23:10
Frjálsar hendur
Arabíska barnæskuguðspjallið
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Í þessum þætti les umsjónarmaður jólaguðspjallið en þó ekki hið alkunna jólaguðspjall Lúkasar heldur frásögn af fæðingu og fyrstu dögum Jesú sem er að finna í hinu svonefnda Arabíska barnæskuguðspjalli, sem er - þrátt fyrir nafnið - kristið verk frá því á 5. öld. Frásögnin er ítarlegri en hjá Lúkasi og þarna kemur fram að Jesúbarnið var strax við fæðingu farið að gera kraftaverk og lækna margvíslega sjúkdóma, allt frá holdsveiki til getuleysis, og rak út illa anda í stórum stíl.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 49 mín.
,