Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason höfundar nýútkomins greinasafns um íslenskt mál og þróun þess meðal Vestur-Íslendinga komu og sögðu frá rannsóknum sínum og útgáfu ritsins.
Borgþór Arngrímsson fjallaði um dönsk málefni, þar á meðal fjárlög ársins í ár, hneykslismáli tengdu þingmanni og mikilvægi góðs lofts.
Illugi Jökulsson talaði um sögu kafbáta, þar á meðal smíði þeirra og notkun. Tilefnið er ákvörðun stjórnvalda er nú kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland til að taka á móti kosti og skipta um áhöfn. Kafbátarnir fá þjónustu nokkra kílómetra úti fyrir landi en ekki koma í höfn.
Tónlist:
The Banana boat (day - O) - Harry Belafonte,
Sólstafir yrkja - Haraldur Reynisson,
Sådan nogen som os - Poul Krebs.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Ólöf Kristín rifjar upp fyrstu myndlistarsýningarnar sem hún fór á og inn í það spjall var nefnt hið rómaða Gallerý SÚM. Listasafn Reykjavíkur á 17 þú?sund verk og segir frá Kjarvalsstöðum en um þessar mundir er verið að halda upp á 50 ára afmæli safnsins.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Stóri Plokkdagurinn verður haldinn á sunnudaginn næstkomandi. Tæplega átta þúsund manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og eftir vindasaman vetur er tímabært að týna upp, eða plokka, plast og rusl sem dreifst hefur víða í þéttbýli og nágrenni áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Við fengum Einar Bárðarson, stofnanda og sjálfboðaliða hjá Plokk á Íslandi, til að koma og segja okkur frá Stóra Plokkdeginum og öllu því sem sniðugt og það sem er praktístk að hafa í huga í undirbúningi fyrir plokkið.
Hilmar Örn Agnarsson organisti á Akranesi og tónlistarmaður gefur sér tíma í hverri viku ásamt hluta af fjölskyldu sinni, fyrir söngstund á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi en þar býr faðir hans Agnar Guðnason 96 ára. Hilmar Örn flutti hundrað ára gamalt fótstigið orgel í matsalinn á annari hæð og býr til söngstund fyrir pabba sinn og nokkra aðra karla, þar á meðal einn 104 ára og Hilmar segir í gamni að það sé 90 ára aldurstakmark í kórinn. Við fengum að fylgjast með einni söngstund.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir Magnús frá kynnum sínum af Berlín þar sem hann hefur verið með annan fótinn undanfarið. Hann segir af áhyggjum Þjóðverja vegna stríðsins austur í Úkraínu og deilum þeirra hvernig stuðningi við Úkraínumenn skuli háttað. Hann segir líka frá öðru máli sem er mikið í deiglunni en það er frumvarp um lögleyfingu kannabisefna sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fyrir sambandsþingið á næstunni. Undir lokin segir af vaxandi glæpatíðni barna og unglinga í Þýskalandi og deilum um lækkun sakhæfialdurs úr fjórtán niður í tólf ára aldur.
Tónlist í þættinum:
Svefnljóð/Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson-Kristján frá Djúpalæk)
Knowing Me Knowing You / ABBA (Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson)
Rósin / Álftagerðisbræður og Sinfóníuhljómsveit Íslands (Friðrik Jónsson og Guðmundur Halldórsson)
It's Still Rock And Roll To Me / Billy Joel (Billy Joel)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir tónlistarkona og raddþjálfi.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Maður sem rændi þrettán ára stúlku á Sjálandi í Danmörku fyrr í mánuðinum, hefur verið ákærður fyrir óupplýst morð á annarri ungri stúlku árið 2016.
Hælisleitendur fá allt að 600 þúsund krónur frá ríkissjóði fyrir að yfirgefa landið, samkvæmt drögum að reglubreytingu. Dómsálaáðherra segir að með þessu sé verið að búa til hvata svo fólk fari sjálfviljugt úr landi.
Minnst 38 rússneskir njósnarar hafa starfað á Norðurlöndunum undanfarin ár, samkvæmt úttekt norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna. Sautján þeirra eru enn starfandi.
Atkvæðagreiðsla hófst á hádegi um verkfallsaðgerðir skólastarfsfólks í Kraganum. BSRB hyggur á frekari verkföll um landið ef Samband íslenskra sveitarfélaga gengur ekki að kröfum þess.
