18:10
Tilraun sem stóð í þúsund ár
3. þáttur: Alræmt taugaveikisbæli
Tilraun sem stóð í þúsund ár

Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.

Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.

Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.

Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Taugaveiki herjaði á íbúa Flateyjar á Skjálfanda á fjórða áratug síðustu aldar og var faraldurinn svo skæður að fólk forðaðist eyjuna. Í þriðja þætti er fjallað um veikindin og afleiðingar þeirra. Alls eru þættirnir sex í þáttaröðinni Tilraun sem stóð í þúsund ár. Viðmælendur í þættinum eru: smitsjúkdómalæknarnir Bryndís Sigurðardóttir og Sigurður Guðmundsson og Guðrún Sigurpálsdóttir frá Baldurshaga í Flatey.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 43 mín.
e
Endurflutt.
,