Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Siguvin Lárus Jónsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, spjallaði um efnahag og samfélag á Morgunvaktinni í dag. Málefni Grindavíkur verða rædd, sem og húsaleigumarkaðurinn, kjaraviðræðurnar og hlutabréf.
Ólga er í Þýskalandi. Öfgum í stjórnmálum er mótmælt, einkum útlendingaandúð. Verkalýðshreyfingin, kirkjan og fleiri hafa sameinast í andófinu og krafist er aðgerða stjórnvalda til að stemma stigu við ástandinu; óttast er að hryllingur fyrri tíma kunni að endurtaka sig. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir þessi mál í Berlínarspjalli.
Í síðasta hluta þáttarins var Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gestur okkar. Við ræddum um málefni Grindvíkinga; um aðgerðirnar sem ríkisstjórnin tilkynnti um í gær og mögulegar útfærslur á þeim.
Tónlist:
Diamond, Neil - Ain't no sunshine.
Sigrún Hjálmtýsdóttir - Valdi skafari.
Sigrún Hjálmtýsdóttir - Landsíma-Lína.
Kaufmann, Jonas - Con te partiró.
Beatles, The - Here comes the sun.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Sterkasta briddsmót sögunnar, sem fram hefur farið hér á landi, hófst í gær og það verður spilað í fjóra daga í Hörpu. Margar af skærustu stjörnum briddsheimsins taka þátt. Áhugi á bridds hefur tekið kipp undanfarið hérlendis en um tuttugu þúsund Íslendingar spila bridds reglulega. Við forvitnuðumst í dag um bridds og því kom forseti Bridgesambands Íslands, Brynjar Níelsson, í þáttinn til að fræða okkur, bæði um bridds og alþjóðlegu mótin tvö sem fara fram hér á landi, því þegar hinu fyrra lýkur þá er blásið nánast um leið til leiks í öðru alþjóðlegu móti í Hörpu.
Í dag lifir fólk almennt lengur en áður og það er líka virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir kom í þáttinn í dag. Hann er einn yfirlækna á Reykjalundi, formaður verkefnastjórnar verkefnisins Gott að eldast og hann var nýlega ráðinn til að vera yfir öllum endurhæfingadeildum á Landakotsspítala. Á nýafstöðnum læknadögum flutti Ólafur erindið Endurhæfing eldra fólks, hvert stefnum við? Hann fræddi okkur um stöðuna í þessu mikilvæga málaflokki.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í heilsuspjallið og við héldum áfram að tala um föstur og fleira í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Fyrir austan mána / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Loftur Guðmundsson)
Ég veit þú kemur / Elly Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ)
Heima / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður VR gefur lítið fyrir orð formanns Sjálfstæðisflokksins um að útgjöld vegna Grindavíkur geti haft áhrif á aðkomu stjórnvalda að gerð kjarasamninga. Hann segir ósmekklegt og ógeðfellt af formanninum að nota stöðuna í Grindavík til að vinna gegn kjarasamningum.
Þensla á húsnæðismarkaði eykst líklega næstu mánuði vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar til að mæta vanda Grindvíkinga. Þetta segir fjármálaráðherra. Innviðaráðherra segir til skoðunar að taka út eða endurmeta vægi húsnæðis í verðbólgumælingum.
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu sameiginlega árás á Húta í Jemen í annað sinn í nótt. Utanríkisráðherra Breta segir að ríkin vilji senda skýr skilaboð um að orðum þeirra fylgi aðgerðir.
Innan við þriðjungur landsmanna myndi kjósa stjórnarflokkana ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áður mælst með jafn lítið fylgi.
Umsókn Svía að Atlantshafsbandalaginu verður að líkindum afgreidd á tyrkneska þinginu í þessari viku, jafnvel í dag, segja þarlendir fjölmiðlar. Ungverjar, sem einnig eiga eftir að samþykkja umsókn Svía, hafa boðið forsætisráðherra Svíþjóðar í heimsókn til að ræða málið
Heimilislæknar verða ekki orðnir nógu margir fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu ár. Landsmönnum fjölgar hraðar en búist var við og margir læknar hætta heimilislækningum vegna aldurs á næstu fimm árum.
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny þarf að hlusta á lag með rússneskri poppstjörnu, sem er hliðholl Pútín Rússlandsforseta, klukkan fimm á hverjum morgni í fangelsinu sem hann var fluttur í nýverið.
