07:03
Morgunvaktin
Geðheilbrigðismál, sólargangurinn og Puccini
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Biðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu er langur á flestum eða öllum stöðum sem veita slíka þjónustu, aðgengi er ekki sérlega opið og samvinna ekki nægilega góð. Sjálfstætt starfandi geðlæknum fækkar um einn til tvo á ári og ef fram heldur sem horfir mun starfsemi þeirra leggjast af að mestu á innan við áratug. Þetta segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, sem ræddi vandann og líka hvað er til ráða.

Sólarkaffi er haldið þessa dagana, sums staðar er það að baki, annars staðar fram undan. Í sólarkaffi er því fagnað að sólin er tekin að sjást í þröngum og djúpum fjörðunum fyrir austan og vestan. Og aldeilis ástæða til. Sólin hefur áhrif á geðslag sumra. Við spjölluðum um sólarganginn í dag og spurðum meðal annars: Hvenær vöknum við í björtu? Sigríður Kristjánsdóttir hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness kann þessi fræði og sagði okkur frá.

Svo var það sígilda tónlistin. Að þessu sinni lék Magnús Lyngdal fyrir okkur brot úr óperum Puccini og sagði okkur frá tónskáldinu sem kunni þá list betur en flestir að semja fallegar og grípandi laglínur.

Tónlist:

Mugison - Sólin er komin.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,