21:08
Gleðileg jól elsku afi og amma
Gleðileg jól elsku afi og amma

Fjallað er um jólakveðjur Ríkisútvarpsins en þessi hefð í jólahaldi Íslendinga að senda kveðjur til ástvina, hefur tíðkast frá árdögum Ríkisútvarpsins. Rætt er við þrjá þuli sem allir hafa langa reynslu af jólakveðjulestrinum, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur, Sigvalda Júlíusson og Gerði G Bjarklind. Einnig eru rifjaðar upp gamlar kveðjur frá miðri síðustu öld, en þær eru lesnar af Íslendingum sem voru við nám og störf erlendis og fundust þessar upptökur á gömlum lakkplötum í geymslu RÚV. Í þessum gömlu kveðjum má svo vel finna söknuð og trega í röddum Íslendinganna sem af ýmsum ástæðum komust ekki heim til Íslands um jólin, söknuð eftir ástvinum og heimalandi.

Ekki leyfi fyrir netáhorf eftir útsendingu.
Lengd: 51 mín.
e
Endurflutt.
,