12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 25. desember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn sem lentu í vandræðum vegna ófærðar á jólanótt. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi og vegir eru víða ófærir. Hellisheiði, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru á meðal þeirra.

Allt millilandaflug liggur niðri vegna veðurs. Ekki er flogið innanlands á jóladag.

Um fjörutíu manns fórust í flugslysi í Kasakstan í morgun. Vélinni var flogið frá Baku til Grozny en var beint til Kasakstan vegna þoku.

Um tvö hundruð mættu í jólamat hjá Kaffistofu Samhjálpar í gær og enn fleiri í dag. Forstöðukona segir aðstöðuna þýðingarmikla fyrir skjólstæðingana, stundum sé þetta eina hátíðarmáltíð þeirra.

Rússlandsher gerði harðar árásir á borgir víða í Úkraínu í nótt og í morgun. Úkraínuforseti spyr hvað sé ómannúðlegra en slíkar árásir á sjálfum jólunum.

Kona sem fann silfursjóð frá víkingaöld í Eiðaþinghá fyrir mörgum áratugum er búin að kaupa sér málmleitartæki og hyggur á frekari leit. Fornleifaskráning á Eiðum í sumar rennir stoðum undir kenningar um að þar hafi mögulega verið sýslað með mikil verðmæti til forna vegna stórtækrar járnvinnslu.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskar landsmönnum gleðilegra jóla.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 18 mín.
,