23:05
Lestin
Northern Comfort-rýni, Spacestation, döbbuð podköst, trend í hruni
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Lag sumarsins var án vafa Hvítt vín með hljómsveitinni Spacestation. Að minnsta að mati Davíðs Roach Gunnarssonar tónlistargagnrýnanda Lestarinnar. Hann segir frá fyrstu EP plötu þeirra, Bæbæ, sem kom út í sumar og veltir fyrir sér hvaða eiturlyf þetta unga fólk er að taka,

Northern Comfort er ný íslensk gamanmynd sem fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði í London þar sem lokaáfanginn er flugferð til Íslands. Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í þessa nýju grínmynd úr smiðju leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar.

Við megum ekki gleyma að hér varð hrun! Við höldum áfram að rifja upp sögur fólks frá hrundögunum í september 2008. Að þessu sinni eru það trendin í hruninu sem eru til umfjöllunar.

Streymisrisinn Spotify er kominn í samstarf við gervigreindarfyrirtækið Open AI og ætla að nota gervigreind til að þýða hlaðvörp. Amerískir þáttarstjórnendur geta farið að tala saman á spænsku eða þýsku eða rússnesku - og öfugt. Að þessu tilefni pælum við í sögu og framtíð döbb-talsetningar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,