Veikindi, leikbann og meiðsli hrjá íslensku handboltalandsliðsmennina í Þýskalandi. Þeir mæta Austurríki í lokaleik milliriðlakeppninnar á EM á morgun og þurfa fimm marka sigur til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í Þetta helst í dag heyrum við upptökur af því sem fram fór fyrir utan og innan veggi Alþingishússins á aðeins tæpri klukkustund. Á meðan pólitíkin snerist í óvæntar áttir á einu augabragði. Veikindi matvælaráðherra gjörbreyttu stöðunni á stjórnarheimilinu.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samtök fjármálafyrirtækja berjast fyrir því að fjármálalæsi verði gert að skyldufagi í grunnskólum landsins, en nýleg Gallup-könnun sýnir að fjármálalæsi Íslendinga er verulega ábótavant og grunnhugtök vefjast fyrir fólki. Við ræddum við framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja í Samfélaginu í gær en samtökin halda úti fræðsluvefnum Fjármálavit.is og hafa séð áhugasömum kennurum fyrir námsefni. En hvernig er þessari fræðslu háttað í skólunum í dag? Hvað segir aðalnámskráin? Hvað er mögulegt að gera? Við ræðum þetta við verkefnastjóra hjá Menntamálastofnun.
Við ætlum að tala um fugla í Samfélaginu í dag. Fyrst um uglur. Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands rannsakar þá tiltölulega sjaldgæfu fuglategund, að manni finnst - að minnsta kosti sjáum við sjaldan uglur. Gunnar fræðir okkur um þær á eftir.
Smáfuglarnir eru mörgum ofarlega í huga þegar frost og snjór einkenna veðrið og eflaust margir hlustendur Samfélagsins sem gefa þeim eitthvað gott í gogginn þessa dagana. Um næstu helgi efnir Fuglavernd til garðfuglatalningar og hvetur alla til að taka þátt. Guðni Sighvatsson fuglavinur ætlar að vera á línunni hjá okkur.
Alþingi kom saman í gær að loknu hléi. Við ætlum ekkert að kafa í pólitíkina í dag heldur velta fyrir okkur þeim orðum og hugtökum sem einkenna starfið þar. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ses hjá okkur í lok þáttar.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er haldin 24. til 26. janúar. Meðal atriða á hátíðinni er kynning á verkum bandarísku tónlistarkonunnar Pauline Oliveros, sem Skerpla flytur víða í Hörpu, eins og Berglind María Tómasdóttir greinir frá, og harmonikkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson verður í stóru hlutverki.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Ingibjörg Lárusdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 1861 og bjó þar alla sína tíð. Á efri árum fór hún að skrifa m.a. æskuminningar og er þar um að ræða fallegar og áhrifamiklar frásagnir af innihaldsríku mannlífi þó fátækt sé mikil. Í þessum þætti er lýst ferð til grasa, þar sem náttúran leikur við hvern sinn fingur, en einnig undirbúningi að för bróður Ingibjargar til Ameríku, för sem er lituð miklum vonum um betri tíð en jafnframt sorg yfir aðskilnaði við ástvini.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Sýningin D-vítamín verður opnuð gestum næstkomandi föstudag í hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur en þar kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafnsins í D-sal. Við náum tali af Aldísi Snorradóttur, og Björk Hrafnsdóttur, sýningarstjórum í þætti dagsins.
Ljósið og ruslið er marglaga sviðs- og tónverk eftir Benedikt Hermann Hermannsson tónskáld og Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfund en það verður frumsýnt í Tjarnarbíói núna á fimmtudaginn. Verkið er samið fyrir og flutt af kvennakór og hljómsveit, og samanstendur sýningin af 10 lögum sem hvert felur í sér sitt eigið sögusvið og hljóðheim. Við ræðum við Benna Hemm Hemm og Maríu Rán Guðjónsdóttur, útgefanda, sem er einn kórmeðlima.
Við rifjum einnig upp erindi Snorra Rafns Hallssonar um Kafka, skrifræði og draumaland reglnanna og mun hann grípa niður í Réttarhöldin og bók bandaríska mannfræðingsins og anarkistans David Graeber, Utopia of rules.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við förum á Austurvöll í heimsókn í tjalbúðirnar og ræðum við mótmælendur sem hafa reist þar tjaldbúðir, sem óvíst er hvort fái að standa áfram.
