11:03
Mannlegi þátturinn
Stóri Plokkdagurinn, söngstund á Eir og póstkort frá Berlín
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn á sunnudaginn næstkomandi. Tæplega átta þúsund manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og eftir vindasaman vetur er tímabært að týna upp, eða plokka, plast og rusl sem dreifst hefur víða í þéttbýli og nágrenni áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Við fengum Einar Bárðarson, stofnanda og sjálfboðaliða hjá Plokk á Íslandi, til að koma og segja okkur frá Stóra Plokkdeginum og öllu því sem sniðugt og það sem er praktístk að hafa í huga í undirbúningi fyrir plokkið.

Hilmar Örn Agnarsson organisti á Akranesi og tónlistarmaður gefur sér tíma í hverri viku ásamt hluta af fjölskyldu sinni, fyrir söngstund á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi en þar býr faðir hans Agnar Guðnason 96 ára. Hilmar Örn flutti hundrað ára gamalt fótstigið orgel í matsalinn á annari hæð og býr til söngstund fyrir pabba sinn og nokkra aðra karla, þar á meðal einn 104 ára og Hilmar segir í gamni að það sé 90 ára aldurstakmark í kórinn. Við fengum að fylgjast með einni söngstund.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir Magnús frá kynnum sínum af Berlín þar sem hann hefur verið með annan fótinn undanfarið. Hann segir af áhyggjum Þjóðverja vegna stríðsins austur í Úkraínu og deilum þeirra hvernig stuðningi við Úkraínumenn skuli háttað. Hann segir líka frá öðru máli sem er mikið í deiglunni en það er frumvarp um lögleyfingu kannabisefna sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fyrir sambandsþingið á næstunni. Undir lokin segir af vaxandi glæpatíðni barna og unglinga í Þýskalandi og deilum um lækkun sakhæfialdurs úr fjórtán niður í tólf ára aldur.

Tónlist í þættinum:

Svefnljóð/Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson-Kristján frá Djúpalæk)

Knowing Me Knowing You / ABBA (Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson)

Rósin / Álftagerðisbræður og Sinfóníuhljómsveit Íslands (Friðrik Jónsson og Guðmundur Halldórsson)

It's Still Rock And Roll To Me / Billy Joel (Billy Joel)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,