19:00
Flugur
Tónlistarkonan Cristina Vane
Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Tónlistarkonan Cristina Vane er af bandarísk-ítölsku bergi í föðurætt en móðri hennar er frá Gvatemala. Hún ólst fyrstu árin upp á Ítalíu en síðan í Frakklandi og Bretlandi en flutti átján ára til Bandaríkjanna. Hún lærði á píanó, selló og flautu í æsku og tók síðan upp gítarinn á unglingsárum og fór að semja sín eigin lög í anda blústónlistar. Þessi unga tónlistarkona á ekki langan feril að baki en hefur svo sannarlega vakið athygli, einkum í Bandaríkjunum enda er tónlist hennar flokkuð undir samheitinu Americana. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 45 mín.
,