Tónlist að morgni jóla.
Hirðarnir við jötuna í Betlehem, jólaóratoría eftir George Philipp Telemann.
Mechthild Georg, Andreas Post og Klaus Mertens syngja með Michaelstein kammerkórnum og Telemann kammersveitinni; Ludger Rémy stjórnar.
Konsert nr. 7 í G-dúr og konsert nr. 12 í C-dúr, Jólakonsertinn, eftir Franscesco Manfredini.
Kammersveitin Les Amis de Philippe leikur; Ludger Rémy stjórnar.
Tveir þættir um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.
Í þáttunum er rætt við Laufeyju um hlutverk listfræðingins í menningarlífinu sem og í ferðamennsku en Laufey hefur starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og í París um árabil.
Sá fyrri af tveimur þáttum um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.
Í þættinum segir frá leið Laufeyjar frá Dalvík til Parísar þar sem hún lærði listfræði og hóf síðan virka þátttöku í íslensku myndlistarlífi.
Efni þáttanna var tekið upp í vor þegar dagskrárgerðarkonan Jórunn Sigurðardóttir fygldist með uppsetningu síðustu listsýningarinnar í sýningarsalnum Appart 323 að heimili Laufeyjar og eiginmanns hennar, Bernards Ropa, á 25. hæð í háhýsi í 19. hverfi Parísar. Auk þeirra hjóna koma fram í þættinum textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir og aðstoðarkonur hennar Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Svanborg Matthíasdóttir myndlistarkona.
Nokkuð er af tónlist í þessum þætti
Mona Heftre: Tantout rouge Tantout bleu
Francoise Hardy: Le premier bonheur du jour og Il n´ya pas dámour heureux
Tónlist úr kvikmyndinni Les Parapluies de Cherbourg, lagið Departe
Guðmundur Andri Thorsson: Og Dillidó
Edith Piaff: Sous le Ciel de Paris
Veðurstofa Íslands.
Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað ilmandi súrdeigsbrauð í samstarfi við örverur súrdeigsins. En súrdeigsbakstur á Íslandi nær þó varla svo langt aftur? Hver ætli sé elsti súr á Íslandi og hvar er hann að finna? Ragnheiður Maísól Sturludóttir leggur af stað í rannsóknarleiðangur til þess að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi. Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn.
Ragnheiður Maísól reynir að átta sig á sögu brauðmenningar á Íslandi og hvar sé líklegast að bakað hafi verið samfleytt úr súrdeigi um lengri tíma hér á landi. Þetta leiðir hana í hveitifyllt bakherbergi nokkurra bakaría víða í Reykjavík. Þar kemst hún m.a. í kynni við risastóra steinmyllu og rúnstykkjavél frá 1952 og hittir fyrir þó nokkrar súrdeigsmæður.
Í þættinum er rætt við Laufeyju Steingrímsdóttur, Sigurð Má Guðjónsson, Ásgeir Sandholt og Sigfús Guðfinnsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Guðsþjónusta.
Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Magnús Ragnarsson.
Gradualekór Langholtskirkju og Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Lilju Daggar Gunnarsdóttur.
Forsöngvari er Hafdís Maria Matsdóttir.
Lesarar eru: Guðrún Lovísa Víkingsdóttir, Maja Hanna Niznik, Sunneva Kristín Guðjónsdóttir og Þórkatla Rós Atladóttir
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Sálmur 249. Barn er oss fætt. Gregorssöngur.
Sálmur 46. Í dag er glatt í döprum hjörtum. Valdimar Briem / W. A. Mozart.
Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Bjarni Þorsteinsson.
Kórsöngur: Hátíð ríkir höllum í. Gunnlaugur V. Snævarr / Úr Piae Cantiones.
Sálmur 41. Englakór frá himnahöll Jakob jónsson / Franskur jólasálmur.
Eftir predikun:
Sálmur 558. Jólabæn einstæðingsins. Gísli O. Gíslason / Ómar Ragnarsson.
Kórsöngur: Klukknanna köll. Gunnlaugur V. Snævarr / Þjóðlag frá Úkraínu.
