16:05
Síðdegisútvarpið
HM í handbolta, Carbfix, Á allra vörum, og eldarnir í LA
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Í nýrri grein sem birtist í Heimildinni i dag er farið yfir viðskiptaáætlun Carbfix og yfirskrift greinarinnar er : Földu áform sín fyrir íbúum

Þar er því haldið fram að fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix séu mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Þeir Valur Grettisson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson komu til okkar á eftir og fóru yfir það allra helsta sem þeir hafa komist að.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti Svíþjóð í gærkveldi í fyrri æfingaleik liðanna í aðdraganda Heimsmeistaramótsins sem hefst í næstu viku. Leiknum lauk með jafntefli, 31-31. Seinni leikurinn er á morgun laugardag og Einar Örn íþróttafréttamaður kom til okkar á eftir og fer yfir það allra helsta tengt strákunum okkar fyrir seinni leikinn á morgun og mótið framundan.

Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það eru þær Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir sem eru potturinn og pannan á bak við Á allra vörum. Í mars verður átakinu hrint af stað í tíunda sinn en þá verður söfnunarþáttur hér á ruv og það er Kvennaathvarfið sem verður stutt við bakið á í ár. Þær stöllur komu til okkar á eftir og segja okkur betur frá.

Við ætlum að hringja til Kaliforníu og heyrðu í Ragnhildi Helgudóttur sem þar er búsett og spyrja hana út í ástandið vegna gróðureldanna sem þar geysa.

Í kvöld fer í loftið Fréttatengdi skemmtiþátturinn Er þetta frétt en þar spreyta keppendur sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.

En við byrjuðum í Gróður eldunum í Los Angeles..... Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,