Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Leikin voru jólalög, lesin jólasaga og spjallað við viðmælendur um jólin.
Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, sagði frá aðventunni og jólahaldinu fram undan. Hennar beið m.a. hjónavígsla klukkan ellefu í dag og svo auðvitað messa í kvöld.
Jón Sigurður Eyjólfsson, kennari og tónlistarmaður, sagði frá jólasiðum í Granadahéraði á Spáni. Þar er sungið og hlegið á jólunum og einkum fiskmeti á borðum.
Lesin var jólasagan Jólagjöfin sem birtist í jólablaði Æskunnar 1925.
Tónlist:
Sleðaferðin - Gunnar Gunnarsson,
Sleðaferðin - Jólakettir og Skapti Ólafsson,
Have yourself a merry little Christmas - Gunnar Gunnarsson,
Hin fyrstu jól - Ingibjörg Þorbergs,
Hátíð fer að höndum ein - Þrjú á palli,
Yfir fannhvíta jörð - Pálmi Gunnarsson,
Jólin alls staðar - Gunnar Gunnarsson,
Nóttin var sú ágæt ein - Gunnar Gunnarsson,
Vetrarsálmur - Hilda Örvars.
Veðurstofa Íslands.
Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað ilmandi súrdeigsbrauð í samstarfi við örverur súrdeigsins. En súrdeigsbakstur á Íslandi nær þó varla svo langt aftur? Hver ætli sé elsti súr á Íslandi og hvar er hann að finna? Ragnheiður Maísól Sturludóttir leggur af stað í rannsóknarleiðangur til þess að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi. Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn.
Hvað er eiginlega þetta fyrirbæri, súr og súrdeigsmóðir, sem eru á allra vörum? Í fyrsta þætti kemst Ragnheiður Maísól að því að elsta súrdeigsmóðir heims er líklega um 4500 ára. En hver er elsta súrdeigsmóðir Íslands? Sjálf veit Ragnheiður Maísól ekkert um uppruna sinnar eigin súrdeigsmóður. Getur mögulega verið að sú elsta Íslands sé í raun hennar eigin?
Í þættinum er rætt við Sigfús Guðfinnsson, Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur, Steinunni Pálsdóttur, Ólínu Erlendsdóttur og Þórunni Kjartansdóttur.
Lesari: Ragnar Ísleifur Bragason.
Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Í dag, á aðfangadag jóla, bjóðum við sérlega velkomna í Mannlega þáttinn kærkominn gest, forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Við áttum skemmtilegt spjall við hana um jólin, jólahald í bernsku, nútíð og jafnvel framtíð. Jólaminningar, hefðirnar, fyrstu jólin að Bessastöðum, jólahald erlendis, æskujólin í Kópavoginum, riddara kærleikans og margt fleira. Hátíðleg stund með Höllu Tómasdóttur.
Tónlist í þættinum:
Er líða fer að jólum / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Gunnar Þórðarson, texti Ómar Ragnarsson)
Riddari kærleikans / GDRN (Dagmar Helga Helgadóttir, Valgerður Rakel Rúnarsdóttir)
Dansaðu vindur / Ylja (Nanne Grönvall, Peter Grönvall, texti Kristján Hreinsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tveir Íslendingar verja jólunum við störf á tjaldsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza. Þar eru starfsmenn frá ýmsum heimshlutum sem deila frásögnum af jólahefðum hver með öðrum.
Flugmaður sem tók þátt í stofnun stéttarfélags WOW air á sínum tíma segir að grundvallarbreyting geti orðið á íslenskum vinnumarkaði ef gul stéttarfélög ná fótfestu.
Nýr forsætisráðherra Frakklands kynnti nýja ríkisstjórn í gærkvöld. Til marks um óstöðugleikann í frönskum stjórnmálum er þetta fjórða ríkisstjórnin sem kynnt er í landinu á þessu ári.
Undir kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi vegna storms með éljum á vestanverðu landinu og gular viðvaranir á Suðaustur- og Norðvesturlandi. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við aðstæðum á fjallvegum.
Um tvö þúsund fjölskyldur hafa leitað til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Húsaleiga er það sem er að sliga flesta.
Íslensk netverslun er sigurvegari jólaverslunarinnar í ár. Landsmenn eru skipulagðari í innkaupum en síðustu ár og afslappaðri, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu.
Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra hvetur alla til að tilkynna grun um heimilisofbeldi til lögreglu. Heimilisofbeldi eykst oft yfir hátíðarnar.
Í þættinum er fjallað um heiðin jól og tengsl þeirra við kristnu jólin. Rætt verður við Öldu Völu Ásdísardóttir um jólahald hjá Ásatrúarmönnum nútímans og lesið úr fornum textum sem segja frá heiðnu jólahaldi á Íslandi og í Noregi fyrir kristnitöku. Einnig verður fjallað um tengsl forn-rómversku Satúrnusarhátíðarinnar við jólin og leiknir verða jólasöngvar sem taldir eru varðveita heiðin minni, en þar á meðal er gamall enskur jólasöngur: "The Boar´s Head Carol" (Villigaltar-jólasöngurinn).
