18:00
Kvöldfréttir útvarps.
Þungur dómur fyrir kynferðisbrot og skógareldarnir í Los Angeles
Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Fréttir

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn andlega fatlaðri konu. Dómurinn hefði getað orðið þyngri ef ekki hefðu komið til tafir á rannsókn lögreglu.

Útgöngubann verður næstu nætur í hverfum Los Angeles þar sem stærstu gróðureldarnir loga. Íslendingur í borginni flúði af hættu við að festast á svæðinu.

Heilbrigðisráðherra segir það langtímaverkefni að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu í Rangárvallarsýslu. Búið sé að tryggja grunnþjónustu lækna með verktöku næstu tvo mánuði í það minnsta.

Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, segir enn bera mikið í milli í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Upp úr viðræðum slitnaði í dag og engir frekari fundir hafa verið boðaðir.

Árið 2024 var heitasta ár frá upphafi mælinga. Fyrir vikið eykst tíðni aftakaveðurs, flóða og þurrka víða um heim, segir fagstjóri hjá Veðurstofu íslands

Er aðgengilegt til 10. janúar 2026.
Lengd: 10 mín.
,