Benni Hemm Hemm er gestur Önnu Marsibilar Clausen í fjórða þætti af Á samviskunni.
Að lokum rýnum við í tæknispá fyrir árið 2024, sem Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri, birti í Heimildinni á dögunum.
Lagalisti
Al Fajer - Rubbama
John Friusciante - Song to sing when I'm lonely
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Stjórnvöld í Ísrael finna fyrir síauknum þrýstingi innanlands um að hætta árásum á Gaza eftir því sem fleiri hermenn falla. Metmannfall varð í þeirra röðum í gær.
RÚV hefur ákveðið að slíta á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovision vegna gagnrýni á þátttöku Ísraels. Ákveðið verður í samráði við sigurvegara keppninnar hér heima hvort hann tekur þátt í Svíþjóð.
Mikil hreyfing er komin á fasteignamarkaðinn í Reykjanesbæ vegna Grindvíkinga sem leita að húsnæði að sögn fasteignasala þar.
Engir samningsfletir eru eftir fund Samtaka atvinnulífsins og stóru félaganna innan ASÍ þrátt fyrir fundarhöld undanfarna daga. Talsmenn félaganna segjast ekkert fá fram frá viðsemjendum sínum í SA. Fundur í dag skilaði litlu.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi leggjast gegn drögum að frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margar umsagnir um eitt og sama málið borist í samráðsgátt.
Afnema ætti regluna um að forseti þurfi að vera orðinn 35 ára segja fimm þingmenn Framsóknarflokksins og leggja til breytingu á stjórnarskránni.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Um eða yfir 1.200 heimili í Grindavík voru rýmd 10. nóvember og fyrir liggur að fólk fær ekki að flytja þangað aftur í bráð. En gangi áætlanir stjórnvalda eftir má gera ráð fyrir að fjöldi Grindvíkinga vilji koma sér fyrir í eigin húsnæði á næstunni, en hvar? Spegillinn ræddi við Grindvíkinginn Sverri Auðunsson. Hann er í bæjarstjórn Grindavíkur og er nýtekinn við formennsku í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum 5. nóvember og í dag fara fram forkosningar hjá Repúblíkönum í New Hampshire, einu smæsta og fámennasta ríki Bandaríkjanna. Þar býr aðeins tæp 1,5 milljón manna en niðurstaðan í New Hampshire hefur sögulega gefið góða hugmynd um hver hlýtur að lokum útnefningu flokksins. Kjósendur geta valið á milli tveggja frambjóðenda, Trumps og Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóra Suður-Karólínu og sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum. En hver er Nikki Haley og á hún einhvern möguleika á að verða forseti?
Enn einn ráðherrann í ríkisstjórn Noregs hefur orðið að segja af sér vegna gamalla mistaka. Nýr ráðherra vísindarannsókna og æðri menntunar var kynntur í morgun eftir að fyrri ráðherra játaði á sig ritstuld við lögfræðipróf. Núna eru sex ráðherrar farnir og sjöundi ráðherrann er í nauðvörn að halda sínu embætti.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Í þættinum förum við yfir skemmtilega sögu kvikmyndanna - það verður farið hratt yfir sögu en við heyrum af því hvernig þetta byrjaði allt saman, hvernig fyrsta kvikmyndavélin var og af hverju það var hættulegt að fara í bíó í gamla daga ásamt ýmsu fleiru.
Sérfræðingur þáttarins er: Sigríður Pétursdóttir
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir frá Sambandi evrópskra útvarpsstöðva.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir og Guðni Tómasson.
Hljóðritun frá tónleikum Norsku útvarpshljómsveitarinnar sem fram fóru í Útvarpshúsinu í Ósló, 14. September s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Johannes Brahms og Róbert Schumann.
Einleikari og stjórnandi er fiðluleikarinn Christian Tetzlaff.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samtök fjármálafyrirtækja berjast fyrir því að fjármálalæsi verði gert að skyldufagi í grunnskólum landsins, en nýleg Gallup-könnun sýnir að fjármálalæsi Íslendinga er verulega ábótavant og grunnhugtök vefjast fyrir fólki. Við ræddum við framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja í Samfélaginu í gær en samtökin halda úti fræðsluvefnum Fjármálavit.is og hafa séð áhugasömum kennurum fyrir námsefni. En hvernig er þessari fræðslu háttað í skólunum í dag? Hvað segir aðalnámskráin? Hvað er mögulegt að gera? Við ræðum þetta við verkefnastjóra hjá Menntamálastofnun.
