Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fjallað um tvö tónverk sem byggð eru á sögunni „Risinn eigingjarni" (The Selfish Giant) eftir Oscar Wilde. Sagan kom út í bók árið 1888 og fjallar um risa sem á fallegan blómagarð. Hann vill ekki lofa börnum að leika sér í honum og byggir múrvegg í kringum garðinn. En þegar börnin hætta að koma í garðinn vill vorið ekki koma þangað heldur svo veturinn ríkir stöðugt í garði risans. Dag einn gerist nokkuð sem kemur risanum á óvart og breytir afstöðu hans. Tónverkin tvö, sem byggð eru á sögunni, eru eftir Penelope Thwaites og Eric Coates. Verk Thwaites er frá árinu 1968, en verk Coates frá árinu 1925. Í þættinum verða lesin brot úr sögu Wildes í þýðingu eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesari er Guðni Tómasson.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Síðari þáttur um franska uppfinningamanninn Louis Le Prince, sem þróaði eina fyrstu kvikmyndavélina en hvarf á dularfullan hátt árið 1890. Í síðari þætti er fjallað um leitina að Le Prince og grunsemdir eiginkonu hans um hver bæri ábyrgð á hvarfi hans.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Árið 1993 vann Jon Kjell Seljeseth Söngvakeppnina með laginu Þá veistu Svarið sem Ingibjörg Stefánsdóttir söng. Ingibjörg var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag, en þegar hún fór til Írlands til að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands var hún tvítug og hafði getið sér orðspors sem söngkona hljómsveitarinnar Pís of keik og fyrir að leika eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Veggfóður. Ingibjörg hefur komið víða við í listinni, sungið og leikið og síðustu ár hefur hún starfað sem jógakennari og rekið sína eigin jógastöð Yoga Shala. Ingibjörg fór með okkur aftur í tímann og talaði um árin í Hallormstaðaskóla, móðurmissinn, námsárin í New York og margt fleira.
Frú Sigurlaug Margrét var enn stödd norður á Akureyri í matarspjalli dagsins. Þar, eins og víðast á landinu, hefur verið ansi kalt og því var spjallið í dag helgað mat sem yljar okkur að innan. Til dæmis súpur og plokkfiskur og svo við, einu sinni sem oftar, ábendingu frá hlustendum um muninn á soðibrauði og soðbrauði.
Tónlist í þættinum:
Þá veistu svarið / Ingibjörg Stefánsdóttir (Jon Kjell Seljeseth, texti Friðrik Sturluson)
Náum aðeins andanum / Daði Freyr og Ásdís María (Daði Freyr)
Everything Now / Arcade Fire (Edwin Butler, Jeremy Gara, Regine Chassagne, Richard Reed Parry, Tim Kingsbury, William Butler)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Eldar brenna stjórnlaust í Los Angeles og breiðast hratt út. Heilu hverfin eru rústir einar. Áfram er spáð hvössu og þurru veðri og ólíklegt er að slökkviliðsmönnum takist að hemja eldana um helgina. Minnst tíu hafa fundist látnir. Talið er víst að þeir séu mun fleiri.
Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir að tvær rútur skullu saman við Hellu í morgun. Fimmtíu ferðamenn voru í rútunum.
Danska ríkisstjórnin vill ræða beint við verðandi Bandaríkjaforseta vegna ummæla hans um Grænland. Prófessor við háskólann á Akureyri segir að Trump ásælist auðlindir á Grænlandi, til að búa sig undir viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína.
Bónda á Mýrum finnst óþægilegt að vera ekki með farsímasamband, vitandi af kvikuinnskoti stutt frá bænum. Engar vísbendingar eru um að kvikan sé á leið upp á yfirborðið en Veðurstofan vaktar Ljósufjallakerfi.
Bæjarstjórinn í Hveragerði segir mikilvægt að tryggja afhendingu á heitu vatni í bænum. Skortur hefur verið á heitu vatni í bænum síðan borhola bilaði í desember.
Búast má við leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum um helgina. Veðustofan hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Átakinu Á allra vörum var hrint af stað í dag. Forsvarsmaður þess segir brýnt að vekja athygli á þörf fyrir nýtt Kvennaathvarf. Málstaðurinn komi öllum við.
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson línumaður í handbolta tognaði í gærkvöld og kemst ekki á HM.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Íslenska pítusósan sem E. Finnsson hefur selt í nærri fjóra áratugi er ekki til í neinu öðru landi í heiminum. Íslendingar flytja hana með sér á milli landa eða reyna að endurgera hana í eldhúsunum sínum.
