06:50
Morgunvaktin
Ánægja með aðgerðir en óvissan alltumlykjandi
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, spjallaði um efnahag og samfélag á Morgunvaktinni í dag. Málefni Grindavíkur verða rædd, sem og húsaleigumarkaðurinn, kjaraviðræðurnar og hlutabréf.

Ólga er í Þýskalandi. Öfgum í stjórnmálum er mótmælt, einkum útlendingaandúð. Verkalýðshreyfingin, kirkjan og fleiri hafa sameinast í andófinu og krafist er aðgerða stjórnvalda til að stemma stigu við ástandinu; óttast er að hryllingur fyrri tíma kunni að endurtaka sig. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir þessi mál í Berlínarspjalli.

Í síðasta hluta þáttarins var Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gestur okkar. Við ræddum um málefni Grindvíkinga; um aðgerðirnar sem ríkisstjórnin tilkynnti um í gær og mögulegar útfærslur á þeim.

Tónlist:

Diamond, Neil - Ain't no sunshine.

Sigrún Hjálmtýsdóttir - Valdi skafari.

Sigrún Hjálmtýsdóttir - Landsíma-Lína.

Kaufmann, Jonas - Con te partiró.

Beatles, The - Here comes the sun.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,