Ríkisstjórnin er að bregðast þjóðinni ef hún kemur ekki strax með mjög róttæka aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem miðar að því að draga úr losun. Þetta segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Formaður Lögmannafélagsins hefur ekki trú á að þyngri dómar og aukin löggæsla hafi áhrif á alvarleg ofbeldisbrot ungmenna. Fleira þurfi að koma til.
Sagnfræðingar óttast að fleiri lokanir héraðsskjalasafna séu handan við hornið og að afleiðingar þeirra verði alvarlegar. Héraðsskjalasafni Kópavogs verður lokað í hagræðingarskyni.
Vegagerðin segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika þess að innsiglingin til Hornafjarðar geti lokast vegna sandburðar í svokölluð Grynnsli. Vonir eru bundnar við niðurstöður danskrar straumfræðistofnunar.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Íslendingar fylltust margir óhug fyrir rúmum áratug þegar kjarnorka dúkkaði skyndilega upp á rafmagnreikningi heimilisins. Hafði kjarnorkuver verið reist í skjóli nætur að þjóðinni forspurðri? Síðan 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Erlend raforkufyrirtæki sem nota kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti til sinnar framleiðslu kaupa þessi hreinu vottorð og láta sín í staðinn. Sú kjarnorka sem við notum innan gæsalappa hér á landi kemur þó ekki frá Þýskalandi í það minnsta ekki lengur, því þann 15. apríl var slökkt á þremur síðustu kjarnorkuverkum landsins sem enn voru í notkun. Lokunin hafði legið í loftinu lengi eða frá því um aldamótin þegar þýsk stjórnvöld tóku ákvörðun um að hætta notkun kjarnorku. Mikil andstaða hefur verið við kjarnorkuver í Þýskalandi frá því á áttunda áratugnum en lokunin er engu að síður umdeild. Áhrifa orkukreppunnar í kjölfarar innrásar Rússa í Úkraínu gætir enn og kolanotkun hefur aukist á sama tíma og yfirlýst markmið er að draga úr koltvísýringsútblæstri. Í þætti dagsins fjallar Snorri Rafn Hallsson um síðustu kjarnorkuverin í Þýsklandi.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í síðustu viku voru íslensku lýðheilsuverðlaunin veitt í fyrsta sinn, fyrir mikilsvert framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hlaut þessi verðlaun í flokki starfsheilda, en þar er umfangsmikil starfsemi, kennsla og rannsóknir sem miða að því að efla þekkingu á lýðheilsu. Og kannski helst rannsóknir á áhrifaþáttum heilsu, ekki síst áhrifum áfalla. Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum ætlar að segja okkur frá starfi Lýðheilsumiðstöðvar á eftir.
Við ræðum svo við tvo framkvæmdastjóra, sem báðir tóku á móti Kuðungnum umhverfisviðurkenningu í gær, þeir eru annars vegar hjá byggingarfyrirtækinu Já verk og hinsvegar Gefn sem nýtir úrgangs og aukaafurðafitu til að búa til umhverfisvænar efnavörur - skemmtilega ólík fyrirtæki en á sömu grænu brautinni. Gylfi Gíslason og Ásgeir Ívarsson kíkja til okkar.
Við fáum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá nýjum rannsóknum á tengslum veirusýkinga við Alzheimersjúkdóminn og taugahrörnun.
Útvarpsfréttir.
Leifur Hauksson fjallar um tímann á breiðum grunni og fær til sín fræðimenn og fleira fólk til að ræða um tímann og ótímann.
Leifur Hauksson fjallar um tímann á breiðum grunni og fær til sín fræðimenn og fleira fólk til að ræða um tímann og ótímann.
Rætt við Álfheiði Steinþórsdóttur, sálfræðing um ævitímann og gildin í lífinu.
Lesið úr bókinni Mómó.
Útvarpsfréttir.
Í þáttunum verður fjallað um hvað sé merkilegt við íslenskar fornbókmenntir, frá íslensku og evrópsku sjónarhorni miðalda sem og í sambandi við viðtökur bókmenntanna á síðari tímum. Kallaðir verða til fræðimenn á þessu sviði og munu þeir velta fyrir sér þekkingararfinum sem bókmenntirnar miðla og þeirri heimsýn sem þar birtist, listfenginu og þeim sköpunarkrafti sem braust fram við ritun þeirra - og sem handritin í Árnasafni eru nú þögull vitnisburður um.
Umsjón Ævar Kjartansson og Gísli Sigurðsson.
Gestur þáttarins er Guðrún Nordal.
Umsjón: Ævar Kjartansson og Gísli Sigurðsson.
