Jólin okkar
Hulda Geirsdóttir og Þráinn Árni Baldvinsson bjóða hlustendum Rásar 2 upp á notalega jólastund þar sem þau leika huggulega jólatóna héðan og þaðan úr heiminum og rifja upp jólasögur og minningar sem fara vel með súkkulaðibollanum og konfektinu á jóladag.