12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 26. apríl 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Maður sem rændi þrettán ára stúlku á Sjálandi í Danmörku fyrr í mánuðinum, hefur verið ákærður fyrir óupplýst morð á annarri ungri stúlku árið 2016.

Hælisleitendur fá allt að 600 þúsund krónur frá ríkissjóði fyrir að yfirgefa landið, samkvæmt drögum að reglubreytingu. Dómsálaáðherra segir að með þessu sé verið að búa til hvata svo fólk fari sjálfviljugt úr landi.

Minnst 38 rússneskir njósnarar hafa starfað á Norðurlöndunum undanfarin ár, samkvæmt úttekt norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna. Sautján þeirra eru enn starfandi.

Atkvæðagreiðsla hófst á hádegi um verkfallsaðgerðir skólastarfsfólks í Kraganum. BSRB hyggur á frekari verkföll um landið ef Samband íslenskra sveitarfélaga gengur ekki að kröfum þess.

Ríkisstjórnin er að bregðast þjóðinni ef hún kemur ekki strax með mjög róttæka aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem miðar að því að draga úr losun. Þetta segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Formaður Lögmannafélagsins hefur ekki trú á að þyngri dómar og aukin löggæsla hafi áhrif á alvarleg ofbeldisbrot ungmenna. Fleira þurfi að koma til.

Sagnfræðingar óttast að fleiri lokanir héraðsskjalasafna séu handan við hornið og að afleiðingar þeirra verði alvarlegar. Héraðsskjalasafni Kópavogs verður lokað í hagræðingarskyni.

Vegagerðin segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika þess að innsiglingin til Hornafjarðar geti lokast vegna sandburðar í svokölluð Grynnsli. Vonir eru bundnar við niðurstöður danskrar straumfræðistofnunar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,