19:00
Flugur
Tónlistarkonan Maria Muldaur, fyrri þáttur
Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Fyrri þáttur um tónlistarkonuna Mariu Muldaur sem sló í gegn með fyrstu sólóplötu sinni árið 1973 og laginu Midnight at the Oasis. Þá hafði hún starfað sem söngkona með Jug Band hljómsveitum í áratug. Næsta plata fékk líka góðar viðtökur og komst lagið I'm A Woman ofarlega á vinsældarlista. Maria hóf ferilinn í þjóðlagatónlist, sneri sér síðan að blöndu af sveitatónlist, blús og popptónlist og sendi frá sér rúmlega 40 plötur á hálfri öld. Leikin eru lög frá ýmsum tímum sem hún hefur gefið út á hljómplötum. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 43 mín.
,