18:10
Dagbók Jóns gamla
1. þáttur: „Armæða og apaspil“
Dagbók Jóns gamla

Þrír þjóðfræðingar rýna í dagbók sem skrifuð var á Ströndum á árabilinu 1846-1879. Dagbókina hélt Jón „gamli“ Jónsson sem var fátækur leiguliði, bóndi og sjómaður. Þar er skrifað um hversdagslegt amstur hans og fjölskyldunnar og samlífi þeirra við náttúruna, harðindi og hungur.

Í fyrsta þætti kynnumst við Jóni „gamla“ Jónssyni, fjölskyldu hans og samfélaginu við Steingrímsfjörð á Ströndum. Við gægjumst í dagbókina hans, þar sem finna má lýsingar á verkefnum hversdagsins, en hugum sérstaklega að harðbýlinu og tilfinningum, einkum sorginni, sem bankaði stundum upp á hjá Jóni.  Auk þess er fjallað um dagbókarformið, hvað mátti skrifa í dagbækur og hvað ekki.

Dagskrárgerð: Dagrún Ósk Jónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson.

Tónlist: Framfari

Lestur: Þorgeir Ólafsson

Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
,