Kórsöngur: Ave maris stella. Þorgils Hlynur Þorbergsson / Franskt jólalag.
Kórsöngur: Yfir fannhvíta jörð Ólafur Gaukur / Miller & Wells
Kórsöngur: Stráið salinn greinum grænum. Ragnheiður Vigfúsdóttir / Jólalag frá Wales.
Sálmur 35. Heims um ból. Sveinbjörn Egilsson / Franz X. Gruber.
Eftirspil: Carillon on Ding, dong! Merrily on High’ Martin Setchell.
Augnablik um jól, lag og texti eftir tónlistarhópinn Cauda Collective sem flytur;
Björk Níelsdóttir syngur og leikur á slagverk, Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu, Þóra Margrét Sveinsdóttir leikur á víólu og Þórdís Gerður Jónsdóttir leikur á selló.
Nýtt hljóðrit Ríkisútvarpsins.
Augnablik um jól, lag og texti eftir tónlistarhópinn Cauda Collective sem flytur.
Björk Níelsdóttir syngur og leikur á slagverk, Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu, Þóra Margrét Sveinsdóttir leikur á víólu og Þórdís Gerður Jónsdóttir leikur á selló.
Nýtt hljóðriti Ríkisútvarpsins.
Útvarpsfréttir.
Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn sem lentu í vandræðum vegna ófærðar á jólanótt. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi og vegir eru víða ófærir. Hellisheiði, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru á meðal þeirra.
Allt millilandaflug liggur niðri vegna veðurs. Ekki er flogið innanlands á jóladag.
Um fjörutíu manns fórust í flugslysi í Kasakstan í morgun. Vélinni var flogið frá Baku til Grozny en var beint til Kasakstan vegna þoku.
Um tvö hundruð mættu í jólamat hjá Kaffistofu Samhjálpar í gær og enn fleiri í dag. Forstöðukona segir aðstöðuna þýðingarmikla fyrir skjólstæðingana, stundum sé þetta eina hátíðarmáltíð þeirra.
Rússlandsher gerði harðar árásir á borgir víða í Úkraínu í nótt og í morgun. Úkraínuforseti spyr hvað sé ómannúðlegra en slíkar árásir á sjálfum jólunum.
Kona sem fann silfursjóð frá víkingaöld í Eiðaþinghá fyrir mörgum áratugum er búin að kaupa sér málmleitartæki og hyggur á frekari leit. Fornleifaskráning á Eiðum í sumar rennir stoðum undir kenningar um að þar hafi mögulega verið sýslað með mikil verðmæti til forna vegna stórtækrar járnvinnslu.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskar landsmönnum gleðilegra jóla.
Rithöfundurinn Kristín Eiríksdóttir settist niður ásamt Ahmed Almamlouk og Fadiu Redwan sem flúðu til Íslands frá Gaza og túlkurinn Khalid Omer gerði þeim kleift að tala saman. Úr varð útvarpsleikverkið Þau sjá okkur ekki í myrkrinu sem byggir á þessum samtölum en þar gefst hlustendum færi á að kynnast sjónarhorni fólks sem hrakið er á flótta frá heimilum sínum og ratar alla leið til Íslands í leit að vernd.
Hljóðvinnsla: Gísli Kjaran Kristjánsson
Höfundur og leikstjóri: Kristín Eiríksdóttir
Fyrri hluti verksins byggir á frásögn Ahmed Almamlouk.
Leikari: Hilmar Guðjónsson
Atli Örvarsson hefur skipað sér í röð fremstu kvikmyndatónskálda. Hann hefur samið tónlist við sjónvarpsþáttaraðir og bíómyndir í Evrópu og Bandaríkjunum og hlotið fyrir fjölda viðurkenninga og verðlauna, t.d. BAFTA-verðlaunin. Björn Þór Sigbjörnsson varði degi með Atla á æskustöðvunum á Akureyri og ræddi við hann um tónlistina, kvikmyndabransann, stangveiði og ýmislegt fleira.
Hljóðritun frá tónleikum sem fram fóru í Norðurljósum Hörpu, 8. desember sl.
