13:00
Samfélagið
Þingmaður um aldurstakmarkanir, nýtt eldsneyti þróað á skip, málfar og vísindaspjall um lyfleysur.
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við höldum áfram að ræða aldurstakmarkanir í lögum - kíktum í heimsókn á Alþingi til Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, þingmanns Framsóknar, en hún hefur mikið velt þessu fyrir sér og lagði nýlega fram frumvarp ásamt nokkrum samflokksmönnum þar sem lagt er til að hætt verði að gera þá kröfu að forseti Íslands þurfi að vera orðinn 35 ára á kjördag,

Verkfræðistofan Verkís mun leiða umfangsmikið, fjölþjóðlegt orkuskiptaverkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýst um að aðlaga stórt flutningaskip þannig að það geti notað rafeldsneyti í stað olíu. Ammóníak, metanól og vetni koma þarna við sögu og kostnaður við verkefnið er um 2,5 milljarðar króna. Kjartan Due Nielsen, nýsköpunarstjóri Verkís, ætlar að segja okkur frá þessu verkefni.

Málfarsmínúta - framhjáhald.

Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur - lyfleysur og lyfleysuáhrif.

Tónlist:

Björgvin Halldórsson - Himinn og jörð.

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,