Við ætlum að tala um fugla í Samfélaginu í dag. Fyrst um uglur. Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands rannsakar þá tiltölulega sjaldgæfu fuglategund, að manni finnst - að minnsta kosti sjáum við sjaldan uglur. Gunnar fræðir okkur um þær á eftir.
Smáfuglarnir eru mörgum ofarlega í huga þegar frost og snjór einkenna veðrið og eflaust margir hlustendur Samfélagsins sem gefa þeim eitthvað gott í gogginn þessa dagana. Um næstu helgi efnir Fuglavernd til garðfuglatalningar og hvetur alla til að taka þátt. Guðni Sighvatsson fuglavinur ætlar að vera á línunni hjá okkur.
Alþingi kom saman í gær að loknu hléi. Við ætlum ekkert að kafa í pólitíkina í dag heldur velta fyrir okkur þeim orðum og hugtökum sem einkenna starfið þar. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ses hjá okkur í lok þáttar.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Sterkasta briddsmót sögunnar, sem fram hefur farið hér á landi, hófst í gær og það verður spilað í fjóra daga í Hörpu. Margar af skærustu stjörnum briddsheimsins taka þátt. Áhugi á bridds hefur tekið kipp undanfarið hérlendis en um tuttugu þúsund Íslendingar spila bridds reglulega. Við forvitnuðumst í dag um bridds og því kom forseti Bridgesambands Íslands, Brynjar Níelsson, í þáttinn til að fræða okkur, bæði um bridds og alþjóðlegu mótin tvö sem fara fram hér á landi, því þegar hinu fyrra lýkur þá er blásið nánast um leið til leiks í öðru alþjóðlegu móti í Hörpu.
Í dag lifir fólk almennt lengur en áður og það er líka virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir kom í þáttinn í dag. Hann er einn yfirlækna á Reykjalundi, formaður verkefnastjórnar verkefnisins Gott að eldast og hann var nýlega ráðinn til að vera yfir öllum endurhæfingadeildum á Landakotsspítala. Á nýafstöðnum læknadögum flutti Ólafur erindið Endurhæfing eldra fólks, hvert stefnum við? Hann fræddi okkur um stöðuna í þessu mikilvæga málaflokki.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í heilsuspjallið og við héldum áfram að tala um föstur og fleira í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Fyrir austan mána / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Loftur Guðmundsson)
Ég veit þú kemur / Elly Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ)
Heima / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við förum á Austurvöll í heimsókn í tjalbúðirnar og ræðum við mótmælendur sem hafa reist þar tjaldbúðir, sem óvíst er hvort fái að standa áfram.
Benni Hemm Hemm er gestur Önnu Marsibilar Clausen í fjórða þætti af Á samviskunni.
Að lokum rýnum við í tæknispá fyrir árið 2024, sem Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri, birti í Heimildinni á dögunum.
Lagalisti
Al Fajer - Rubbama
John Friusciante - Song to sing when I'm lonely
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðarpakka til að bregðast við stöðunni í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði m.a. að útfæra þyrfti leið sem gerði Grindvíkingum bæði færi á að finna sér nýtt heimili utan Grindavíkur sem fyrst og að þeir gætu snúið aftur heim síðar ef þeir vildu og aðstæður leyfa. Við slógum á þráðinn til Ásrúnar Helgu Kristinsdóttur forseta bæjarstjórnar Grindavíkur og heyrðum hennar viðbrögð við aðgerðarpakkanum og fleira.
Gervigreind er orð ársins 2023 enda allt umlykjandi einhvern veginn, á samfélagsmiðlum, í áramótaskaupinu og fjölmiðlum svo eitthvað sé nefnt. Mörgum stendur ógn af gervigreindinni og því sem hægt er að gera á þeim vettvangi, en kannski er hún ekki alslæm. Endurmenntun Háskóla Íslands býður nú upp á forvitnilegt námskeið sem nefnist Hagnýtar gervigreindarlausnir og við fengum Sverri Heiðar Davíðsson, annan þeirra sem námskeiðið kenna, til að segja okkur betur frá þeim tækifærum sem gervigreindin býður almenningi upp á.