Á efnisskrá:
*Koma drottningarinnar af Saba, úr óratóríunni Salómon eftir Georg Friedrich Händel.
*Concerto grosso op. 6 nr. 5 eftir Georg Friedrich Händel.
*Fiðlukonsert í a-moll BWV 1041 eftir Johann Sebastian Bach.
*Brandenborgarkonsert nr. 5 í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach.
*Vatnasvíta nr. 2 eftir Georg Friedrich Händel.
Einleikarar: Fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Ísak Ríkharðsson, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Jory Vinikour semballeikari.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Smásaga eftir Astrid Lindgren.
Þýðing: Þuríður Baxter.
Hljóðskreyting: Einar Sigurðsson og Kristín Eva Þórhallsdóttir.
Sjón: Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir
Brynhildur Björnsdóttir les jólasöguna Sjáðu, Maddit það snjóar eftir Astrid Lindgren.
Einar Sigurðsson sá um að hljóðskreyta söguna.
Veðurstofa Íslands.
Kór Hallgrímskirkju og Barokkbandið Brák flytja verk eftir Johann Sebastian Bach í hljóðritun frá tónleikum í Hallgrímskirkju, 1. desember sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Johann Sebastian Bach:
*Jauchzet Gott in allen landen, kantata BWV 51.
*Sembalkonsert í d-moll, BWV 51.
*Nun komm der heiden Heiland, kantata BWV 62.
Einsöngvarar, Harpa Ósk Björnsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Bragi Bergþórsson og Fjölnir Ólafsson.
Einleikari: Halldór Bjarki Arnarson.
Stjórnandi: Steinar Logi Helgason.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Fjallað er um jólakveðjur Ríkisútvarpsins en þessi hefð í jólahaldi Íslendinga að senda kveðjur til ástvina, hefur tíðkast frá árdögum Ríkisútvarpsins. Rætt er við þrjá þuli sem allir hafa langa reynslu af jólakveðjulestrinum, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur, Sigvalda Júlíusson og Gerði G Bjarklind. Einnig eru rifjaðar upp gamlar kveðjur frá miðri síðustu öld, en þær eru lesnar af Íslendingum sem voru við nám og störf erlendis og fundust þessar upptökur á gömlum lakkplötum í geymslu RÚV. Í þessum gömlu kveðjum má svo vel finna söknuð og trega í röddum Íslendinganna sem af ýmsum ástæðum komust ekki heim til Íslands um jólin, söknuð eftir ástvinum og heimalandi.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Listamenn koma með tónlist í farteskinu og rifja upp sögur úr lífi sínu, segja frá verkum, áhrifavöldum og andagift. Dregin er upp svipmynd vikulega í menningarþættinum Víðsjá á Rás1.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
Gunnar Kvaran sellóleikari var átta ára gamall þegar foreldrar hans sendu hann til náms í þá nýstofnaðan Barnamúsíkskóla Reykjavíkur. Þar lærði hann undir handleiðslu Doktor Heinz Edelstein sem ákvað að sellóið yrði hans hljóðfæri. Eftir brottfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hélt Gunnar út til náms, fyrst til Kaupmannahafnar, þar sem hann hóf líka að kenna við Konunglega tónlistarháskólann, og svo til Basel og Parísar. Eftir 17 ár erlendis flutti Gunnar aftur heim og hefur síðan verið einn af okkar ástsælustu einleikurum auk þess að hafa jöfnum höndum kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskólann.
Gunnar hefur haldið einleikstónleika víða um heim auk þess að leika einleik með hinum ýmsu Sinfóníuhljómsveitum. Hann hefur einnig átt í farsælu samstarfi við eiginkonu sína, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara í Tríói Reykjavíkur. Honum hafa fallið ýmis verðlaun í skaut, verið bæjarlistamaður Seltjarnarness og hann er líka handhafi fálkaorðunnar. Gunnar sinnir ekki aðeins tónlistinni af innri köllun, heldur hefur hann eytt drjúgum tíma í að miðla henni til þeirra sem annars fengju hennar ekki notið. Því hann trúir því einlæglega að tónlistin sé mannbætandi afl sem næri og jafnvel lækni sálina. Meira um það í samtali okkar við Gunnar, sem setur hér fyrsta verkið á fóninn.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum þætti les umsjónarmaður jólaguðspjallið en þó ekki hið alkunna jólaguðspjall Lúkasar heldur frásögn af fæðingu og fyrstu dögum Jesú sem er að finna í hinu svonefnda Arabíska barnæskuguðspjalli, sem er - þrátt fyrir nafnið - kristið verk frá því á 5. öld. Frásögnin er ítarlegri en hjá Lúkasi og þarna kemur fram að Jesúbarnið var strax við fæðingu farið að gera kraftaverk og lækna margvíslega sjúkdóma, allt frá holdsveiki til getuleysis, og rak út illa anda í stórum stíl.
Gígja Hólmgeirsdóttir vaknar með hlustendum á jóladagsmorgun, spilar huggulega tónlist og veltir fyrir sér hefðum sem tengdar eru þessum degi.
Gestir þáttarins eru þau Jónatan Garðarsson og Jonna Jónborg Sigurðardóttir. Jónatan segir frá minningum sínum af jóladegi auk þess að fara yfir þróun og sögu íslensku jólalaganna. Jonna er bæjarlistamaður Akureyrarbæjar og segir frá hvernig henni finnst notalegast að hafa það á jóladegi og um jólin almennt.
Að morgni jóladags tekur Siggi Gunnars á móti leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur í hátíðarviðtal. Margrét Eir og hljómsveit leika ljúfa jólatónlist.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson
Hljóðmaður í viðtali: Jón Þór Helgason
Hljóðmaður í tónlistaratriðum: Finnur Björnsson
Tæknileg aðstoð: Úlfhildur Eysteinsdóttir
Útvarpsfréttir.
Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn sem lentu í vandræðum vegna ófærðar á jólanótt. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi og vegir eru víða ófærir. Hellisheiði, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru á meðal þeirra.
Allt millilandaflug liggur niðri vegna veðurs. Ekki er flogið innanlands á jóladag.
Um fjörutíu manns fórust í flugslysi í Kasakstan í morgun. Vélinni var flogið frá Baku til Grozny en var beint til Kasakstan vegna þoku.
Um tvö hundruð mættu í jólamat hjá Kaffistofu Samhjálpar í gær og enn fleiri í dag. Forstöðukona segir aðstöðuna þýðingarmikla fyrir skjólstæðingana, stundum sé þetta eina hátíðarmáltíð þeirra.
Rússlandsher gerði harðar árásir á borgir víða í Úkraínu í nótt og í morgun. Úkraínuforseti spyr hvað sé ómannúðlegra en slíkar árásir á sjálfum jólunum.
Kona sem fann silfursjóð frá víkingaöld í Eiðaþinghá fyrir mörgum áratugum er búin að kaupa sér málmleitartæki og hyggur á frekari leit. Fornleifaskráning á Eiðum í sumar rennir stoðum undir kenningar um að þar hafi mögulega verið sýslað með mikil verðmæti til forna vegna stórtækrar járnvinnslu.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskar landsmönnum gleðilegra jóla.
Hulda Geirsdóttir og Þráinn Árni Baldvinsson bjóða hlustendum Rásar 2 upp á notalega jólastund þar sem þau leika huggulega jólatóna héðan og þaðan úr heiminum og rifja upp jólasögur og minningar sem fara vel með súkkulaðibollanum og konfektinu á jóladag.
Upptaka frá jólatónleikum Páls Óskars Hjálmtýssonar og Moniku Abendroth í Háteigskirkju 1. des. sl. Á efnisskránni eru jólalög sem Palli og Monika hafa spilað mikið undanfarna tvo áratugi, auk þekktustu popplaga Palla í sérstökum útsetningum fyrir hörpu, strengjasveit og kórinn Huldur undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar.
Fréttastofa RÚV.
Andri Freyr Viðarsson leyfir hlustendum að gægjast í jólakassann og leikur hátíðatónlist frá ýmsum tímum.
Útvarpsfréttir.