriksson, höfund bókarinnar, og Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóra hjá Rauða krossinum og ræðum aðeins þessi tímamót.
Tónlist:
LUIZ GONZAGA - O Fole Rancou.
pale moon - Dopamine.
Bon Iver - S P E Y S I DE.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
„Stöðug pressa um að gera allt hraðar hefur þau áhrif að við flýtum okkur í gegnum lífið í stað þess að lifa því í raun og veru. Ef þú gírar þig niður, stígur á bremsuna, nærðu yfirsýn og allt raðast á sinn stað. Þú tengir betur, skapar meira, einbeitir þér betur og afkastar meiru. Þú einfaldlega lifir meira og betur.“ þetta eru orð Carls Honoré, en Hæglætishreyfingin á Íslandi fær hann á næstunni til landsins til að flytja fyrirlestur um hugmyndafræði Hæglætishreyfingarinnar. Þóra Jónsdóttir, formaður hreyfingarinnar á Íslandi kom til okkar og sagði okkur meira frá hreyfingunni og þessum fyrirlestri Carl Honoré.
Jónatan Garðarsson kom svo til okkar í dag og hélt áfram að fræða okkur um sögu íslensks tónlistarfólks. Í þetta sinn fræddi hann okkur um Öddu Örnólfs, en hún söng inn á fjölmargar plötur á sjötta áratugnum, til dæmis lagið um Bellu símamær sem hefur fyrir löngu orðið sígilt. Hún fæddist árið 1935 á Suðureyri við Súgandafjörð en fluttist ung til Reykjavíkur og var uppgötvuð átján ára. Jónatan sagði okkur meira frá hennar söngferli og ævi í þættinum.
Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkortið berst frá Þýskalandi að þessu sinni. Í því segir frá jólamörkuðum sem eru forn þýsk hefð allt frá fjórtándu öld. Jólamarkaðurinn þykir ómissandi hluti af aðventunni og þar hafa myndast margar skemmtilegar hefðir i gegnum aldirnar og hefur hver borg sinn sérstaka stíl. En það sem er sameginlegt með þeim öllum er hefðbundin matur og drykkur, kökur, sætabrauð og jólaglögg, eða Gluhwein eins og þjóðverjar kalla það. Einnig er fjallað um jólatónlist sem hefur breyst mikið í áranna rás.
Tónlist í þættinum:
Senn koma jólin / Sigríður Beinteinsdóttir (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, texti Kristlaug María Sigurðardóttir)
Hátíðarfiðringur/Pálmi Sigurhjartarsson og Unnur Birna Bassadóttir(Pálmi Sigurhjartarsson -Herdís Anna Þorvaldsdóttir )
Kom þú til mín / Adda Örnólfs og Hljómsveit Carls Bilich (Kristinn Magnússon, texti Jón Ingiberg Bjarnason)
Bella símamær / Adda Örnólfs (lagahöfundur ókunnur, texti Guðmundur Guðmundarson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við hittum veðurfræðing úti í góða veðrinu, eða ágæta veðrinu. Hún heitir Katrín Agla og hún leikur sér að því að finna plötur sem passa við veðrið þegar hún er á vakt á Veðurstofunni.
Ókei, okay, ok, O.K. ókídókí, allt í kei. Ókei hefur verið hluti af íslenskri tungu í einhver 90 ár. Þetta slangur úr ensku á sér dularfullan og óljósan uppruna. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, hefur í hálfa öld grafið upp ótal kenningar um uppruna þessa þekktasta orðatiltækis í heimi. Við heyrum í Sigurði og veltum fyrir okkur hvaðan ókei kemur.
Útvarpsfréttir.
Þorsteinn Jóhannsson loftgæðasérfræðingur hjá umhverfisstofnun ræðir við okkur um gasmengun og svifryk.
Mikið var um harða árekstra í hálkunni í gær. Við ræðum færðina og búnað bíla við Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mætir til okkar eins og alltaf annan hvern miðvikudag, og ræðir fjármál og heimilisbókhaldið, í þetta skiptið val á lífeyrissjóði.
Nichole Leigh Mosty hjá hæfnisetri ferðaþjónustunnar ræðir um notkun íslensku í ferðaþjónustu og inngildingu, og nýjar nálganir í þeim málum.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu þegar við ræðum efnahagsmálin og stjórnmálin.
Mikið hefur verið deilt um listamannalaun síðustu sólarhringja eftir að í ljós kom að fjöldi þekktra rithöfunda fái ekki ritlaun á næsta ári í fyrsta skipti í langan tíma, og það þrátt fyrir ný lög þar sem úthlutuðum mánuðum var fjölgað. Við ræðum þessi mál við Margréti Tryggvadóttur, formann Rithöfundasambands Íslands.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Kántrý-rapp, Plata vikunnar, Jólalagakeppni Rásar 2 og illa innrætt Sveppaútgáfa.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-04
SNIGLABANDIÐ - Korter í jól.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
ALANIS MORISSETTE - Thank U.
