13:00
Samfélagið
Húmor er dauðans alvara, Höfðaskips leitað við Langanes, 100 ár Rauða krossins á Íslandi
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Hláturinn lengir lífið. Þorsteinn Bachmann, leikari og leikstjóri ætlar að ræða við okkur um húmor og hlátur - sem er eitt hans skærasta leiðarljós í lífinu.

Vísindamenn undirbúa nú leit að flutningaskipinu Höfðaskipi sem sökk árið 1682 með miðaldahandrit og merka muni innbyrðis. Neðansjávarrannsóknum hefur fleygt fram á undanförnum árum - og því er ekki talið ólíklegt að skipið finnist, við Langanes. Við ræðum við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor við deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands, hún stýrir rannsókn um Höfðaskip sem unnin er í samstarfi við Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum.

Í desember 1924, fyrir hundrað árum síðan, var Rauði krossinn á Íslandi stofnaður. Þessu stórafmæli verður fagnað, meðal annars með útgáfu bókar um 100 ára sögu rauða krossins. Við fáum við til okkar Guðjón Friðriksson, höfund bókarinnar, og Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóra hjá Rauða krossinum og ræðum aðeins þessi tímamót.

Tónlist:

LUIZ GONZAGA - O Fole Rancou.

pale moon - Dopamine.

Bon Iver - S P E Y S I DE.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,