22:10
Mannlegi þátturinn
PCOS, Mannauðsdagurinn og póstkort frá Magnúsi
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

September er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Samkvæmt tölfræði gætu 25.000 einstaklingar verið með PCOS á Íslandi, en aðeins um 7.500 af þeim veit af því. Heilkennið er innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtaka Íslands kom í þáttinn og fræddi okkur um PCOS og hvað þarf að hafa í huga til dæmis í sambandi við greiningu og einkenni.

Mannauðsdagurinn er 6.október þá mun stærsta ráðstefna mannauðsfólks og stjórnenda á Íslandi fara fram í Hörpu og að þessu sinni er kastljósið á mannlega þættinum, líðan starfsmanna, vinnutími, vinnan og einkalífið, fjölbreytileiki á vinnumarkaði, streita, nýjar kynslóðir á vinnumarkaði ofl. Við ræddum við Adriönnu K Pétursdóttur formann Mannauðs, félags mannauðsfólks, og Helga Héðinsson sálfræðing sem situr í stjórninni í dag.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag, hann er búinn að vera á ferðalagi undanfarnar vikur, um Spán, Þýskaland og Holland. Hann segir aðeins af hugleiðingum sínum um lönd og þjóðir. Ein grein í þýska vikuritinu Der Spiegel fékk hann til að fara nokkra áratugi aftur í tímann til Hamborgar og þaðan spinnast svo sögur af týnda bassanum hans Paul McCartney sem nú er leitað um heim allan.

Tónlist í þættinum

Okkar eigin Osló / Valdimar Guðmundson & Memfismafían (Helgi Svavar Helgason og Bragi Valdimar Skúlason)

Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)

Horfið / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Valborg Elísabet Bentsdóttir)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,