Áður á dagskrá 10. nóvember 2013.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín er auðvitað þjóðkunn kona. Eftir stuttan tónlistarferil fór hún í nám í dramatúrgíu til Árósa, tók svo meistaragráðu í leikstjórn í London og starfaði um árabil sem fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið. Hún tók við starfi Borgarleikhússtjóra 2014 og stýrði leikhúsinu við góðan orðstír, sýningar slógu aðsóknarmet og sópuðu til sín verðlaunum. Hún lét af störfum þar 2020 áður en hennar öðru tímabili þar lauk, til að einbeita sér að öðrum verkefnum. Hún var ráðin prófessor og fagstjóri við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í ágúst 2022 og hefur nú verið ráðin rektor skólans.
Við ætlum að kynnast Kristínu betur í þætti dagsins, fá að heyra af hennar leið í lífinu og listinni, fá að vita afhverju hún sótti um stöðu rektors og hver hennar sýn á skapandi greinar eru.
En við hefjum þáttinn á því að heyra af tilnefningum til Maístjörnunnar, ljóðaverðlaunum sem eru veitt af Rithöfundasambandi Íslands og Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í maí ár hvert.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir mæta í Lestina og segja frá nýjum nálgunum í fyrirbærafræði, en þing norræna fyribærafræðifélagsins hefst í Háskóla Íslands á morgun.
Við kíkjum í heimsókn til Jóhannesar Hauks, leikara, en hann fer með hlutverk í fjórðu seríu HBO sjónvarpsþáttanna Succession. Þættirnir, sem fjalla um valdabaráttu innan ofurríkrar fjölskyldu sem stýrir bandarísku fjölmiðlaveldi, hafa notið mikilla vinsælda. Jóhannes Haukur, sem var sjálfur mikill aðdáandi þáttanna, segir okkur sögur af tökustað.
Haukur Már Helgason flytur pistil í áframhaldi af umfjöllun sinni um tækniþróun og gervigreind, um orðin sem við notum of mikið, sem lýsa fyrirbærum sem eru svo alltumlykjandi að þau verða óþörf, þau þjóna engum tilgangi lengur.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 26. apríl 2023
Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útsendingastjórn frétta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Félagar ellefu aðildarfélaga BSRB greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir í maí vegna kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður sambandsins segir kröfur BSRB ómálefnalegar.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess á Alþingi að gripið yrði til aðgerða á húsnæðismarkaði.
Undirbúningur leiðtogafundar Evrópuráðsins hér á landi um miðjan næsta mánuð er á lokametrunum og talsverðar líkur eru taldar á netárásum í aðdraganda hans. Forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að leiðtogarnir komist að sterkri, sameiginlegri niðurstöðu
Bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur áhyggjur af því, að ný ferja, sem á að hefja siglingar um Breiðafjörð í haust, anni ekki eftirspurn í vöruflutningum.
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt að leggja niður rannsóknastofu Náttúrufræðistofu Kópavogs. Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að ákvörðunin sé vítaverð.
-----
Rétt tæpar þrjár vikur eru þar til leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík. Þetta er einungis fjórði leiðtogafundurinn í tæplega 75 ára sögu ráðsins og það stefnir í metþátttöku þar sem vel á fimmta tug þjóðarleiðtoga hafa staðfest komu sína. Kostnaður íslenska ríkisins nemur tæpum tveimur milljörðum króna og fer langstærsti hlutinn í öryggisgæslu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að leiðtogarnir komist að sterkri, sameiginlegri niðurstöðu á fundinum, um að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það tjón sem þeir hafa valdið með innrásinni í Úkraínu. Undirbúningur allur er á lokastigi.
Talið er nokkuð líklegt að gerðar verði netárásir hér á landi í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan á honum stendur. Það er öryggisfyrirtækið Syndis sem heldur utan um netöryggismálin á fundinum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir spurði forstjóra þess, Anton Egilsson, hvers vegna slíkar árásir þykja líklegar.
Xi Jinping, forseti Kína, og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, ræddust við í síma í dag í fyrsta sinn frá miðju sumri 2021. Zelensky greindi frá því á Twitter að samtal þeirra hafi verið langt og þýðingarmikið. Hann kvaðst jafnframt vona að það væri fyrsta skrefið í bættum samskiptum þjóðanna. Einnig var tilkynnt í dag að Zelensky hefði eftir viðræðurnar við Xi skipað nýjan sendiherra í Peking. Leiðtogarnir ræddust við í um það bil eina klukkustund að sögn stjórnvalda í Kænugarði.
