06:50
Morgunvaktin
Íslenskt mál, dönsk málefni og kafbátar
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason höfundar nýútkomins greinasafns um íslenskt mál og þróun þess meðal Vestur-Íslendinga komu og sögðu frá rannsóknum sínum og útgáfu ritsins.

Borgþór Arngrímsson fjallaði um dönsk málefni, þar á meðal fjárlög ársins í ár, hneykslismáli tengdu þingmanni og mikilvægi góðs lofts.

Illugi Jökulsson talaði um sögu kafbáta, þar á meðal smíði þeirra og notkun. Tilefnið er ákvörðun stjórnvalda er nú kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland til að taka á móti kosti og skipta um áhöfn. Kafbátarnir fá þjónustu nokkra kílómetra úti fyrir landi en ekki koma í höfn.

Tónlist:

The Banana boat (day - O) - Harry Belafonte,

Sólstafir yrkja - Haraldur Reynisson,

Sådan nogen som os - Poul Krebs.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,