14:03
Louis Armstrong og Stjörnusveitin
Blómstrandi Stjörnusveit
Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Fjórir þættir um Louis Armstrong og stjörnusveit hans 1947-1971.

Eftir að Louis Armstrong leysti upp stórsveit sína árið 1946, lék hann það sem eftir var ævinnar með sextetti, sem hlaut nafnið Stjörnuveitin eða All-Stars. Það má með sanni segja að nafnið ætti við, því fyrstu árin léku þrjár af stórstjörnum djassins með sveitinni: Jack Teagarden, Earl „Fatha“ Hines og „Big Sid“ Catlet, síðar Cozy Cole. Eftir 1956 fór sveitin að dala þegar menn á borð við Edmund Hall, Trummy Young og Billy Kyle hurfu úr áhöfninni.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Sigurganga Armstrongs í hljóðveri með Avakian hélt áfram 1955 þegar Columbia keypti Armstrong og Stjörnusveitina aftur í þrjá daga og nú til að hljóðrita lög vinar hans, Fats Wallers. Tvö af lögum Wallers, Ain´t Misbehavin og Black And Blue, fylgdu Armstrong ævilangt en mörg þeirra hljóðritaði hann í fyrsta skipti fyrir breiðskífuna Satch plays Fats. Við heyrum úrval af plötunni og einnig þegar Louis kenndi Lottu Lenyu, ekkju Kurt Weil, að svinga Mack The Knive. Síðan fylgjumst við síðustu samvinnu Louis og Avakians: Ambassador Satch, sem út kom 1956 og var fyrst og fremst frá konsert kvöldinu fræga í Milanó í desember 1955 og einnig frá Amsterdam tónleikunum í október sama ár. Í þrjá mánuði fylgdi Avakian Louis og Stjörnusveitinni um Evrópu og útkoman var þessi gimsteinn. Stjörnusveitin var enn sterkari en hún hafði lengi verið, er klarinettuleikarinn Edmund Hall leysti hinn örmagna Barney Bigard af hólmi. Báðir New Orleans piltar. Það var þó ekki allt sem sýndist á Ambassador Satch og því kynnumst við í þættinum.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,