ECHO AND THE BUNNYMEN - Bring On The Dancing Horses.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
Shaboozey - A Bar Song (Tipsy).
J-Kwon - Tipsy (radio mix).
KK & ELLEN - Jólasnjór.
SINEAD O'CONNOR - Three babies.
CHRIS REA - Driving Home For Christmas.
PEGGY GOU - (It Goes Like) Nanana.
Malen - Anywhere.
Bríet, GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Veðrið er herfilegt (ásamt Bríeti).
SUPERTRAMP - Child Of Vision.
SUNDAYS - Here's Where the Story Ends.
Kjalar - Stúfur.
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Nazareth - This flight tonight.
HEART - Barracuda.
Polachek, Caroline - Long Road Home.
JUSTIN BIEBER - Love Yourself.
THE BEATLES - Strawberry fields forever.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
BERGSVEINN ARILÍUSSON - Þar Sem Jólin Bíða Þín.
SÚPER ÚLTÍMET BRÓS, Fríða Hansen - Jólageit.
BLUR - Girls And Boys.
BLACK GRAPE - Marbles.
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
Dr. Dre, Alus, Snoop Dogg - Outta Da Blue (Clean).
COLDPLAY - Something just like this (ft. The Chainsmokers).
US3 - Cantaloop (Radio edit).
Guðrún Árný Karlsdóttir - Frá ljósanna hásal.
Castillon, Adèle - À la folie.
Hatari - Breadcrumbs.
Streisand, Barbra, Summer, Donna - No more tears (Enough is Enough).
Hjálmar - Vor.
Árný Margrét - I miss you, I do.
PLACEBO - Pure morning.
GDRN - Hvað er ástin.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forystumenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar verjast allra frétta af viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Miðað við reynslu undanfarinn áratug er ólíklegt að búið verði að mynda stjórn fyrir jól.
Seðlabankinn er farinn að horfa til þess að rýmka skilyrði fyrir fasteignakaupum en ekki kemur til greina að flýta næstu stýrivaxtaákvörðun, segir seðlabankastjóri.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir að rekstur borgarinnar byggist á sölu eigna. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar til tvöþúsund tuttugu og níu var samþykkt í gærkvöld.
Þingmenn í Suður-Kóreu undirbúa kæru á hendur forseta landsins til embættismissis. Forsetinn vakti bæði reiði og furðu þegar hann lýsti óvænt yfir herlögum í gær.
Skrifað var undir samstarfsyfirlýsingu í hádeginu vegna barna í viðkvæmri stöðu í Reykjavík. Þetta er liður í því að stemma stigu við auknu ofbeldi meðal barna.
Hitamet féllu víða á landinu í nóvember. Hiti fór í tæplega 24 stig í Öræfum.
Sveitarstjórnirnar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra skoða kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin. Þau eiga ýmis sameiginleg hagsmunamál eru því af mörgum talin sterkari sem ein heild.
Ísland er úr leik á Evrópumóti kvenna í handbolta en framtíðin er björt.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa Popplandsverðir í þætti dagsins eins og vant er. 100 bestu lög ársins samkvæmt tónlistartímaritinu Rolling Stone krufin, allskonar nýtt íslenskt efni, nýtt jóla, póstkort, jólalagakeppni Rásar 2 og plata vikunnar á sínum stað.
Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Nú mega jólin koma fyrir mér.
Teddy Swims - Lose Control.
CHAKA KHAN - I'm every woman.
Ashford and Simpson - Solid.
MARVIN GAYE & TAMMI TERRELL - Ain't No Mountain High Enough.
Marlena Shaw - California Soul.
Mars, Bruno, Rosé - APT..
Bridges, Leon - Peaceful Place.
SARAH MCLACHLAN - River.
CROSBY, STILLS, NASH & YOUNG - Our House.
Bubbi Morthens - Settu það á mig.
Bogomil Font, Kristjana Stefánsdóttir, Rebekka Blöndal - Hæ jólasveinn.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Guðrún Árný Karlsdóttir - Það eru að koma jól.
HJÁLMAR - Gakktu alla leið.
Lúpína - Jólalag lúpínu.
Björn Jörundur Friðbjörnsson, Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Bryan, Zach - This World's A Giant.
Bríet - Takk fyrir allt.
Addison Rae - Diet Pepsi.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
HVANNDALSBRÆÐUR OG ANDREA GYLFADÓTTIR - Jólafrekjan.