Mikið hefur verið rætt um vantraust og vantrauststillögur að undanförnu ekki síst vegna þeirrar sem Inga Sæland lagði fram á hendur matvælaráðherra í gær. Hún dró vantrauststillöguna þó til baka þegar að Svandís Svavarsdóttir sagði frá veikindum sínum og að hún héldi í veikindaleyfi um tíma. En hvað er þetta nú eiginlega? Hvaða hefðir og venjur hafa skapast í kringum vantraust á alþingi og hversu oft hefur slíkt verið samþykkt? Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði leit við hjá okkur í örlitla sögukennslu.
Nú stendur til að setja á laggirnar nýtt meistaranám við menntavísindasvið Háskóla Íslands sem er ætlað að efla fagfólk í skóla- og frístundastarfi á sviði tilfinninga- og félagshæfni og geðræktar barna og unglinga. Jafnt hamingjumælingar landlæknis og umtöluð könnun Pisa benda til að sannarlega sé þörf þar á. En höfum við sofið á verðinum í þessum efnum? Gyða Guðmundsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og sérfræðingur í skólasálfræði og Oddný Sturludóttir, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði kíktu til okkar en þær unnu ásamt fleirum að gerð námsins.
Flest þekkjum við frístundastyrkina svokölluðu sem mörg sveitarfélög bjóða börnum til afnota í íþróttir og tómstundastarf. Reykjanesbær býður nú upp á hvatagreiðslur til eldri borgara í sama tilgangi, að hvetja fólk til hreyfingar og virkni. Við hringdum í Hafþór Barða Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar og heyrðum meira af þessu.
Svo enduðum við þáttinn á reglulegu vísindaspjalli okkar við Sævar Helga Bragason þar sem tunglið og kvikumyndun komu m.a. við sögu.
Tónlist:
Vök - Stadium.
FLOTT - Með þér líður mér vel.
Leon Bridges - Beyond.
Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Lady fish and chips.
Manic Street Preachers - You stole the sun from my heart.
Jón Jónsson - Ljúft að vera til.
Sting - Brand new day.
Possibillies og Stefán Hilmarsson - Tunglið mitt.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Það var heljarinnar fjör hjá Hjartagosum sem skelltu sér í Hljóðbrotið, viðhafanarútgáfu á sport pakkanum með aðstoð Kára Kristjáns Kristjánssonar sérfræðings og svo var farið í sögustund með Viðari Hákoni Gíslasyni meðlimi hljómsveitarinnar Trabant. Viðar rifjaði það upp með Hjartagosum þegar Trabant spilaði tækjatónlist (eins og Ólafur Ragnar orðaði það) á Bessastöðum, en það eru 20 ár síðan það gerðist og allir dönsuðu, sérstaklega forsetafrúin Dorrit Moussaieff.
Lagalisti þáttarins:
SHADOW PARADE - Dead Mans Hand.
Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.
GEORGE HARRISON - My Sweet Lord (2000).
GEORGE HARRISON - My Sweet Lord.
Magdalena Júlía Mazur Tómasdóttir - Never enough.
SUGAR RAY - Someday.
Bríet - Fimm.
THE RAMONES - Baby I love you.
PET SHOP BOYS - West End Girls.
STEVE SAMPLING feat. STEINI FJELSTED - Alla leið.
OASIS - Sunday Morning Call.
Lizzo - JUICE.
BLUE ÖYSTER CULT - Don't fear the reaper.
COLDPLAY - Don't Panic.
KK - Hafðu engar áhyggjur.
Sivan, Troye - One Of Your Girls.
Bubbi Morthens - Agnes Og Friðrik.
Quantic, Rationale - Unconditional.
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.
TRABANT - The One (The Filthy Duke Remix).
eee gee - More than a Woman.
Green Day - Time Of Your Life.
LED ZEPPELIN - Stairway to Heaven (Sunset Sound Mix).
Eels, Meija - Possum.
HJÁLMAR - Gakktu alla leið.
Gosi - Ófreskja.
MUGISON - Murr Murr.
THE VERVE - Sonnet.
Inspector Spacetime - Smástund.
