06:50
Morgunvaktin
Þarf stefnu og langtímahugsun varðandi ferðamenn
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Útlendingum hefur fjölgað verulega á íslenskum vinnumarkaði síðustu árin. Í fyrra var einn af hverjum fimm vinnandi einstaklingum innflytjandi. Katrín Ólafsdóttir vinnumarkaðshagfræðingur hefur skoðað framlag útlendinga til hagvaxtar á þessari öld - og hún var gestur Morgunvaktarinnar.

Borgþór Arngrímsson sagði okkur frá því sem er efst á baugi í dönsku þjóðlífi þessi dægrin. Pólitíkin er meðal annars á efnisskránni; flokksþing tveggja stjórnmálaflokka eru nýafstaðin. Annað mál sem er ofarlega á baugi í Danmörku í dag er þungunarrof. Lagt hefur verið til að lengja heimild til þungunarrofs fram til átjándu viku meðgöngu, en skiptar skoðanir eru um tímamörkin.

?Eru söfn einhvers virði?? er yfirskrift fyrirlestraraðar sem Sigurður Gylfi Magnússon prófessor stendur að og við höfum fjallað um í þættinum. Hann fór af stað með hana vegna lokunar skjalasafna. Í fyrirlestri fyrr í mánuðinum dró Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði, virði safna vel fram, Hann var síðasti gestur okkar á Morgunvaktinni.

Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Bing Crosby og Andrews Sisters - Pistol packin' mama

Björgvin Halldórsson - Himinn og jörð

Peter Vesth - Sammen med dig

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,