20:30
Samfélagið
Vistkjöt, hermisetur, málfar og vísindaspjall
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Hvað er vistkjöt og hvernig tengist íslenskt líftæknifyrirtæki framleiðslu á slíku kjöti? Við komumst að því í þætti dagsins þegar Berglind Rán Ólafsdóttir forstýra ORF líftækni kemur til okkar. Vel þess virði að sperra eyrun og hlusta á það.

Við heimsækjum svo færni- og hermisetur í Eirbergi, þar sem kennsla fer fram í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði. Við skoðum aðstöðuna hátt og lágt, fáum að taka púlsinn á sýndarsjúklingi og forvitnast um það sem er framundan. Og það er margt.

Við fáum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunauti og Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,