Í röðum hófsamra og hefðbundinna sænskra hægrimanna gætir vaxandi óánægju með stefnu ríkisstjórnarinna
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þessum þætti af sögu hugmyndanna ætlum við að líta til veðurs og fá að vita hvað það er eiginlega, hvað hefur áhrif á það og hvernig spá veðurfræðingar í veðrið. Getum við gert það líka? Hvað er íslenskt veður og af hverju er það eins og það er?
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum kammersveitarinnar Concerto Copenhagen sem fram fóru í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn í september s.l.
Á efnisskrá eru sinfóníur nr. 47, 44, og 43 eftir Jospeh Haydn.
Stjórnandi: Lars Ulrik Mortensen.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í síðustu viku voru íslensku lýðheilsuverðlaunin veitt í fyrsta sinn, fyrir mikilsvert framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hlaut þessi verðlaun í flokki starfsheilda, en þar er umfangsmikil starfsemi, kennsla og rannsóknir sem miða að því að efla þekkingu á lýðheilsu. Og kannski helst rannsóknir á áhrifaþáttum heilsu, ekki síst áhrifum áfalla. Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum ætlar að segja okkur frá starfi Lýðheilsumiðstöðvar á eftir.
Við ræðum svo við tvo framkvæmdastjóra, sem báðir tóku á móti Kuðungnum umhverfisviðurkenningu í gær, þeir eru annars vegar hjá byggingarfyrirtækinu Já verk og hinsvegar Gefn sem nýtir úrgangs og aukaafurðafitu til að búa til umhverfisvænar efnavörur - skemmtilega ólík fyrirtæki en á sömu grænu brautinni. Gylfi Gíslason og Ásgeir Ívarsson kíkja til okkar.
Við fáum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá nýjum rannsóknum á tengslum veirusýkinga við Alzheimersjúkdóminn og taugahrörnun.
Kistnihald undir jökli kom út árið 1968. Þar er sagt frá umboðsmanni biskups, Umba, sem sendur er undir Jökul til að kanna stöðu mála í söfnuði einum á Snæfellsnesi. Tilefni fararinnar er að séra Jón Prímus er talinn vera hættur að sinna embættisverkum og hjúskaparstaða hans heldur óljós. Umbi á að setja saman skýrslu um ferð sína og heldur undir Jökul vopnaður segulbandi en skýrslugerðin verður snúnari eftir því sem á líður enda fer Umbi að efast mjög um rökræn tök sín á þeim heimi sem hann er staddur í. Hann þvælist inn í veröldina undir Jökli sem kannski er ekki það versta heldur óvissan um eðli þess veruleika sem hann flækist í.
Höfundur les. Hljóðitað 1975.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1975)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Stóri Plokkdagurinn verður haldinn á sunnudaginn næstkomandi. Tæplega átta þúsund manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og eftir vindasaman vetur er tímabært að týna upp, eða plokka, plast og rusl sem dreifst hefur víða í þéttbýli og nágrenni áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Við fengum Einar Bárðarson, stofnanda og sjálfboðaliða hjá Plokk á Íslandi, til að koma og segja okkur frá Stóra Plokkdeginum og öllu því sem sniðugt og það sem er praktístk að hafa í huga í undirbúningi fyrir plokkið.
Hilmar Örn Agnarsson organisti á Akranesi og tónlistarmaður gefur sér tíma í hverri viku ásamt hluta af fjölskyldu sinni, fyrir söngstund á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi en þar býr faðir hans Agnar Guðnason 96 ára. Hilmar Örn flutti hundrað ára gamalt fótstigið orgel í matsalinn á annari hæð og býr til söngstund fyrir pabba sinn og nokkra aðra karla, þar á meðal einn 104 ára og Hilmar segir í gamni að það sé 90 ára aldurstakmark í kórinn. Við fengum að fylgjast með einni söngstund.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir Magnús frá kynnum sínum af Berlín þar sem hann hefur verið með annan fótinn undanfarið. Hann segir af áhyggjum Þjóðverja vegna stríðsins austur í Úkraínu og deilum þeirra hvernig stuðningi við Úkraínumenn skuli háttað. Hann segir líka frá öðru máli sem er mikið í deiglunni en það er frumvarp um lögleyfingu kannabisefna sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fyrir sambandsþingið á næstunni. Undir lokin segir af vaxandi glæpatíðni barna og unglinga í Þýskalandi og deilum um lækkun sakhæfialdurs úr fjórtán niður í tólf ára aldur.