GORILLAZ - Clint Eastwood.
Superserious - Duckface.
Slowblow - 7-up days
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður VR gefur lítið fyrir orð formanns Sjálfstæðisflokksins um að útgjöld vegna Grindavíkur geti haft áhrif á aðkomu stjórnvalda að gerð kjarasamninga. Hann segir ósmekklegt og ógeðfellt af formanninum að nota stöðuna í Grindavík til að vinna gegn kjarasamningum.
Þensla á húsnæðismarkaði eykst líklega næstu mánuði vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar til að mæta vanda Grindvíkinga. Þetta segir fjármálaráðherra. Innviðaráðherra segir til skoðunar að taka út eða endurmeta vægi húsnæðis í verðbólgumælingum.
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu sameiginlega árás á Húta í Jemen í annað sinn í nótt. Utanríkisráðherra Breta segir að ríkin vilji senda skýr skilaboð um að orðum þeirra fylgi aðgerðir.
Innan við þriðjungur landsmanna myndi kjósa stjórnarflokkana ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áður mælst með jafn lítið fylgi.
Umsókn Svía að Atlantshafsbandalaginu verður að líkindum afgreidd á tyrkneska þinginu í þessari viku, jafnvel í dag, segja þarlendir fjölmiðlar. Ungverjar, sem einnig eiga eftir að samþykkja umsókn Svía, hafa boðið forsætisráðherra Svíþjóðar í heimsókn til að ræða málið
Heimilislæknar verða ekki orðnir nógu margir fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu ár. Landsmönnum fjölgar hraðar en búist var við og margir læknar hætta heimilislækningum vegna aldurs á næstu fimm árum.
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny þarf að hlusta á lag með rússneskri poppstjörnu, sem er hliðholl Pútín Rússlandsforseta, klukkan fimm á hverjum morgni í fangelsinu sem hann var fluttur í nýverið.
Veikindi, leikbann og meiðsli hrjá íslensku handboltalandsliðsmennina í Þýskalandi. Þeir mæta Austurríki í lokaleik milliriðlakeppninnar á EM á morgun og þurfa fimm marka sigur til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa í góðum gín í Popplandi dagsins. Plata vikunnar á sínum stað, Verk með hljómsveitinni Ex.Girls. Ný tónlist úr öllum áttum, meðal annars frá Sögu Matthildi, Barry Can’t Swim, Kvikindi, Jóni Jónssyni, Superserious, Frumburði og fleirum. Þessar helstu tónlistarfréttir og fyrsta reyklausa dagsins minnst.
Flott - Með þér líður mér vel.
OTIS REDDING - (Sittin' On) The Dock Of The Bay.
ALANIS MORISSETTE - Ironic.
QUEEN - One Vision.
SCISSOR SISTERS - Take your mama.
ELTON JOHN - Pinball Wizard.
Katrín Helga Ólafsdóttir - Seinasti dansinn okkar.
Kahan, Noah - Stick Season.
Saga Matthildur - Hvaða sögu viltu fá?.
Jung Kook - Standing Next to You.
Óviti, Kusk og Óviti, KUSK - Loka augunum.
Adele - Send My Love (To Your New Lover).
Friðrik Dór Jónsson, Kvikindi - Úthverfi.
Owusu, Genesis - Leaving The Light.
Ex.girls - Drepa mann.
THE BEATLES - Blackbird.
Hljómar - Heyrðu mig góða.
Ruth Reginalds - Tóm tjara.
DAYSLEEPER - Kumbh Mela.
MAUS - Ungfrú Orðadrepir.
Mitski - My Love Mine All Mine.
VÖK - Headlights.
Barry Can't Swim - Dance of the Crab.
SOFI TUKKER - Jacare.
Inspector Spacetime - Hitta mig.
Miley Cyrus - Malibu.
Japanese House, The - Super Trouper.
McKenna, Declan - Slipping Through My Fingers.
MICHAEL KIWANUKA - Beautiful Life.
Warmland - Voltage.
Combs, Luke, Wilder Blue, The - Seven Bridges Road.
Fleetwood Mac - Silver springs.
Teitur Magnússon - Kamelgult.
Superserious - Coke Cans.
GDRN - Af og til.
Dina Ögon - Det läcker.
SUGABABES - Overload.
CMAT - Stay for Something.
