12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 24. desember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Tveir Íslendingar verja jólunum við störf á tjaldsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza. Þar eru starfsmenn frá ýmsum heimshlutum sem deila frásögnum af jólahefðum hver með öðrum.

Flugmaður sem tók þátt í stofnun stéttarfélags WOW air á sínum tíma segir að grundvallarbreyting geti orðið á íslenskum vinnumarkaði ef gul stéttarfélög ná fótfestu.

Nýr forsætisráðherra Frakklands kynnti nýja ríkisstjórn í gærkvöld. Til marks um óstöðugleikann í frönskum stjórnmálum er þetta fjórða ríkisstjórnin sem kynnt er í landinu á þessu ári.

Undir kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi vegna storms með éljum á vestanverðu landinu og gular viðvaranir á Suðaustur- og Norðvesturlandi. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við aðstæðum á fjallvegum.

Um tvö þúsund fjölskyldur hafa leitað til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Húsaleiga er það sem er að sliga flesta.

Íslensk netverslun er sigurvegari jólaverslunarinnar í ár. Landsmenn eru skipulagðari í innkaupum en síðustu ár og afslappaðri, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu.

Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra hvetur alla til að tilkynna grun um heimilisofbeldi til lögreglu. Heimilisofbeldi eykst oft yfir hátíðarnar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,