Tónlist í þættinum:
Svefnljóð/Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson-Kristján frá Djúpalæk)
Knowing Me Knowing You / ABBA (Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson)
Rósin / Álftagerðisbræður og Sinfóníuhljómsveit Íslands (Friðrik Jónsson og Guðmundur Halldórsson)
It's Still Rock And Roll To Me / Billy Joel (Billy Joel)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir mæta í Lestina og segja frá nýjum nálgunum í fyrirbærafræði, en þing norræna fyribærafræðifélagsins hefst í Háskóla Íslands á morgun.
Við kíkjum í heimsókn til Jóhannesar Hauks, leikara, en hann fer með hlutverk í fjórðu seríu HBO sjónvarpsþáttanna Succession. Þættirnir, sem fjalla um valdabaráttu innan ofurríkrar fjölskyldu sem stýrir bandarísku fjölmiðlaveldi, hafa notið mikilla vinsælda. Jóhannes Haukur, sem var sjálfur mikill aðdáandi þáttanna, segir okkur sögur af tökustað.
Haukur Már Helgason flytur pistil í áframhaldi af umfjöllun sinni um tækniþróun og gervigreind, um orðin sem við notum of mikið, sem lýsa fyrirbærum sem eru svo alltumlykjandi að þau verða óþörf, þau þjóna engum tilgangi lengur.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Fjallað var um þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Laugardalslaug vegna þess að gestir gleyma að skila aðgangsarmböndum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í byrjun vikunnar. Dæmi eru um að fólk hafi tekið tugi armbanda með sér heim, það er kostnaðarsamt og því hefur verið biðlað til gesta að skila armböndunum. Við ræddum við Árna Jónsson, forstöðumann Laugardalslaugar, í upphafi þáttar og spyrjum hvort ákallið hafi skilað einhverju.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að leggja Héraðsskjalasafn Kópavogs niður. Þá hyggst bærinn fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Skjalasöfn hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið, ekki síst eftir að ákveðið var að leggja Borgarskjalasafn niður. Sagnfræðingafélag Íslands heldur því málþing um stöðu íslenskra skjalasafna á morgun og við ræddum við tvö sem koma að málþinginu, Sigurð Gylfa Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Ásu Ester Sigurðardóttur, sem situr í stjórn félagsins.
Nýsköpunardagur hins opinbera fer fram í næsta mánuði en þar verður lögð áhersla á sparnaðarlausnir fyrir hið opinbera. Fjöldi hugmynda hefur borist frá fyrirtækjum og frumkvöðlum og við ræddum þær við Sveinbjörn Inga Grímsson, hjá Ríkiskaupum.
Eftir átta fréttir ætlum við að ræða loftslagsmarkmið Íslands og hvernig megi ná þeim. Markmiðið er að ræða raunhæfar lausnir og hvernig stjórnvöld ættu að beita sér til að ná markmiðum um umtalsvert lækkaða losun á næstu árum. Við fengum þingmennina Höllu Signýju Kristjánsdóttur frá Framsókn og Andrés Inga Jónsson frá Pírötum en bæði eiga þau sæti í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem fundaði með umhverfis- orku- og loftslagsráðherra í gær.
Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur tók sér frí frá samfélagsmiðlum í þrjá mánuði í upphafi árs og vaknaði upp við nýjan veruleika þar sem spjallandi gervigreindarbotti er orðinn daglegur þátttakandi í lífi Íslendinga og dagskrár bókmenntahátíðar fór meira og minna fram á ensku. Við hringdum vestur til Eiríks og ræða tungumálið, gervigreind og hvað kristalskúla skáldsins segir.
Blásið verður til stórtónleika í Gamla bíó í kvöld og á morgun til að minnast tónlistarmannsins Prins Póló. Fjölmargir tónlistarmenn koma að þessari veislu og þar á meðal Benni Hemm Hemm sem var gestur okkar í dag ásamt Berglindi Häsler eiginkonu prinsins.
Tónlist:
STEBBI JAK - Líttu í kringum þig.
HARRY STYLES - As It Was.
THE STROKES - Last Nite.
X AMBASSADORS - Renegades.
NO DOUBT - Don't Speak.
TRABANT - The One (The Filthy Duke Remix).
Kraftwerk - Das Model.
MAC DEMARCO - Let Her Go.
PRINS PÓLÓ -
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 26. apríl 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-04-26
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
DUNCAN LAURENCE - Arcade (Eurovisíon 2019 - Holland).