FELDBERG - Dreamin'.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
Shaboozey - A Bar Song (Tipsy).
Lamar, Kendrick - Not Like Us.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Hildur - Draumar.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Svo Koma Jólin.
Charley Crockett- Solitary Road.
Imagine Dragons - Whatever it takes.
Þesal - Blankur um jólin.
Izleifur - Plástur.
MICHAEL BUBLE - The Christmas Song.
STEVIE WONDER - Sir Duke.
BROTHER GRASS - Jól.
TEDDY SWIMS - The Door.
GUÐRÚN ÁRNÝ - Gömlu jólin.
LAUFEY - Santa Baby.
GDRN, MAGNÚS JÓHANN & KK - Það sem jólin snúast um.
Fjármálaáætlun borgarinnar til 2029 var samþykkt í gærkvöld. Gert er ráð fyrir að A-hluti borgarsjóðs verði rekinn með 1,3 milljarða króna afgangi í ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem að rekstrarafgangur borgarinnar sem boðaður er í nýsamþykktri fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sé tilkominn vegna eignasölu. Borgarstjóri segir stíft aðhald og agaða fjármálastjórn skýra viðsnúninginn í rekstrinum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kom til okkar.
Nokkur umræða hefur verið síðustu daga um óprúttna aðila sem hafa reynt og stundum tekist að svíkja fólk sem hefur pantað vörur á netinu. Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar var i viðtali hér á ruv í gær þar sem hann sagði sögu sína en hann tapaði nokkur hundruð þúsund krónum á slíkum viðskiptum. Heiðrún Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu hún kom til okkar og leiðbeindi okkur hvað ber að varast í þessum efnum.
Kamilla Einarsdóttir rithöfundur kom til okkar en á eftir verður skemmtilegur viðburður í bókabúð Sölku, svokallað bókabarsvar.
Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til að taka þátt í viðskiptahraðli Klaks, Startup SuperNova 2024. Markmið hraðalsins er að hraða framgangi sprotafyrirtækisins og að
það sé fjárfestingarhæft þegar hraðli lýkur. Eitt af þessum fyrirtækjum nefnist FairGame en um er að ræða hugbúnaðarlausn fyrir íþróttamót barna og unglinga. Með notkun gervigreindar er upplifun ungmenna í fyrirrúmi. Leikjum er raðað þannig að jafningjar mætist, á grundvelli raunverulegs styrkleika liða.
Jóhannes Ólafur Jóhannesson er höfundur Fair Game og hann kom í Síðdegisútvarpið og sagði okkur betur frá.
Atli Fannar Bjarkason mætti til okkar eins og alltaf á miðvikudögum með MEME vikunnar.
Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri í Blóðbankanum var síðan á línunni en við forvitnuðumst um stöðuna þar á bæ.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Kristrún Frostadóttir segir að fyrsti dagur stjórnarmyndunarviðræðna hafi gengið vel. Hún fundaði í dag með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Meðal þess sem var rætt voru Evrópumál og efnahagsmál. Vegfarendum í Austurveri líst vel á að þrjár konur leiði stjórnarmyndun þó einhverjir séu í vafa um að þeim takist að mynda stjórn.
Tvær vikur eru frá því eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni, land er ekki tekið að rísa við Svartsengi.
Framkvæmdastjóri bandarísks tryggingafyrirtækis var myrtur fyrir utan hótel í New York í Bandaríkjunum í morgun. Árásarmannsins er leitað um alla borgina.
Konfektið gæti orðið dýrt þessi jólin. Verð á sælgæti frá Nóa Síríus hefur hækkað um yfir tuttugu prósent á milli ára.
ÁTVR er ekki heimilt að velja og hafna vörum eftir því hversu mikið fyrirtækið hagnast á sölu þeirra, samkvæmt dómi hæstaréttar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásta Hlín Magnúsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þrjár þingkonur stjórnarandstöðunnar segja það ekki hafa komið á óvart að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins skyldu hefja samtal um myndun ríkisstjórnar. Þingkona Framsóknarflokksins vonar að þeim takist ætlunarverkið en þingkonur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks telja aðra möguleika í stöðunni. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Ingibjörgu Isaksen, Diljá Mist Einarsdóttur og Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur.
Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, lýsti yfir herlögum í landinu seint á þriðjudagskvöld - en neyddist til að afnema þau sex klukkustundum síðar, þegar í ljós kom að hann hafði lítinn sem engan stuðning á þinginu, ekki einu sinni í sínum eigin flokki. Þúsundir kalla nú eftir afsögn forsetans og stjórnarandstaðan hyggst kæra hann og fleiri til embættismissis - og fyrir tilraun til uppreisnar. Ævar Örn Jósepsson kannaði málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Mangússon
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.