22:10
Sígild og samtímatónlist
Sígild og samtímatónlist
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Tónlistin í þættinum:

Kammerkór Norðurlands syngur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, Ektamakinn elskulegi, lag eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Hallgríms Péturssonar.

Nemendur úr Konunglega tónlistarháskólanum í Lundúnum (Royal Academy of Music) og Juilliard háskólanum í New York (Juilliard School Ensemble) leika undir stjórn Barböru Hannigan, fyrsta þátt, Án titils, úr Septetti, K080 eftir Ígor Stravinskíj.

Strokkvartettinn Siggi leikur Strengjakvartett nr. 4: Centennial 1984 eftir Atla Heimi Sveinsson.

Yuja Wang, leikur á píanó, Píanósónötu nr. 3 í fís-moll op. 23 eftir Aleksandr Skrjabín.

Þættir verksins eru:

I. Drammatico

II. Allegretto

III. Andante

IV. Presto con fuoco

Björk Guðmundsdóttir og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flytja lag og texta Bjarkar, Sorrowful soil.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,