HREIMUR - Get ekki hætt að hugsa um þig.
MIKE OLDFIELD - Foreign Affair.
NORAH JONES - Sunrise.
KUL - Operator.
KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.
LEVEL 42 - Lessons In Love.
WATERBABY - Airforce blue.
PLÁHNETAN & BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Ég Vissi Það.
The National - Eucalyptus.
LENNY KRAVITZ - Ooo Baby Baby.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Dans gleðinnar.
THE BLESSED MADONNA & THE HOY - Shades Of Love.
Loreen - Tattoo.
LOVE UNLIMITED ORCHESTRA - Love's Theme.
HOZIER - Eat Your Young.
Lifun - Ein.
ÁSGEIR TRAUSTI & CLOU - Milli svefns og vöku.
LANGI SELI OG SKUGGARNIR - Breiðholtsbúgí.
LEXZI - Beautiful moon.
GRAFÍK - Komdu Út.
FLOTT - Kæri heimur.
PORTUGAL THE MAN - Dummy.
VIOLENT FEMMES - Blister In The Sun.
Hvanndalsbræður - Vinsæll.
Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.
BOTNLEÐJA - Heima er best.
RIHANNA - Love on the brain.
HARRY BELAFONTE - Jump In The Line.
Løv og Ljón - Kaflaskil.
POST MALONE - Chemical.
NANNA - Disaster master.
MOODY BLUES - Go Now!.
AMABADAMA - Gaia.
Warmland - SQ80.
KARLOTTA - Freefalling.
THE SPECIALS - Ghost Town.
HOLY HRAFN & DR. VIGDÍS VALA - Reyndu bara'ð ná mér (Radio edit).
PÁLL ÓSKAR - Líður aðeins betur.
OFFBEAT - Hver ert þú?.
OJBA RASTA - Ég veit ég vona.
TOM JONES - Give A Little Love.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Maður sem rændi þrettán ára stúlku á Sjálandi í Danmörku fyrr í mánuðinum, hefur verið ákærður fyrir óupplýst morð á annarri ungri stúlku árið 2016.
Hælisleitendur fá allt að 600 þúsund krónur frá ríkissjóði fyrir að yfirgefa landið, samkvæmt drögum að reglubreytingu. Dómsálaáðherra segir að með þessu sé verið að búa til hvata svo fólk fari sjálfviljugt úr landi.
Minnst 38 rússneskir njósnarar hafa starfað á Norðurlöndunum undanfarin ár, samkvæmt úttekt norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna. Sautján þeirra eru enn starfandi.
Atkvæðagreiðsla hófst á hádegi um verkfallsaðgerðir skólastarfsfólks í Kraganum. BSRB hyggur á frekari verkföll um landið ef Samband íslenskra sveitarfélaga gengur ekki að kröfum þess.
Ríkisstjórnin er að bregðast þjóðinni ef hún kemur ekki strax með mjög róttæka aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem miðar að því að draga úr losun. Þetta segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Formaður Lögmannafélagsins hefur ekki trú á að þyngri dómar og aukin löggæsla hafi áhrif á alvarleg ofbeldisbrot ungmenna. Fleira þurfi að koma til.
Sagnfræðingar óttast að fleiri lokanir héraðsskjalasafna séu handan við hornið og að afleiðingar þeirra verði alvarlegar. Héraðsskjalasafni Kópavogs verður lokað í hagræðingarskyni.
Vegagerðin segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika þess að innsiglingin til Hornafjarðar geti lokast vegna sandburðar í svokölluð Grynnsli. Vonir eru bundnar við niðurstöður danskrar straumfræðistofnunar.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Siggi Gunnars & Lovísa Rut voru Popplandsverðir þennan miðvikudaginn. Allskonar tónlist úr öllum áttum og plata vikunnar á sínum stað, Modular Heart með hljómsveitinni Warmland.
Bubbi Morthens - Sá Sem Gaf Þér Ljósið.
SYSTUR - Furðuverur.
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.
CHARLATANS - The Only One I Know.
DEEP PURPLE - Hush.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
FIRST AID KIT - Out Of My Head.
FLOTT - Kæri heimur.
MARKÚS - É bisst assökunar.
LED ZEPPELIN - Good Times Bad Times.
JÓNAS SIGURÐSSON - Þyrnigerðið.
Warmland - Voltage.
PREFAB SPROUT - Appetite.
Dina Ögon - Mormor.
STEVIE WONDER - He's Misstra Know-It-All.
WATERBABY - Airforce blue.
