22:05
PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar
Party Zone 10. janúar
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Við byrjum þáttinn á að handvelja ofan í hlustendur nýmeti úr heimi danstónlistarinnar. Síðan heiðrum við minningu góðvinar þáttarins, raftónlistarmannsins Árna Grétars Futuregrapher, í dagskrárliðnum þrenna kvöldsins.

Eftir það förum við í nostalgíukast með tveimur múmíum sem eiga það sameiginlegt að hafa átt að vera á toppi árslista PartyZone að mati sumra en voru það ekki. DJ sett kvöldsins er siðan ferðalag um rúma þrjá áratugi danstónlistarinnar og þáttarins þar sem við spilum öll topplög Árslista PartyZone í tímaröð í rúmlega klukkutíma löngu tímaferðalagi frá 1990 til 2023. Viðeigandi upphitun fyrir árslistaþáttinn sem verður næsta föstudag.

Er aðgengilegt til 10. janúar 2026.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,