Hver er saga þessarar sósu og hver er maðurinn á bak við E. Finnsson?
Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-10
Kef Time - Telegrafin telleri.
Marino Rivero, René - Mirinaque.
Bridgewater, Dee Dee - The griots (Sakhodougou).
Massi, Souad - Raoui.
Orange Blossom - Bad Company.
N'Dour, Youssou, Gabriel, Peter - This dream.
Ladysmith Black Mambazo - Homeless.
Di Matteo, Luis - Esa figura.
Baca, Susana - Mario Lando.
Riahi, Wajdi, Hurty, Pierre, Rahola, Basile - Nawres.
Machito and his Afro Cubans, Machito - Adivinanza.
Fjallað um spænsku landvinningarmennina sem komu til Nýja heimsins á miðöldum og goðsagnirnar sem spruttu upp í kjölfarið.
Umsjónarmaður: Kristín Guðrún Jónsdóttir. Lesari: Baldur Trausti Hreinsson.
(Áður á dagskrá 2005)
Fjallað um spænsku landvinningarmennina sem komu til Nýja heimsins á miðöldum og goðsagnirnar sem spruttu upp í kjölfarið.
Umsjónarmaður: Kristín Guðrún Jónsdóttir. Lesari: Baldur Trausti Hreinsson.
(Áður á dagskrá 2005)
Fréttir
Fréttir
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn andlega fatlaðri konu. Dómurinn hefði getað orðið þyngri ef ekki hefðu komið til tafir á rannsókn lögreglu.
Útgöngubann verður næstu nætur í hverfum Los Angeles þar sem stærstu gróðureldarnir loga. Íslendingur í borginni flúði af hættu við að festast á svæðinu.
Heilbrigðisráðherra segir það langtímaverkefni að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu í Rangárvallarsýslu. Búið sé að tryggja grunnþjónustu lækna með verktöku næstu tvo mánuði í það minnsta.
Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, segir enn bera mikið í milli í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Upp úr viðræðum slitnaði í dag og engir frekari fundir hafa verið boðaðir.
Árið 2024 var heitasta ár frá upphafi mælinga. Fyrir vikið eykst tíðni aftakaveðurs, flóða og þurrka víða um heim, segir fagstjóri hjá Veðurstofu íslands
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Los Angeles eru heilu hverfin rjúkandi rústir og önnur standa enn í björtu báli í ógnarmiklum skógar- og gróðureldum sem færast enn í aukana. Minnst tíu hafa látið lífið í eldunum, tugir þúsunda hafa misst heimili sín, hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og hundruð þúsunda hafa fengið tilmæli um að búa sig undir að þurfa að flýja með litlum fyrirvara. Ævar Örn Jósepsson tekur við og ræðir við Birtu Líf Kristinsdóttur veðurfræðing.
Talsvert hefur verið fjallað um raforkuverð til garðyrkjubænda, það hækkaði um fjórðung um áramótin og Axel Sæland, formaður þeirra , spáði því í nóvember að verð á íslensku grænmeti gæti hækkað um 12 prósent í framhaldinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við sveitarstjóra Bláskógabyggðar og framkvæmdastjóra Friðheima.
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda telur að í ljósi reynslunnar gæti þurft um 14.000 tonn til að uppfylla þörfina í 48 daga strandveiðivertíð. Þau ár sem sá dagafjöldi var leyfður hafi sjósóknin verið um 26 dagar að meðaltali. Líta ætti á breytt strandveiðkerfi sem tilraun til næstu fimm ára og meta að því loknu áhrif þess á þorskstofninn.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fyrri þáttur um tónlistarkonuna Mariu Muldaur sem sló í gegn með fyrstu sólóplötu sinni árið 1973 og laginu Midnight at the Oasis. Þá hafði hún starfað sem söngkona með Jug Band hljómsveitum í áratug. Næsta plata fékk líka góðar viðtökur og komst lagið I'm A Woman ofarlega á vinsældarlista. Maria hóf ferilinn í þjóðlagatónlist, sneri sér síðan að blöndu af sveitatónlist, blús og popptónlist og sendi frá sér rúmlega 40 plötur á hálfri öld. Leikin eru lög frá ýmsum tímum sem hún hefur gefið út á hljómplötum. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað um spænsku landvinningarmennina sem komu til Nýja heimsins á miðöldum og goðsagnirnar sem spruttu upp í kjölfarið.
Umsjónarmaður: Kristín Guðrún Jónsdóttir. Lesari: Baldur Trausti Hreinsson.
