Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur
Hljóðritun frá tónleikum sem fram fóru í Norðurljósum Hörpu, 8. desember sl.
Á efnisskrá:
*Koma drottningarinnar af Saba, úr óratóríunni Salómon eftir Georg Friedrich Händel.
*Concerto grosso op. 6 nr. 5 eftir Georg Friedrich Händel.
*Fiðlukonsert í a-moll BWV 1041 eftir Johann Sebastian Bach.
*Brandenborgarkonsert nr. 5 í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach.
*Vatnasvíta nr. 2 eftir Georg Friedrich Händel.
Einleikarar: Fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Ísak Ríkharðsson, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Jory Vinikour semballeikari.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.