THE BEATLES - All My Loving.
DAÐI FREYR - Thank You.
MOLOKO - Sing it back.
SUPERSERIOUS - Bye Bye Honey.
Árstíðir - A New Tomorrow.
COLDPLAY - Higher Power.
The National - Eucalyptus.
Helgi Björnsson - Besta útgáfan af mér.
SIGRID - Don't Feel Like Crying.
The Wannadies - You and me song.
GUS GUS - Into the strange.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Caution to the Wind.
HELGI JÚLÍUS & VALDIMAR GUÐMUNDSSON - Þú ert mín.
JET BLACK JOE & SIGRÍÐUR GUÐNADÓTTIR - Freedom.
STEBBI JAK - Líttu í kringum þig.
BOB DYLAN - Lay Lady Lay.
Del Rey, Lana, Father John Misty - Let The Light In (bonus track wav).
CAROLINE POLACHECK - Smoke.
Bríet - Dýrð í dauðaþögn.
Warmland - SQ80.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Kamelgult.
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
JUNGLE - Candle Flame.
Metronomy - Right On Time.
Pálmi & Rakel - 1000 x Já.
Kristín Sesselja - I'm Still Me.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Stóri Plokkdagurinn er á sunnudaginn en rúmlega sjö þúsund og áttahundruð manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og þessi hópur er kominn á fullt í að plokka í sínu nærumhverfi. Eftir vindasaman vetur er plast og rusl útum allt í kringum þéttbýli og áríðandi að það komist úr umhverfinu áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Einar Bárðarson, plokkari og allt múligt kall, ætlar að fara yfir þetta með okkur.
Samkvæmt niðurstöðu þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi glíma allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára við lesblindu. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis og gefa tölurnar til kynna að lesblinda sé mun algengari en áður hefur verið talið.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að eitt af lykilatriðum fyrir framtíð barna sé að þau fái greiningu og stuðning fyrir 10 ára aldur. Þannig væri hægt a lágmarka þau áhrif sem lesblinda hefur á félagslega stöðu til framtíðar. En hver er staðan í þessum málum er verið að gera nóg fyrir þennan hóp og hvaða tæki og tól hafa bæst í flóruna til að greiða veg þeirra sem glíma við lesblindu. Snævar Ívarsson er framkvæmdastjóri félagsins hann kemur til okkar á eftir.
Olíupeningar hafa tröllriðið fótboltaheiminum og breytt honum verulega undanfarin ár og virðast sum lið hafa botnlausa sjóði til að vinna úr. En í sannkölluðum Öskubusku ævintýris Hollýwood stíl keyptu tveir Hollywood leikarar lið í 5. deild enska boltans, velska liðið AFC Wrexham. Þeir Ryan Reynolds og Rob McElhenny keyptu liðið af stuðningsmönnum liðisins og samþykktu 98,6% þeirra kaupin. Þetta var í nóvember 2020. Liðið tryggði sér um daginn sigur í deildinni og brutust út mikil fagnaðarlæti í kjölfarið. Þrautagöngunni var loks lokið þó að sjálfsagt megi segja að ævintýrið sé rétt að byrja. Matthías Freyr Matthíasson hjá fotbolti.net heillaðist af liðinu og þessu ævintýri öllu og er nú einn helsti stuðningsmaður liðisins hérlendis. Hann kemur til okkar og segir okkur frá ferð sinni á leik með liðinu og móttökurnar sem hann fékk.
Karl III verður krýndur konungur Bretlands þann 6. maí nk. Krýningardaginn ber upp á afmælisdag Archie, barnabarns Karls, sonar Harry og Meghan. Í tilefni af þessu hafa verið settir á dagskrá þættir um Karl konung og umsjónarmaður er Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður. Hún kemur til okkar og segir frá.
Eins og hverjum miðvikudegi fáum við til okkar áhorfanda Síðdegisútvarpsins, Ragnar Eyþórsson sem bendir hlustendum á áhugavert efni í kvi
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 26. apríl 2023
Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útsendingastjórn frétta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Félagar ellefu aðildarfélaga BSRB greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir í maí vegna kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður sambandsins segir kröfur BSRB ómálefnalegar.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess á Alþingi að gripið yrði til aðgerða á húsnæðismarkaði.
Undirbúningur leiðtogafundar Evrópuráðsins hér á landi um miðjan næsta mánuð er á lokametrunum og talsverðar líkur eru taldar á netárásum í aðdraganda hans. Forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að leiðtogarnir komist að sterkri, sameiginlegri niðurstöðu
Bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur áhyggjur af því, að ný ferja, sem á að hefja siglingar um Breiðafjörð í haust, anni ekki eftirspurn í vöruflutningum.