(Áður á dagskrá 2005)
Fjallað um spænsku landvinningarmennina sem komu til Nýja heimsins á miðöldum og goðsagnirnar sem spruttu upp í kjölfarið.
Umsjónarmaður: Kristín Guðrún Jónsdóttir. Lesari: Baldur Trausti Hreinsson.
(Áður á dagskrá 2005)
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Árið 1993 vann Jon Kjell Seljeseth Söngvakeppnina með laginu Þá veistu Svarið sem Ingibjörg Stefánsdóttir söng. Ingibjörg var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag, en þegar hún fór til Írlands til að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands var hún tvítug og hafði getið sér orðspors sem söngkona hljómsveitarinnar Pís of keik og fyrir að leika eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Veggfóður. Ingibjörg hefur komið víða við í listinni, sungið og leikið og síðustu ár hefur hún starfað sem jógakennari og rekið sína eigin jógastöð Yoga Shala. Ingibjörg fór með okkur aftur í tímann og talaði um árin í Hallormstaðaskóla, móðurmissinn, námsárin í New York og margt fleira.
Frú Sigurlaug Margrét var enn stödd norður á Akureyri í matarspjalli dagsins. Þar, eins og víðast á landinu, hefur verið ansi kalt og því var spjallið í dag helgað mat sem yljar okkur að innan. Til dæmis súpur og plokkfiskur og svo við, einu sinni sem oftar, ábendingu frá hlustendum um muninn á soðibrauði og soðbrauði.
Tónlist í þættinum:
Þá veistu svarið / Ingibjörg Stefánsdóttir (Jon Kjell Seljeseth, texti Friðrik Sturluson)
Náum aðeins andanum / Daði Freyr og Ásdís María (Daði Freyr)
Everything Now / Arcade Fire (Edwin Butler, Jeremy Gara, Regine Chassagne, Richard Reed Parry, Tim Kingsbury, William Butler)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við vorum í ræktinni á lagalista fólksins í morgun nema að áskorunin var að setja ekki of harða tónlist á listann.
Þetta er auðvitað útvarp allra landsmanna og þrátt fyrir að flestir noti frekar harða tónlist í ræktinni þá þurftum við að hugsa um hina sem hafa engan áhuga á slíku.
Það var því boðið upp á diet ræktarlista en samt var mikil orka í boði.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-10
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
Logi Pedro Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
HALL & OATES - I Can't Go For That (No Can Do) (80).
Tijuana Brass, The, Alpert, Herb - Mexican shuffle.
INCUBUS - Are you in.
Hreimur - Þú birtist mér aftur.
Kristberg Gunnarsson - From the Shore.
IMAGINATION - Music and Lights.
Nathaniel Rateliff and The Night Sweats - S.O.B..
BARRY MANILOW - Can't Smile Without You.
BOTNLEÐJA - Þið eruð frábær.
EARTH WIND & FIRE - September.
Kravitz, Lenny - Honey.
200.000 NAGLBÍTAR - Hæð Í Húsi.
MUGISON - É Dúdda Mía.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
Tribe Called Quest, A - Scenario.
Huginn - Geimfarar.
Adu, Sade - Young Lion.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Myndi falla.
Beloved, The - Sweet harmony.
LAUFEY - Everything I know about love.
Fontaines D.C. - Favourite.
Dr. Gunni - Öll slökkvitækin.
Talking Heads - Nothing but flowers.
FRÍÐA DÍS - Baristublús.
Elín Hall - Hafið er svart.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Ég þekki þig.
ERIC PRYDZ - Call On Me.
Muse - Plug in baby.
LAND OG SYNIR - Vöðvastæltur.
GUS GUS - David [Radio Edit].
Raggi Bjarna - Flottur Jakki.
SPENCER DAVIS GROUP - Keep on Running.
CHEMICAL BROTHERS - Go ft. Q-Tip.
BRITNEY SPEARS - Work Bitch.
Herra Hnetusmjör - Upp til hópa.
SKRIÐJÖKLAR - Aukakílóin.
ELTON JOHN - I'm still standing.
PIXIES - Here Comes Your Man.
TECHNOTRONIC - Pump up the jam (80).
JÓNAS SIGURÐSSON - Ofskynjunarkonan (#2).
PRODIGY - Breathe.
DILJÁ - Power.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Eldar brenna stjórnlaust í Los Angeles og breiðast hratt út. Heilu hverfin eru rústir einar. Áfram er spáð hvössu og þurru veðri og ólíklegt er að slökkviliðsmönnum takist að hemja eldana um helgina. Minnst tíu hafa fundist látnir. Talið er víst að þeir séu mun fleiri.
Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir að tvær rútur skullu saman við Hellu í morgun. Fimmtíu ferðamenn voru í rútunum.
Danska ríkisstjórnin vill ræða beint við verðandi Bandaríkjaforseta vegna ummæla hans um Grænland. Prófessor við háskólann á Akureyri segir að Trump ásælist auðlindir á Grænlandi, til að búa sig undir viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína.
Bónda á Mýrum finnst óþægilegt að vera ekki með farsímasamband, vitandi af kvikuinnskoti stutt frá bænum. Engar vísbendingar eru um að kvikan sé á leið upp á yfirborðið en Veðurstofan vaktar Ljósufjallakerfi.
Bæjarstjórinn í Hveragerði segir mikilvægt að tryggja afhendingu á heitu vatni í bænum. Skortur hefur verið á heitu vatni í bænum síðan borhola bilaði í desember.
Búast má við leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum um helgina. Veðustofan hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Átakinu Á allra vörum var hrint af stað í dag. Forsvarsmaður þess segir brýnt að vekja athygli á þörf fyrir nýtt Kvennaathvarf. Málstaðurinn komi öllum við.
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson línumaður í handbolta tognaði í gærkvöld og kemst ekki á HM.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í nýrri grein sem birtist í Heimildinni i dag er farið yfir viðskiptaáætlun Carbfix og yfirskrift greinarinnar er : Földu áform sín fyrir íbúum
Þar er því haldið fram að fyrirætlanir Carbfix séu mun umfangsmeiri en fram hefur komið. Stefnt er að því að dæla niður allt að 4,8 milljónum tonna af koldíoxíði (CO2) og fyrirtækið vonast til þess að velta hátt í þrjú hundruð milljörðum á fullum afköstum. Þeir Valur Grettisson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson komu til okkar á eftir og fóru yfir það allra helsta sem þeir hafa komist að.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti Svíþjóð í gærkveldi í fyrri æfingaleik liðanna í aðdraganda Heimsmeistaramótsins sem hefst í næstu viku. Leiknum lauk með jafntefli, 31-31. Seinni leikurinn er á morgun laugardag og Einar Örn íþróttafréttamaður kom til okkar á eftir og fer yfir það allra helsta tengt strákunum okkar fyrir seinni leikinn á morgun og mótið framundan.
Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það eru þær Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir sem eru potturinn og pannan á bak við Á allra vörum. Í mars verður átakinu hrint af stað í tíunda sinn en þá verður söfnunarþáttur hér á ruv og það er Kvennaathvarfið sem verður stutt við bakið á í ár. Þær stöllur komu til okkar á eftir og segja okkur betur frá.
Við ætlum að hringja til Kaliforníu og heyrðu í Ragnhildi Helgudóttur sem þar er búsett og spyrja hana út í ástandið vegna gróðureldanna sem þar geysa.
Í kvöld fer í loftið Fréttatengdi skemmtiþátturinn Er þetta frétt en þar spreyta keppendur sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
En við byrjuðum í Gróður eldunum í Los Angeles..... Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttir
Fréttir
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn andlega fatlaðri konu. Dómurinn hefði getað orðið þyngri ef ekki hefðu komið til tafir á rannsókn lögreglu.
Útgöngubann verður næstu nætur í hverfum Los Angeles þar sem stærstu gróðureldarnir loga. Íslendingur í borginni flúði af hættu við að festast á svæðinu.
Heilbrigðisráðherra segir það langtímaverkefni að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu í Rangárvallarsýslu. Búið sé að tryggja grunnþjónustu lækna með verktöku næstu tvo mánuði í það minnsta.
Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, segir enn bera mikið í milli í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Upp úr viðræðum slitnaði í dag og engir frekari fundir hafa verið boðaðir.
Árið 2024 var heitasta ár frá upphafi mælinga. Fyrir vikið eykst tíðni aftakaveðurs, flóða og þurrka víða um heim, segir fagstjóri hjá Veðurstofu íslands
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Los Angeles eru heilu hverfin rjúkandi rústir og önnur standa enn í björtu báli í ógnarmiklum skógar- og gróðureldum sem færast enn í aukana. Minnst tíu hafa látið lífið í eldunum, tugir þúsunda hafa misst heimili sín, hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og hundruð þúsunda hafa fengið tilmæli um að búa sig undir að þurfa að flýja með litlum fyrirvara. Ævar Örn Jósepsson tekur við og ræðir við Birtu Líf Kristinsdóttur veðurfræðing.