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Lesarar: Hallgrímur Ólafsson og Guðrún Þórðardóttir.
Tíunda árið í röð velur Guðni Tómasson sérvalda tónlist fyrir jóla-undirbúninginn á aðfangadegi, á meðan sósan mallar í pottinum og strokið er af helstu flötum heimilisins. Í þessum þætti verður litið um öxl og umsjónarmaður velur lög úr þáttum liðinna ára, sem eru ómissandi rétt áður en helgi jólanna færist yfir.
*Sellósvíta nr. 1 í G-dúr eftir Johann Sebastian Bach.
*Sónötur fyrir selló og fylgirödd eftir Luigi Boccherini og Domeico Gabrielli.
*Adagio eftir Allessandro Marcello.
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og Nicky Swett leika á selló og Liam Kaplan leikur á sembal.
Frumflutningur á nýju hljóðriti Ríkisútvarpsins.
Þögnin.
Guðsþjónusta.
Aftansöngur jóla í Dómkirkjunni.
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og séra Elínborg Sturludóttir prédikar.
Organisti er Guðmundur Sigurðsson.
Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.
Tromptleikarar: Jóhann Stefánsson og Sveinn Birgisson.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil In dulci jubilo (Sjá himins opna hlið). Johann Sebastian Bach. Bachs BWV 751.
Sálmur 36. Sjá, himins opnast hlið. Lag frá 14. öld; hjá Klug Wittenberg 1533 /Björn Halldórsson.
Sálmur 49. Gleð þig særða sál. Sigvaldi Kaldalóns /Stefán frá Hvítadal.
Sálmur 31. Í Betlehem er barn oss fætt. Þýskt vísnalag frá um 1600/Valdimar Briem.
Stólvers: Það aldin út er sprungið nr. 42, þýskur höf ók. frá um 16. öld /Matthías Jochumsson.
Eftir predikun:
Sálmur 46. Í dag er glatt í döprum hjörtum. W. A. Mozart/Valdimar Briem.
Sálmur 35. Heims um ból. Franz Grüber /S. Egilsson.
Eftirspil: Trumpet Voluntary, fyrir orgel og tvo trompeta. Höfundur: Enska barokktónskáldið Jeremiah Clarke.
Fluttir verða Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.
Jólatónleikar útvarpsins 2024.
*Sellókonsert nr. 1 í C-dúr eftir Franz Josep Haydn.
*Hornkonsert nr. 2 í Es-dúr K417 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru Steiney Sigurðardóttir sellóleikari og Stefán Jón Bernharðsson hornleikari; Alec Frank-Gemmill stjórnar.
(Frumflutningur á nýju hljóðriti Ríkisútvarpsins)
*Konsert í C-dúr fyrir tvo trompeta eftir Antonio Vivaldi.
Eiríkur Örn Pálsson og Ásgeir H. Seingrímsson leika á trompeta og Hörður Áskelsson leikur á orgel.
*Air eftir Johann Sebastian Bach og Ave María eftir Bach í útsetningu Charles Gounod.
Gunnar Kvaran leikur á selló og Haukur Guðlaugsson leikur á píanó.
Jól í íslenskum skáldskap á tuttugustu öld.
Edda Heiðrún Backman og Þór Tulinius lesa úrval ljóða eftir ýmis skáld, þar sem jólahátíðin kemur við sögu. Að auki les Edda Heiðrún brot úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og Þór les smásöguna Höndin eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson.
Umsjón: Gunnar Stefánsson.
(Áður á dagskrá 1988)
Veðurstofa Íslands.
Útvarpsfréttir.
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar, mætir til mín í upphafi þáttar þegar við ræðum færð og umferð í ljósi leiðindaveðurs víða í dag og á morgun.
Hugrún Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Samkennd heilsusetri og Reykjalundi, skrifaði grein á dögunum um hvernig best sé að hlúa að andlegri heilsu um hátíðirnar og mikilvægi þess að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hefðir. Við förum yfir þessi mál.
Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, ræðir við mig um veðrið, sem mun lita þennan aðfangadag.
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, verður gestur minn eftir átta fréttir þegar við ræðum verslun á aðventunni.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, verður á sínum stað, og ræðir fréttir úr heimi vísindanna klukkan hálf níu.
Fyrir marga er órjúfanlegur þáttur af jólahaldinu að fara í sund á aðfangadagsmorgun. Grétar Lindberg er á vaktinni í Árbæjarlaug og verður á línunni í lok þáttar.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Létt og ljúf stemning í Morgunverkum dagsins.
Við rifjuðum einnig upp nokkrar sögur af íslenskum jólahefðum með Stefáni Pálssyni sagnfræðingi.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-24
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Jólin Koma.
BAGGALÚTUR - Jólin eru okkar (ft. Valdimar Guðmundsson & Bríet).
STEVIE WONDER - Someday At Christmas.
DIKTA - Nóttin Var Sú Ágæt Ein.