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt að leggja niður rannsóknastofu Náttúrufræðistofu Kópavogs. Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að ákvörðunin sé vítaverð.
-----
Rétt tæpar þrjár vikur eru þar til leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík. Þetta er einungis fjórði leiðtogafundurinn í tæplega 75 ára sögu ráðsins og það stefnir í metþátttöku þar sem vel á fimmta tug þjóðarleiðtoga hafa staðfest komu sína. Kostnaður íslenska ríkisins nemur tæpum tveimur milljörðum króna og fer langstærsti hlutinn í öryggisgæslu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að leiðtogarnir komist að sterkri, sameiginlegri niðurstöðu á fundinum, um að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það tjón sem þeir hafa valdið með innrásinni í Úkraínu. Undirbúningur allur er á lokastigi.
Talið er nokkuð líklegt að gerðar verði netárásir hér á landi í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan á honum stendur. Það er öryggisfyrirtækið Syndis sem heldur utan um netöryggismálin á fundinum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir spurði forstjóra þess, Anton Egilsson, hvers vegna slíkar árásir þykja líklegar.
Xi Jinping, forseti Kína, og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, ræddust við í síma í dag í fyrsta sinn frá miðju sumri 2021. Zelensky greindi frá því á Twitter að samtal þeirra hafi verið langt og þýðingarmikið. Hann kvaðst jafnframt vona að það væri fyrsta skrefið í bættum samskiptum þjóðanna. Einnig var tilkynnt í dag að Zelensky hefði eftir viðræðurnar við Xi skipað nýjan sendiherra í Peking. Leiðtogarnir ræddust við í um það bil eina klukkustund að sögn stjórnvalda í Kænugarði.
Í röðum hófsamra og hefðbundinna sænskra hægrimanna gætir vaxandi óánægju með stefnu ríkisstjórnarinna
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Vikan þýtur áfram og strax komin miðvikudagur sem er frábært tilefni til að fagna með nýrri tónlist frá Portugal the Man, Holy Hrafn, Klemens Hannigan, Jessie Ware, Romy, Tinariwen, Thundercat ásamt Tame Impala, King Krule, Tilbury og mjög mörgum fleirum.
Lagalistinn
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
HLJÓMAR - Þú og ég (Svartur á leik remix).
Winter, Edgar, Portugal. The man - Champ.
De La Soul - Ego trippin' (part two)
HOLY HRAFN & DR. VIGDÍS VALA - Reyndu bara'ð ná mér
KLEMENS HANNIGAN - Never Loved Someone So Much.
Salsoul Orchestra - Ooh I Love It (Love Break)
Ware, Jessie - Begin Again.
ROMY - Enjoy Your Life.
MFSB - T.S.O.P. ft. The Three Degre
Tinariwen, Kaplin, Fats - Tenere Den (feat. Fats Kaplin).
Danger Mouse, Karen O - Turn The Light
Tame Impala, Thundercat - No More Lies.
King Krule - Seaforth (bonus track wav).
Tilbury - Frail Light.
Rahill, Beck - Fables (Radio Edit).
Belle and Sebastian - When You're not with me.
Boards of Canada - Olson.
SNÆFRÍÐUR & BANGRBOY & TAKK JESÚ - Lilies.
THE LOTTERY WINNERS & BOY GEORGE - Let Me Down.
Gift of Gab, Lyrics Born, Krafty Kuts, Chali 2Na - Guard The Fort
JUNGLE - Candle Flame.
SBTRKT, Toro y Moi - Days go by.
Kaytraminé - 4EVA (feat. Pharrell Williams).
Kourtesis, Sofia - Madres.
NEIL YOUNG - The Needle And The Damage Done.
Greta Van Fleet - Meeting The Master
Tribes hljómsveit - Hard Pill.
Wednesday - Quarry.
PARAMORE - Running Out Of Time.
Hüsker dü - Don't Want To Know If You Are Lonely.
FOO FIGHTERS - Rescued.
BLACK HONEY - OK.
NOTHING BUT THIEVES - Welcome To The DCC.
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.
James - She's A Star
Polachek, Caroline - Smoke.
Cannons - Loving You.
POST MALONE - Chemical.
Future Utopia, Biig Piig - Your Love.
GEORGIA - It's Euphoric.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 15. - 22. apríl 2023.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld