17:03
Lestin
Jóhannes Haukur í Succession, líkamleg fyrirbærafræði, orð í vegkanti
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir mæta í Lestina og segja frá nýjum nálgunum í fyrirbærafræði, en þing norræna fyribærafræðifélagsins hefst í Háskóla Íslands á morgun.

Við kíkjum í heimsókn til Jóhannesar Hauks, leikara, en hann fer með hlutverk í fjórðu seríu HBO sjónvarpsþáttanna Succession. Þættirnir, sem fjalla um valdabaráttu innan ofurríkrar fjölskyldu sem stýrir bandarísku fjölmiðlaveldi, hafa notið mikilla vinsælda. Jóhannes Haukur, sem var sjálfur mikill aðdáandi þáttanna, segir okkur sögur af tökustað.

Haukur Már Helgason flytur pistil í áframhaldi af umfjöllun sinni um tækniþróun og gervigreind, um orðin sem við notum of mikið, sem lýsa fyrirbærum sem eru svo alltumlykjandi að þau verða óþörf, þau þjóna engum tilgangi lengur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,