COLDPLAY - Christmas Lights.
STEFÁN HILMARRSON - Líður Að Jólum.
ÞORSTEINN KÁRI - Gjöfin þín.
DIDDÚ - Einmana Á Jólanótt.
HAUKUR MORTHENS - Hátíð Í Bæ.
ELLÝ VILHJÁLMS - Jólin Alls Staðar.
EURYTHMICS - Winter Wonderland.
Rakel Pálsdóttir - Jólaveröld vaknar.
EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Dansaðu vindur.
COCTEAU TWINS - Frosty The Snowman.
EYFI, BJÖGGI OG KÓR ÖLDUTÚNSSKÓLA - Svona Eru Jólin.
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Minn eini jólasveinn.
MICHAEL JACKSON - Little Christmas Tree.
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL - Jólanótt.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Nú mega jólin koma fyrir mér.
Ragnhildur Gísladóttir - Lítið Jólalag.
OTIS REDDING - Merry Christmas Baby.
Middle Kids - Driving Home For Christmas.
Samúel Samúelsson Big band - Last Christmas (ft. Valdimar Guðmundsson) (Stúdíó 12 8. des 2017).
Páll Óskar Hjálmtýsson, Monika Abendroth - A spaceman came travelling.
BAGGALUTUR - Sagan af Jesúsi.
Karlakórinn Fóstbræður, Egill Ólafsson - Helga nótt = O' holy night.
DAÐI FREYR - Það Snjóar.
ÞÚ OG ÉG - Hátíðarskap.
BIGGI HILMARS, SÓLEY & PÉTUR BEN - Fögur jól.
HLJÓMAR - Jólasveinninn Minn.
BRUNALIÐIÐ - Jóla jólasveinn.
BROTHER GRASS - Jólarós.
Emmsjé Gauti, Valdimar Guðmundsson Tónlistarm., Snorri Helgason - Bara ef ég væri hann.
STEBBI & EYFI - Jólagleði.
Friðrik Ómar - Heima Um Jólin.
PÁLL ÓSKAR OG BENZIN MUSIC - Mig langar til.
HJÁLPARSVEITIN - Hjálpum Þeim.
VILHJÁLMUR OG ELLÝ VILHJÁLMS - Jólaklukkur.
Útvarpsfréttir.
Tveir Íslendingar verja jólunum við störf á tjaldsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza. Þar eru starfsmenn frá ýmsum heimshlutum sem deila frásögnum af jólahefðum hver með öðrum.
Flugmaður sem tók þátt í stofnun stéttarfélags WOW air á sínum tíma segir að grundvallarbreyting geti orðið á íslenskum vinnumarkaði ef gul stéttarfélög ná fótfestu.
Nýr forsætisráðherra Frakklands kynnti nýja ríkisstjórn í gærkvöld. Til marks um óstöðugleikann í frönskum stjórnmálum er þetta fjórða ríkisstjórnin sem kynnt er í landinu á þessu ári.
Undir kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi vegna storms með éljum á vestanverðu landinu og gular viðvaranir á Suðaustur- og Norðvesturlandi. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við aðstæðum á fjallvegum.
Um tvö þúsund fjölskyldur hafa leitað til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Húsaleiga er það sem er að sliga flesta.
Íslensk netverslun er sigurvegari jólaverslunarinnar í ár. Landsmenn eru skipulagðari í innkaupum en síðustu ár og afslappaðri, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu.
Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra hvetur alla til að tilkynna grun um heimilisofbeldi til lögreglu. Heimilisofbeldi eykst oft yfir hátíðarnar.
Jólabörnin Guðrún Dís Emilsdóttir og Felix Bergsson eru Ilmandi í eldhúsinu á aðfangadag og fylgja hlustendum eftir hádegið. Þau taka á móti góðum gestum jólakaffi á milli þess sem þau smakka til sósuna, pakka inn síðustu gjöfunum og brúna kartöflurnar í sönnum jólaanda.
Rás 2 - Ilmandi gott útvarp
Guðrún Dís Emilsdóttir og Felix Bergsson taka á móti dásamlegum gestum í eldhúsinu á aðfangadag, ræða jólasiði, spila jólalög, senda jólakveðjur, fá jólakort og já, hræra auðvitað í jólasósunni!
Gestir eru jólabörnin: Hera Björk, Egill Arnar Sigurþórsson í Manilla, Þórhildur Ólafsdóttir í Uganda, Logi Bergmann Eiðsson í Washington DC, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðsson, Einar Þorsteinsson og Milla Magnúsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Hannes Friðbjarnarson
Uppáhalds útvarpsþáttur margra var þegar Guðni Már Henningsson sagði jólasögur og spilaði músík á aðfangdag frá kl. fjögur og fram til jóla kl. sex. Á aðfangadag kl. 16:05 er þátturinn Gleði og friðarjól í anda Guðna. Ólafur Páll Gunnarsson segir sögur af jólum og spilar jólalög en fólk flytur jólasögur, hugvekjur og jólapistla.