TOTALLY ENORMOUS EXTINCT DINOSAURS - Crosswalk.
EX.GIRLS - Hundrað í hættunni.
UXI - Bridges.
FRUMBURÐUR - Bráðna (ft. Daniil)
ELÍN EY & PÉTUR BEN - Þjóðvegurinn.
THE NATIONAL & PHOEBE BRIDGERS - Laugh Track.
DAVID KUSHNER - Daylight.
BENNI HEMM HEMM & KÓR - París Norðursins.
JÓN JÓNSSON - Spilaborg.
Í tvígang hefur verið mótmælt fyrir utan Ríkisútvarpið hér í Efstaleiti vegna þátttöku Ísrael í Eurovision, annars vegar í desember og nú síðast í síðustu viku. Í bæði skiptin hefur Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tekið á móti undirskriftarlista sem þúsundir hafa skrifað undir þar sem RÚV er hvatt til að sniðganga keppnina, þar að auki skoraði stjórn Félags tónskálda og textahöfunda á útvarpsstjóra í desember að taka ekki þátt í Eurovision í ár. Staðfest er að Ísrael verður með í keppninni í Malmö í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem birt var á vef Sænska sjónvarpsins á dögunum. En hver er staðan á málinu núna, verður Söngvakeppni í ár og mun Íslands taka þátt í Eurovision þrátt fyrir að Ísrael sé með í keppninni. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri koma til okkar á eftir.
Og í kjölfarið af því að Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segja okkur af stöðu Söngvakeppninnar og þátttöku Íslands í Eurovision ætlum við að fá viðbrögð Braga Valdimars Skúlasonar formanns Félags tónskálda og textahöfunda en hann verður á línunni hjá okkur.
Janúarráðstefna Festu fer fram þann 25.janúar næstkomandi í Hörpu undir yfirskriftinni, Við skrifum mannkynssöguna, sem vísar í þau tímamót sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í starfsemi fyrirtækja þegar kemur að sjálfbærni. Markmiðið er að eiga samtal um þær áskoranir sem við mannkynið stöndum frammi fyrir í tengslum við áhrif loftslagsbreytinga og hvernig hægt er að sporna við þeim með nýrri tækni og nýsköpun. Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.
Við fáum til okkar hvítlauksbændur úr Kópavogi þau Þórunn Ólafsdóttur og Harald Guðjónsson en þau hafa sannað það að það er hægt að rækta hvítlauk hér á landi. Framleiðslan er lífræn og er í blússandi vexti. Við fáum að heyra sögu þeirra hér í þættinum.
Hvað í ósköpunum er Djúptæknikjarni? Það eina sem vitum er að það á að hýsa fjölmörg svið vísinda lista og hönnunar ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækum. við fáum að heyra meira af þessu spennandi verkefni í þættinum og til okkar kemur maður sem heitir Hans Guttormur og segir okkur allt um það.
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gert samning við Íslenska ættleiðingu um þróun verklags um samþætta þjónustu við börn sem ættleidd eru til Íslands. Ásmundur Einar Daðason mennta og barnamálaráðherra og Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar undirrituðu samning þess efnis og á línunni hjá okkur er Elísabet Hrund.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Stjórnvöld í Ísrael finna fyrir síauknum þrýstingi innanlands um að hætta árásum á Gaza eftir því sem fleiri hermenn falla. Metmannfall varð í þeirra röðum í gær.
RÚV hefur ákveðið að slíta á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovision vegna gagnrýni á þátttöku Ísraels. Ákveðið verður í samráði við sigurvegara keppninnar hér heima hvort hann tekur þátt í Svíþjóð.
Mikil hreyfing er komin á fasteignamarkaðinn í Reykjanesbæ vegna Grindvíkinga sem leita að húsnæði að sögn fasteignasala þar.
Engir samningsfletir eru eftir fund Samtaka atvinnulífsins og stóru félaganna innan ASÍ þrátt fyrir fundarhöld undanfarna daga. Talsmenn félaganna segjast ekkert fá fram frá viðsemjendum sínum í SA. Fundur í dag skilaði litlu.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi leggjast gegn drögum að frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margar umsagnir um eitt og sama málið borist í samráðsgátt.
