20:35
Samfélagið
Lýðheilsurannsóknir, umhverfisviðurkenning, málfar og vísindaspjall
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Í síðustu viku voru íslensku lýðheilsuverðlaunin veitt í fyrsta sinn, fyrir mikilsvert framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hlaut þessi verðlaun í flokki starfsheilda, en þar er umfangsmikil starfsemi, kennsla og rannsóknir sem miða að því að efla þekkingu á lýðheilsu. Og kannski helst rannsóknir á áhrifaþáttum heilsu, ekki síst áhrifum áfalla. Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum ætlar að segja okkur frá starfi Lýðheilsumiðstöðvar á eftir.

Við ræðum svo við tvo framkvæmdastjóra, sem báðir tóku á móti Kuðungnum umhverfisviðurkenningu í gær, þeir eru annars vegar hjá byggingarfyrirtækinu Já verk og hinsvegar Gefn sem nýtir úrgangs og aukaafurðafitu til að búa til umhverfisvænar efnavörur - skemmtilega ólík fyrirtæki en á sömu grænu brautinni. Gylfi Gíslason og Ásgeir Ívarsson kíkja til okkar.

Við fáum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá nýjum rannsóknum á tengslum veirusýkinga við Alzheimersjúkdóminn og taugahrörnun.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,