13:00
Samfélagið
Lýðheilsurannsóknir, umhverfisviðurkenning, málfar og vísindaspjall
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Í síðustu viku voru íslensku lýðheilsuverðlaunin veitt í fyrsta sinn, fyrir mikilsvert framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hlaut þessi verðlaun í flokki starfsheilda, en þar er umfangsmikil starfsemi, kennsla og rannsóknir sem miða að því að efla þekkingu á lýðheilsu. Og kannski helst rannsóknir á áhrifaþáttum heilsu, ekki síst áhrifum áfalla. Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum ætlar að segja okkur frá starfi Lýðheilsumiðstöðvar á eftir.

Við ræðum svo við tvo framkvæmdastjóra, sem báðir tóku á móti Kuðungnum umhverfisviðurkenningu í gær, þeir eru annars vegar hjá byggingarfyrirtækinu Já verk og hinsvegar Gefn sem nýtir úrgangs og aukaafurðafitu til að búa til umhverfisvænar efnavörur - skemmtilega ólík fyrirtæki en á sömu grænu brautinni. Gylfi Gíslason og Ásgeir Ívarsson kíkja til okkar.

Við fáum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá nýjum rannsóknum á tengslum veirusýkinga við Alzheimersjúkdóminn og taugahrörnun.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,