18:10
Spegillinn
Þingmenn B, D og M um viðræður C, S og F, skammlíf herlög í Suður-Kóreu
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þrjár þingkonur stjórnarandstöðunnar segja það ekki hafa komið á óvart að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins skyldu hefja samtal um myndun ríkisstjórnar. Þingkona Framsóknarflokksins vonar að þeim takist ætlunarverkið en þingkonur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks telja aðra möguleika í stöðunni. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Ingibjörgu Isaksen, Diljá Mist Einarsdóttur og Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur.

Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, lýsti yfir herlögum í landinu seint á þriðjudagskvöld - en neyddist til að afnema þau sex klukkustundum síðar, þegar í ljós kom að hann hafði lítinn sem engan stuðning á þinginu, ekki einu sinni í sínum eigin flokki. Þúsundir kalla nú eftir afsögn forsetans og stjórnarandstaðan hyggst kæra hann og fleiri til embættismissis - og fyrir tilraun til uppreisnar. Ævar Örn Jósepsson kannaði málið.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Mangússon

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,