16:05
Víðsjá
Einar Falur Ingólfsson / Svipmynd
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari kom í heiminn árið 1966 í Keflavík. Hann fékk sína fyrstu almennilegu myndavél í fermingargjöf og var farinn að skrifa fréttir fyrir Morgunblaðið 15 ára gamall. Stuttu síðar hófst ferill Einars Fals við blaðið sem átti eftir að spanna 40 ár, sem blaðamaður, ljósmyndari og síðar myndstjóri.

Meðfram störfum sínum á Morgunblaðinu hefur Einar Falur gefið út ljósmyndabækur og haldið sýningar hér heima og erlendis. Hann segir þó oft hafa verið snúið að reyna að vinna í frumsköpun meðfram dagvinnu, en að listamannalaun hafi gert honum kleift að fara úr dagvinnu um tíma og hella sér af krafti í sköpunina. Hann segir hraðann í fjölmiðlum hafa ýtt sér út í hæg verkefni, þar sem hann nær að dvelja um stund og vinna mikla grunnvinnu og skapa einskonar handrit utan um viðfangsefnið. Meira um það í Svipmynd dagsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,