16:05
Bara bækur
Bókaárið 2024, endurútgefinn Gyrðir og lestrarpallborð
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Í þessum fyrsta þætti ársins verðum við í notalegum gír og við ætlum að ræða við nokkra lesendur um þetta ævaforna áhugamál og ástríðu - að lesa. Hingað í hljóðstofu í lok þáttar koma þau Guðlaug Guðmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Þórhallur Runólfsson og ræða um sinn eigin lestur, áhugaverðar bækur og hvernig þetta allt er að þróast. Í byrjun þáttar ætlum við að renna stuttlega yfir bókaárið 2024 og glugga í tvær nýendurútgefnar bækur eftir Gyrði Elíasson og upplestur hans úr þeim.

Viðmælendur: Guðlaug Guðmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Þórhallur Runólfsson

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,