12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 4. desember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Forystumenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar verjast allra frétta af viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Miðað við reynslu undanfarinn áratug er ólíklegt að búið verði að mynda stjórn fyrir jól.

Seðlabankinn er farinn að horfa til þess að rýmka skilyrði fyrir fasteignakaupum en ekki kemur til greina að flýta næstu stýrivaxtaákvörðun, segir seðlabankastjóri.

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir að rekstur borgarinnar byggist á sölu eigna. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar til tvöþúsund tuttugu og níu var samþykkt í gærkvöld.

Þingmenn í Suður-Kóreu undirbúa kæru á hendur forseta landsins til embættismissis. Forsetinn vakti bæði reiði og furðu þegar hann lýsti óvænt yfir herlögum í gær.

Skrifað var undir samstarfsyfirlýsingu í hádeginu vegna barna í viðkvæmri stöðu í Reykjavík. Þetta er liður í því að stemma stigu við auknu ofbeldi meðal barna.

Hitamet féllu víða á landinu í nóvember. Hiti fór í tæplega 24 stig í Öræfum.

Sveitarstjórnirnar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra skoða kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin. Þau eiga ýmis sameiginleg hagsmunamál eru því af mörgum talin sterkari sem ein heild.

Ísland er úr leik á Evrópumóti kvenna í handbolta en framtíðin er björt.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,