Talsvert hefur verið fjallað um raforkuverð til garðyrkjubænda, það hækkaði um fjórðung um áramótin og Axel Sæland, formaður þeirra , spáði því í nóvember að verð á íslensku grænmeti gæti hækkað um 12 prósent í framhaldinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við sveitarstjóra Bláskógabyggðar og framkvæmdastjóra Friðheima.
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda telur að í ljósi reynslunnar gæti þurft um 14.000 tonn til að uppfylla þörfina í 48 daga strandveiðivertíð. Þau ár sem sá dagafjöldi var leyfður hafi sjósóknin verið um 26 dagar að meðaltali. Líta ætti á breytt strandveiðkerfi sem tilraun til næstu fimm ára og meta að því loknu áhrif þess á þorskstofninn.
Lagalisti:
Emmsjé Gauti - Ómar Ragnarsson
Úlfur Úlfur & Herra Hnetusmjör - Sitt sýnist hverjum
The Notorious B.I.G. - Kick In the Door
Snoop Dogg ft. Pharrell - Drop It Like It’s Hot
Busta Rhymes ft. Q-Tip & Kanye West - Thank You
Young Thug - Digits
Wu-Tang Clan - Protect Ya Neck (The Jump Off)
Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Stemmingsþáttur í kvöld þar sem þurfti að fagna mikið af afmælum, enda hafði vikan verið gjöful hvað þau varðar. David Bowie og Elvis Presley eru fæddir 8.janúar, Jimmy Page fagnaði 81. árs afmæli sínu í gær (9. janúar) og í dag áttu þau Jim Croce og Pat Benatar afmæli og voru þau öll í stóru hlutverki í þættinum en þetta snérist allt um David Bowie sem lést á þessum degi árið 2016.
Das Kapital - Blindsker.
Bowie, David - Queen Bitch.
Arctic Monkeys - I Bet You Look Good on the Dancefloor.
JIM CROCE - Bad, Bad Leroy Brown.
Presley, Elvis - Heartbreak hotel.
DAVID BOWIE - Suffragette City.
Arctic Monkeys - Dancing Shoes.
LED ZEPPELIN - Good Times Bad Times.
Jim Croce - You Don't Mess Around With Jim
SMASH MOUTH - Walkin' On The Sun.
PAT BENATAR - Heartbreaker.
DAVID BOWIE - The Jean Genie.
Arctic Monkeys - Red Light Indicates Doors Are Secured.
LED ZEPPELIN - Ramble On.
Presley, Elvis - Jailhouse rock.
Pop, Iggy - Lust for life.
DAVID BOWIE - Sorrow.
Arctic Monkeys - Teddy Picker.
Led Zeppelin - Immigrant song.
PAT BENATAR - Hit me with your best shot.
DAVID BOWIE - Rebel Rebel.
Croce, Jim - Walkin' Back To Georgia.
LED ZEPPELIN - Black dog.
Arctic Monkeys - Brianstorm.
Mott The Hoople - All the young dudes.
Pop, Iggy - Hideaway.
Bowie, David - Young Americans.
LOU REED - Satellite Of Love.
Arctic Monkeys - Old yellow bricks.
Bowie, David - Golden years.
LED ZEPPELIN - The Song Remains The Same.
JIM CROCE - I Got A Name.
Benatar, Pat - Love is a battlefield.
DAVID BOWIE - Heroes.
ARCTIC MONKEYS - R U Mine?.
LED ZEPPELIN - In The Evening.
Elvis Presley with The Royal Philharmonic Orchestra - If I Can Dream.
DAVID BOWIE - Modern Love.
ARCTIC MONKEYS - Do I Wanna Know?.
Bowie, David - Rock 'n' roll suicide.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Við byrjum þáttinn á að handvelja ofan í hlustendur nýmeti úr heimi danstónlistarinnar. Síðan heiðrum við minningu góðvinar þáttarins, raftónlistarmannsins Árna Grétars Futuregrapher, í dagskrárliðnum þrenna kvöldsins.
Eftir það förum við í nostalgíukast með tveimur múmíum sem eiga það sameiginlegt að hafa átt að vera á toppi árslista PartyZone að mati sumra en voru það ekki. DJ sett kvöldsins er siðan ferðalag um rúma þrjá áratugi danstónlistarinnar og þáttarins þar sem við spilum öll topplög Árslista PartyZone í tímaröð í rúmlega klukkutíma löngu tímaferðalagi frá 1990 til 2023. Viðeigandi upphitun fyrir árslistaþáttinn sem verður næsta föstudag.