Vigdís bak við tjöldin

Þriðji þáttur

Leikkonan Elín Hall og leikstjórinn Björn Hlynur Haraldsson segja hlustendum frá því hvernig þau nálguðust erfiðar og átakanlegar senur í leiknu þáttaröðinni Vigdís. Við fáum líka innsýn í búningahönnun þáttanna en búningahöfundurinn Helga I. Stefánsdóttir leiðir okkur í gegnum sína vinnu sem felur ekki einungis í sér velja réttan klæðnað á Vigdísi og aðrar lykilpersónur heldur líka skapa bakgrunn og sögu hundruð aukaleikara með réttum fatnaði. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir og leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir segja okkur líka frá sinni nálgun verkefninu en Tinna leikstýrir Nínu Dögg Filippusdóttur í hlutverki sínu sem Vigdís Finnbogadóttir.

Frumflutt

8. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Vigdís bak við tjöldin

Vigdís bak við tjöldin

Leikna sjónvarpsþáttaröðin um Vigdísi Finnbogadóttur hefur verið í þróun í yfir tíu ár enda vandasamt verk koma uppvexti og mótunaröflum fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims í handritaform. Hvaða áskoranir fylgja því túlka Vigdísi Finnbogadóttur, konuna sem braut blað í heimssögunni, og hvernig er hægt endurskapa veröldina sem blasti við íslensku þjóðinni á fimmta til áttunda áratug síðustu aldar?

Í þessum þáttum fáum við innsýn í handrita- og framleiðsluferli þáttanna. Leikstjórar, leikarar, leikmynda- og búningahönnuðir eru meðal þeirra sem sitja fyrir svörum og segja okkur sögurnar bakvið tjöldin.

Umsjón: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.

Þættir

,