Afnema ætti regluna um að forseti þurfi að vera orðinn 35 ára segja fimm þingmenn Framsóknarflokksins og leggja til breytingu á stjórnarskránni.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Um eða yfir 1.200 heimili í Grindavík voru rýmd 10. nóvember og fyrir liggur að fólk fær ekki að flytja þangað aftur í bráð. En gangi áætlanir stjórnvalda eftir má gera ráð fyrir að fjöldi Grindvíkinga vilji koma sér fyrir í eigin húsnæði á næstunni, en hvar? Spegillinn ræddi við Grindvíkinginn Sverri Auðunsson. Hann er í bæjarstjórn Grindavíkur og er nýtekinn við formennsku í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum 5. nóvember og í dag fara fram forkosningar hjá Repúblíkönum í New Hampshire, einu smæsta og fámennasta ríki Bandaríkjanna. Þar býr aðeins tæp 1,5 milljón manna en niðurstaðan í New Hampshire hefur sögulega gefið góða hugmynd um hver hlýtur að lokum útnefningu flokksins. Kjósendur geta valið á milli tveggja frambjóðenda, Trumps og Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóra Suður-Karólínu og sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum. En hver er Nikki Haley og á hún einhvern möguleika á að verða forseti?
Enn einn ráðherrann í ríkisstjórn Noregs hefur orðið að segja af sér vegna gamalla mistaka. Nýr ráðherra vísindarannsókna og æðri menntunar var kynntur í morgun eftir að fyrri ráðherra játaði á sig ritstuld við lögfræðipróf. Núna eru sex ráðherrar farnir og sjöundi ráðherrann er í nauðvörn að halda sínu embætti.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Friðrik Dór Jónsson og Kvikindi - Úthverfi.
Saga Matthildur - Hvaða sögu viltu fá?.
Superserious - Coke Cans.
Ástarpungarnir - Sagan okkar.
Jón Jónsson Tónlistarm. - Spilaborg.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
Sweet Parade, The - In the Rearview.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Að venju er það nýja tónlistin sem er í aðalhlutverki á Kvöldvaktinni og meðal þess sem fer á fóninn í kvöld eru ný lög frá Gosa, Khruangbin, Mumford & Sons, Black Keys, Ariana Grande, Tyla, Faye Webster ft Lil Yachty, Halo Maud og mörg fleiri.
Lagalistinn
Gosi - Ófreskja.
Vampire Weekend - Step
Dina Ögon - Det läcker.
Cocteau Twins - Heaven on Las Vegas.
Khruangbin - A Love International
UXI - Bridges.
Alt-J - Left hand free
Williams, Pharrell, Mumford and Sons - Good People.
National, The - Bloodbuzz Ohio
Black Keys, The - Beautiful People (Stay High).
Ellis-Bextor, Sophie - Murder On The Dancefloor (Orchestral Disco Version).
Tyla - Water.
Peso Pluma, Kali Uchis - Igual Que Un Angel.
Grande, Ariana - Yes, and
Kourtesis, Sofia - Madres.
Channel Tres - Walked In The Room
Jamiroquai - Little L [Dave Lee Reblend].
Staves, The - All Now.
Lil Yachty, Webster, Faye - Lego Ring.
HAIM - Summer Girl.
Halo Maud - Terres Infinies.
Sprints - Heavy.
PIXIES - Bone Machine.
Hackman, Marika - Slime.
NewDad - Nightmares.
Bob Vylan - Hunger Games
21 Savage, Weeknd, The, Metro Boomin - Creepin'.
Teddy Swims - Lose Control.
FATBOY SLIM & MACY GRAY - Demons.
Young, Lola - Wish You Were Dead
Tame Impala, Thundercat - No More Lies.
ST. VINCENT - Los Ageless.
Harris, Calvin, Rose, Eliza - Body Moving.
Ngonda, Jalen - Rapture.
Mugison - Gúanó kallinn.
Stevens, Sufjan - All the trees of the field will clap their hands.
MJ Lenderman, Waxahatchee - Right Back To It.
Youth Lagoon - Football
Ilsey - No California
MGMT - Nothing To Declare
Ten Years After - I'd Love To Change the World
Liam Gallagher & John Squire - Just Another Rainbow
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í Rokklandi vikunnar heyrum við lög af ýmsum plötum sem bresku músíkblöðin Mojo og Uncut segja að séu bestu plötur ársins 2023.